4.11.2009 | 16:53
Kæri Hreinn.


Nú er öfundarpakkið farið að nöldra um þig elsku drengurinn minn. Það er naumast fólkið getur verið óprúttið. Sumir segja og það án þess að roðna hvað þá meir að þú Hreinn minn sért ómerkilegur pappír.
Ég á bara ekki orð yfir þessum dónaskap. Það er ekki að spyrja að sumu fólki, það bara er með ofnæmi fyrir öllu sem kemur nálægt Baugi og Högum og hvað þetta nú heitir allt saman. Svo segir þetta fólk að þú hafir eitthvað með þetta að gera. Ekki er það þér að kenna þótt Hagar skuldi einhverja smáaura.
Svo er þetta fólk að vitna í þig og segir að þú hafir sagt óháð tilfinningum okkar, þá eiga reglur réttarríkisins að gilda hér á landi" . Það er naumast segi ég bara, hvaða ríki er þetta réttarríki eiginlega ? Hverjir eiga heima þar ? Hvar er þetta rérratríki hér á landi ?
Hverjum kemur svo sem við þótt þú farir til útlanda öðru hverju ? Ekki er þetta pakk neitt skárra tollir aldrei heima hjá sér. Hvernig var þetta með strætó varst þú ekki fullur-trúi Dabba og arkitekt að sölu strætó ? Mikið höfum við grætt á einkavinavæðingu strætó, svo maður nú ekki tali um bankana. Je minn maður lifandi hvernig væri ástandið hér ef við hefðum ekki snillinga eins og þig og Baugarana til að leiða okkur um aungstræti fjármálanna. Heyrðu Hreinn minn, af hverju er ekkert um þig í hvítubókinni.vinstr grænn ? Þíðir .vg ekki annars vinstri grænn ?
Þín einlæga
Magnea
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi sveinn er Hreinn sveinn
Snati (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.