20.12.2009 | 11:28
Martröð 7
Í martröðinni fannst mér ég lesa bréf frá rannsóknarnefnd um bankahrunið.
Það var eitthvað á þessa leið.
Kæri Davíð minn, mér er það þvert um geð að ónáða þig frá skyldustörfum þínum á Mogganum, en mér er falið að leiða rannsókn á því hvernig stóð á því að Íslenska ríkið fór á hausinn. Þess vegna verð ég að spyrja þig og hann Haarde minn nokkurra spurninga. Sömu spurninga verð ég einnig að spyrja hana Valgerði Sverris og hann Halldór Ásgríms.
Meðfylgjandi er listi yfir spurningarnar.
Ef einhverjar þeirra eru óþægilegar þá bara strikar þú yfir þær og býrð til nýjar, allt eftir þínum hugmyndum. Sem dæmi, ég spyr um það hvort þú hafir ekki vitað af því að bankakefrið myndi bresta og fara á hausinn? Þá getur þú bara strikað þessa spurningu út og sett aðra í hennar stað. Hún gæti til dæmis verið svona.
Varaðir þú ekki við ofvexti bankanna ? Svarið er auðvitað, jújú margoft. Þannig getur þú lagað til óþægilegar spurningar og gert þær bæði skiljanlegri fyrir alþýðuna og auðveldari fyrir okkur rannsóknarmennina.
Ég sendi ykkur eins og ég nefndi sömu spurningarnar, þið getið þá samræmt svörin svo ekkert stangist á og sé auðskilið jafnvel nefndinni sem öðrum.
Þar sem ég gef Alþingi bara upp fjölda spurninga þurfið þið að setja nýja spurningu fyrir hverja þá sem þið strikið út.
Ég bið enn og aftur margfaldlega afökunar á því að þurfa að ónáða þig Dabbi minn, sama gildir fyrir hina. Ég treysti engum nema þér til að leiða þau hin í þessu máli til að sannleikurinn komi undanbragðalaust fram.
Við þetta vakna ég. Konan er að pota í mig og segir ertu nú með eina martröðina enn ?
Ha ég svara ég, hvar er Dabbi minn ?
Heyrðu kona þú vaktir mig áður en ég gat lesið spurningalistann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.