Kæri Guðni.

WhistlingDevilMikið er ég sammála þér . Auðvitað er það kristaltært eins og þú bendir á.

Þú , Kiljan og Dabbi hittuð auðvitað naglann beint á hausinn þegar þið segið. Við eigum ekki að borga óreiðuskuldir þeirra sem við ólum upp í botnlausu sukki og óráðsíu. Ó nei ekki aldeilis.

Elsku Guðni minn synd að þú skulir ekki vera á þinginu núna, þú með þinar heilbryggðu skoðanir. Ég spyr líka hverskonar heilaþvottur er þetta eiginlega sem er í gangi ? Okkur væri nær að skammast út í Halldór sem gaf Óla og Finni Búnaðarbankann sem varð svo að Kaupþingi. En eins og ég segi elsku Guðni minn, þetta er helvítinu honum Svabba Gests að kenna allt saman. Hann kann ekkert í Bresku og er bara stúdent eins og gæsalappi er margbúinn að segja.

Það á ekki að kvelja Íslenk fermingabörn langt inn í ókomna framtíð. 100 millur á dag var það ekki talan sem Sigurjón sagðist græða í júní 2008 rétt fyrir þú veist ?  Nú ætlar ljóti kallinn sem situr á tóma kassanum þú veist sem dýralæknirinn sat á, að rukka okkur, Hvað heitir hann nú aftur ? Steingrímur eitthvað ? Æ ég man það nú bara ekki í augnablikinu.

Nær væri að þú elsku Guðni minn leggðir þína hægri hönd á plóginn með Simma og rukkuðuð Nossarana um ritlaun fyrir Snorraeddu. Ég veit síðan ég var í Noregi að Nossararnir eru helvítis nýskupúkar,  þá er bara að sýna þeim fulla hörku og kría út glópalán bara nógu stórt, svo fermingarnar geti gengið eðlilega fyrir sig. Guð verður jú að fá sitt og það með vísitöluálagi hvað annað ?

Elsku Guðni minn eins og ég hef marg sagt er eftirsjá í þér, það hefur varla heyrst almennilegur brandari við Austurvöll eftir að þú fórst í sveitina.

Þín ástkæra.

Magnea


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband