5.9.2009 | 12:22
Kæri Hannes.




Mikið var gaman að sjá þig um daginn niður við alþingishúsið, þú veist þar sem þínir menn voru að skamma Grím fyrir að hafa sett þjóðina á hausinn. Mér fannst alveg mátulegt á þessa vinsti bleiku og grænu að fá lesturinn, ég segi bara þótt fyrr hefði verið. Hvað á svo sem að þýða að leggja meiri skatta á okkur og ekki nóg með það, þessir kommar ætla líka að draga saman í þjónustu fyrir okkur.
Hvernig ferð þú nú að Hannes minn sem alltaf hefur verið á framfæri ríkisins ? Mér er bara spurn. Grímur er viss með að taka af þér hádegisrauðvínið. Honum og Jóku væri trúandi til að setja fyrir þig þurrt rúgbrauð og blávatn í hádeginu. Þú Hannes minn sem fannst upp peninga hamingjuna og allt frelsið. Maður mátti bara ekkert fyrr en þú komst peningafrelsinu á. Ég og fleiri höfum vellst um í vellystingum undanfarin ár, svo er pupullinn að segja að hann hafi bara ekki fengið neitt. Þvottakerlingarnar væla út í eitt og fiskkerlingarnar æmta og skræmta og segjast hafa verið blankar frá fæðingu. Ég skil þetta bara ekki. Þú sem fannst upp góðærið eins og vinur þinn Dabbi saklausi sagði.
Þetta er með ólíkindum hvað þessi svokallaða ríkisstjórn er óforskömmuð.
Svo eru eiturpennarnir búnir að grafa það upp til að svívirða þig alveg sérstaklega að þú sért dæmdur þjófur. Og ekki nóg með það þeir skrifa líka að þú sért dæmdur í útlöndum fyrir að svívirða mann, og það meira að segja landa þinn sem skrapp úr landi til að gera bissness.
En þetta er bara smá misskilningur er ég viss um, enda sagði stelpan í Súpergaggó sem hefur þig á launaskrá. Ég veit ekki hvernig hann er ráðinn, hvort hann er æviráðin eða ekki. Þessi stelpa segja mér kunnugir ætlar að gera þennan skóla að einum af 100.000-dustu bestu súpergaggóum í sólkerfinu.
Ég veit ekki betur en það væri þú elsku drengurinn sem fannst það út að fiskurinn í hafinu væri verðlaus þangað til búið væri að koma honum óveiddum í einkaeign. Illpennarnir og öfundaraularnir segja að Dóri frammari og valdir íhalskallar hefi fengið fiskinn ókeypis á silfurfati. Það var alveg rétt hjá þér eins og allt sem þú hefur sagt. Þessir frammarar og íhaldsuppar hafa stórgrætt á þessu, svo mikið að þeir skulda orðið 500 milljarða.
Það varst þú og enginn annar sem sagðir Dóra og Dabba saklausa að peningar í baunkum lægju dauðir og engum til gagns meðan ríkið ætti bankana. Þess vegna lá það í augum uppi að það ætti að einkavinavæða bankana til að blása lífi í aurana.
Ég vorkenni ekki þessu pakki sem segist ekkert hafa fengið, segja meira að segja að Dabbi saklausi hafi kennt þeim um að hafa verið á fylleríi. Þetta skítapakk segir það helv..... hart að fá bara timburmennina án þess að hafa fundið á sér eitt augnablik, og verða að auki að borga tappagjaldið fyrir fyllibytturnar.
Að græða á daginn og grilla á kvöldin þessi málsháttur er algjör perla. Það á að fella þennan málshátt að skyldunámi í öllum leikskólum landssins og nýlendum okkar. Það væri Dönum fyrir bestu að kenna hann í sínum vöggustúum.
Það er ekki að spyrja að ill-og öfurdarpennunum, þeir klæmast á þessu eins og öðru sem hefur komið frá þér. Svona er þeirra útgáfa. Við rukkum á daginn og bjóðum upp á kvöldin segja þessir illpennar, svei þeim og aftur svehei barasta..
Ég vona bara að þínir menn til dæmis gæsalappi og Gerða leikaradóttir taki fljótlega við, þá fáum við sko almennilega skattahækkun, og það verður engin óþarfa þjónusta veitt til timburmanna og þvottakerlinga.
Þá verður gaman að lifa, forstjórar lífeyrissjóðana komast aftur í ríflega tvær millur á mánuði.
Elsku derngurinn hvað varð af ljósa frakkanum sem þú varst í við kirjuhornið hér um árið ? Hann var svo flottur alveg eins og Stasi notaði á sínum tíma þegar þeir voru að dulbúast.
Ætli ég láti þessu ekki lokið í bili Hannsi minn, skrifa þér meira síðar, ef ég get slegið fyrir blýanti.
Bið að heilsa öllum í Súpergaggó.
Þín einlæg Magnea
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.