5.9.2009 | 13:55
Elsku vinir mínir !




Ég bara skil ekkert í því að hafa ekki fengið nein viðbrögð frá vinum mínum, eins og ég hef lagt á mig við að verja þá fyrir eitur og óþverrapennum sem hafa svívirt þá á allskonar máta. Ég hef eytt mörgum nóttum í að finna staðreyndir og hrekja sögur um ykkur sem eru undan síðum óvildarmanna ykkar. Þeir hljóta bara að vera í útlöndum kannski á einhverjum Tortúlum eða einhverjum Lúxum eða þá á Jónfúum, það hlítur bara að vera.
Ég hef bent þessum illpennum á staðreyndir sem virðast alveg hafa farið fram hjá þessu pakki. Ég krefst þess að þessir pennar biðji hvern og einn vin minn margfaldra afsakana og lofi að hætta þessum óþverra skrifum, og skrifa ekki oftar svona um þá.
Ég segi ykkur alveg satt. Þessir sómamenn sem mega ekki vamm sitt vita hafa ekkert gert sem ekki er eftir ströngustu lögum og reglum, allt annað er bara hauga lygi.
Ég veit fyrir víst að margir þessara manna eru slyppir og snauðir eftir þessi voðaveður á alþjóða peningamarkaðinum. Margir hafa þegar orðið gjaldþrota aðrir bíða nötrandi í forstofunni heima hjá sér drulluhræddir í hvert skipti sem dyrabjallan hringir um að það standi rukkari á tröppunum. Þetta er náttúrlega ekki forsvaranlegt. Allt út af skrifonum í ykkur. Maður bara trúir ekki að BLOGGIÐ skuli ekki vera lokað fyrir þessum svívirðilegu skrifum. Jafnvel bæði Baugstíðindi og Mogginn slefa yfir þessum viðbjóði. Þeir segja að það seljist ekkert nema það sé djúsí eins og þeir taka til orða.
Þetta slúður um að þessir sómamenn hefðu farið með peninga til útlanda er bara kommúnistaáróður af verstu gerð. Ég hef það beint frá kunnugum að þeir fóru ekki með meiri pening til útlanda en fyrir nokkrum bjórum og kannski einni pulsu, þeir sem fóru til Köben. Allt annað er eins og ég hef sagt bara bull. Eins og ég segi Hannes sagði það.
Elsku vinir mínir ég kem bráðum til landsins og veiti ykkur áfallahjálp og bíð uppá kaffi og snafs.
Ykkar ástkæra Magnea.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.