7.10.2009 | 13:21
Kæri Finnur Ing.
Hvað getur þú gert að því þótt þú sért frammari ? Og hvað kemur þessu pakki það við sem er sífellt nöldrandi yfir öllu mögulegu og ómögulegu, þótt þér berist uppí hendurnar sitt lítið af hverju ? Hverskonar er þetta eiginlega ?
Hvað er athugavert við að fá banka í jólagjöf ? menn fá nú annað eins frá vinum sínum. Svo var þetta ekki bara gjöf til þín, fleiri fengu nú þennan banka . Var það ekki Óli sem fékk að vera með þér í bílnum sem fékk þetta lítilræði með þér ?
Þeir sem nöldra hæst þykjast vera eitthvað. Þessar eiturtungur vilja klína bara öllu mögulegu á þig Finni minn. Þú átt að hafa sóað einhverjum samvinntsjóði, einhverskonar eftirhretum af samvinnu tryggingum. Þetta var svo sem ekkert að ráði nokkrar krónur að mér skilst. Svo eru þessir öfundarpúkar að velta sér uppúr einhverjum félögum sem þeir segja að þú eigir og notir til að stela peningum af fólki . Eitthvert FS7 eða 8 ehf, svo eitthvert Ker og eitthvert hestafélag sem þeir segja að heiti Hesteyri. Mér finnst þetta bara ekkert fyndið. Svo eru þessir púkar að tala um að þú sért eigandi af einhverju Gift, er þetta bara ekki einhver misskilningur, ertu bara ekki giftur er það ekki allt og sumt ?
Kæri Finni minn þú hefur alltaf verið frumherji í mínum augum. Því skyldi enginn vera hissa á að þú eigir Frumherja. Hvað gengur sveitastjóranum eigilega til að neita um malbik að sveitasetrinu fyrir austan ? Hann segir þetta vera bara kot og þú fáir sko ekkert malbikað. Við malbikum nú ekki að hvaða koti sem er sagði sveitastjórinn.
Elsku drengurinn minn, mikið þótti mér vænt um að heyra frá hrossaræktinni, þið hjónin leggið mest upp úr mýkt og góðu geðslagi er mér sagt. Ég hlakka til þegar þetta hrossakét kemur í verslanir lungamjúkt og geðþekkt. En illtungurnar halda áfram að mala tóma lygi. Og hvað með það þótt þú eigir hestakerru með sér baði og eldhúskróki, það bara kemur það engum við og hananú.
Svo eru eiturtungurna að hafa það eftir hverjum öðrum að þú hafir lánað heimilisfangi þitt undir einhver félög sem þú náttúrulega hefur ekkert með að gera núna. Þeir gapa hver upp í annan og hafa í flymtingum Fikt.ehf, Hik.ehf, Bolmagn.ehf, og Hvanná.ehf. Þessir aular eru bara alveg hugmyndablankir. Þeir fatta ekki að merkinguna í þessu, sem er auðvitað að þú hafir Bolmagn til að Fikta og Hikir ekki við að vaða Hvönn upp í háls, þvílíkir aular, ég segi ekki annað.
Þessir aular eru að segja að þú hafir brotlent í einhverju Langflugi. Ég veit að þú gerir ekki svoleiðis, var bara ekki bensínð búið í þessu flugi ? hvað getur þú svo sem gert þegar aularnir sem sjá um bensínið bregðast ? Ég veit ekki betur en Lalli sem var endurskoðandi hafi stimplað olræt á bensínpappírana hjá þér fyrir þetta Langflug. Var hann ekki í einhverri skilanefnd fyrir einhvert kompaní sem þú settir hann í þegar þú varst ráðherra ? eða var það eitthvert eftilit ég bara veit ekki meir elsku drengurinn minn
Hvað eiga þessar pöddur eiginlega við þegar þeir segja að þú eigir eitthvað í Mannviti ? Ég veit nú ekki til að það sé neitt mannvit í kringum þig Finni minn. En það er því meira peningavit umkringis þig en marga aðra.
Ég man alltaf hvað mér þótti vænt um þegar þú komst á þig fyrir mig og okkur öll framsóknarlömbin. Og maður lifandi þegar þú varðst ráðherra og raðaðir okkar fólki í allskyns embætti hjá ríkinu. Maður tali nú ekki um þegar þér var falið það vandasama verkefni að stýra Seðlabankanum .
Ég segi nú ekki annað við þessar eiturpöddur og hælbíta sem eru á eftir þér, þið eruð bara öfundarpúkar og ekkert annað. Þið hafið ekkert vit á framsókn. Þið eruð alltaf í vörn og nennið ekki neinu sem okkar ástkæri Finnur hefur verið að sísla með. Hver segir að þú hafir fengið vin þinn til að kaupa eitthvert skoðunarfyrirtæki svo þú réðir yfir þeim báðum sem til eru í landinu ?
Algjör snilld að koma á sektarkefi sem þú einn færð að innheimta og græða á.
Þetta verður ekki lengra í bili Finnur minn, hef samband síðar
Þín einlæga.
Magnea
Ps.
Ef þú ert blankur þá ertu alltaf velkominn í hrísgrjónavelling til mín Finnur minn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.