5.9.2009 | 07:27
Kæri Magnús.




Ég verð að skrifa þetta og setja í blaðið þar sem ég veit ekki hvort ég sé með rétt heimilisfang hjá þér í Pétursborg. Var það ekki BOMBOM-bruggstræti eða er það Bravóstræti, þú sendir mér línu við hentugleika. Mikið hefur verið sagt um þig undanfarið og ég verð að segja það ekki er allt jafn fallegt.
Þessir blaðasnápar sem finna hjá sér þöf til að svívirða samborgaranna ættu að skammast sín og skammast frekar út í þjófa og nauðgara, en láta heiðursmenn eins og þig og Samson í friði. Það er með ólíkindum hvað þeir hafa diktað upp um þig. Ekki trúi ég því eitt augnablik að þú sért kominn á hausinn, það eru bara illar tungur sem hafa komið þessum sögum af stað.
Svo er skatturinn líka að bögga þig. Segir að þú skuldir einhvern skattpening, ég veit ekki meir. Þú sagðir að þú skuldaðir ekkert og ég trúi því. Svo eru menn eitthvað að blaðra um Jónfrúeyju einhverstaðar í útlöndum. Að þú eigir eitthvert fyrirtæki þar Mirol eða Mirroll og hvað með það ?
Ég veit ekki betur en þú hafir flutt það til Lux. Lux er með margsöttunarsamninga við allt mögulegt svo skattinum kemur þetta bara ekkert við. Svo segja illpennarnir að þú hafir flutt helling af pening í eitthvert skjól. Ég segi bara og hvað með það. Kemur það bara einhverjum við ? Ekkert vit í að láta verðmætin veðrast.
Ekki var það þér að kenna að þúsundir ferðamanna urðu vegalausir í útlöndum. Þeir héldu að það væri flott fyrirtæki þetta EXCEL, en ég veit alveg að þetta er bara eitthvert forrit frá míkrosoft, og menn verða sko að kunna á það til að verða ekki strandaglópar.
Avíagrúpp var nú aldeilis grúppa í lagi flaug með fólk og frakt og alles um allan heim. Öfundarpjakkarnir eru eitthvað að segja að þetta hafi verið vonlaust frá byrjun. Ég segi bara þetta var sko ekki minni snylld en Eimskip á sínum tíma. Óskabarnið endurborið hvorki meira né minna. Það var aldeilis fengur fyrir þig að fá Halldór frammara til að klippa með þér á Travel Cittý borðan í Gattvík og pæjan sem er á myndinni með ykkur er ekki nein smápía maður, þótt hún hafi verið með vettlinga.
Flott hvernig þú gekkst frá Eimskip, bara labbaðir út og lést Samson fá hræið flott flott maður.
Svo eru eiturpennarnir að bulla eitthvað um að einhver Straumur sé að rukka þig. Ég segi bara og ræð þér heilt. Þetta eru engir burðarásar eins og þeir segjast vera þetta eru bara smáfiskar að reyna að synda móti straumi, Ég segi, elsku drengurinn minn neitaðu bara að borga og segðu þessum straumum að éta það sem úti frýs. Ég veit þeir eiga eftir að súa þig en láttu sem þú vitir ekkert, enda þarftu þess ekki þar sem þú ert ekki lengur Íslendigur heldur Rússi. Gjaldþrot og ekki gjaldþrot hvernig er hægt að gera þig gjaldþrota? Ég bara spyr þú sem ert ekki lengur Íslendingur, bölvað bull í þessu pakki, ég segi ekki annað.
Mangi minn ég verð að hætta núna, en skrifa þér aftur þegar þú ert búinn að senda mér adressuna þína í Pétursborg eða var það Vladivastokk ?
Allra bestu kveðjur frá mér og íslensku þjóðinni.
Þín Magnea
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.