28.10.2009 | 18:13
Að horfa í baksýnisspegilinn
Menn segja að ekki eigi að horfa í baksýnisspegilinn heldur fram á veginn. Nokkuð til í því, nema hvað þeir hefðu betur horft um öxl þá hefðu þeir ef til vill séð holskefluna sem á eftir þeim æddi, og færði þá og okkur á kaf í efnahagsólgusjóinn. Hverjum það er að kenna og hverjum ekki má leiða líkum að. En fíflinu (fólk er fífl sagði olíu-forstjórinn ) sem tókst að nurla saman sem svaraði til 50.000 evrum á síðustu 40 árum. Þegar hann vaknaði í morgunn komst fíflið að því að hann átti ekki nema 25.600 evrur. Þökk sé útrásarvíkingunum og öllum þeim fræðingum sem Súpergaggó á Melonum hefur ungað út undanfarna áratugi og farið hafa með stjórn peningamála ríkisins og fyrirtækja. Furstinn sem var í Svarta kastala er engin undantekning, hann lét ekki sitt eftir liggja. Svo koma þessir pótintátar eins og gæsalappi og Gerða leikaradóttir og rífa kjaft. Skammast út í Grímsa eins og hann hafi sett þjóðina á hausinn. Þvílíkt og annað eins. Þetta gengi kann sko ekki að skammast sín ónei ónei.Hitt er svo annað mál að það voru fíflin í landinu sem létu blekkjat og kusu þessa glæpona á þing. Sumir vegna hræðslu við ljótu kommana sem Geirs og gæsalappahjörðin klifaði sífell á, aðrir af hreinum kjánaskap og enn aðrir af því pabbi kaus þá alltaf. Ekki er framsókn skárri ónei. Þar eru glópaláns bræður við stjórn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.