27.12.2009 | 10:05
Kæra Magnea



Ég var á gangi á torgiu í Köge rétt fyrir jólin. Köge er eins og margir vita smábær á Sjálandi um það bil 60 km. sunnan Kaupmannahafnar.
Þar kem ég að sem seldar eru pylsur, það er sama og pölser, sem við kollum oft pulsur.
Ég hugsa gott til glóðarinnar að fá mér eina. Þar sem ég stend þarna við pylsusölunna gramsandi í smápeningum, sem eru raunar engir smápeningar á okkar mælikvarða núna 10 kall og 20 kall.
30 danskar krónur eru nefnilega um það bil 730 íslenskar.
Nú þarna stend ég og tel peningana. Þá víkja sér að mér eldri hjón. Maðurinn ávarpar mig spyr hvað klukkan sé. Ég segi honum það, og þá spyr hann hvaðan ég sé. Hann hefur greinilega heyrt á mæli mínu að ég var ekki Dani.
Ég segi honum það. Þá snýr hann sér að konuni og segir. Stakkels íslending. Skal vi ikke bjude ham paa en pölse, han er sikkert fattig stakkels manden".
Ég hugsaði með mér hvort ég æti að segja þessu ágæta fólki að ég ætti fyrir svo sem einni pylsu, en lét það ógert og sagði bara takk fyrir.
Hjónin panta nú þrjár pylsur með tómatsósu, sinnepi og brauði.
Þarna stend ég við pylsusölunna á torginu í Köge ásamt þessu góða fólki sem ég hef aldei séð og þekki því ekki nokkurn skapaðan hlut og borða pylsu á þeirra kostnað.
Danska er útlenska fyrir mér sem ég kann svo sem ekki, þess vagna skrifa ég þetta bara eins og ég sagði og heyrði.
Þegar pylsuveislan er á enda segi ég. Tak för pölsen. Konan segir velbekom, det var dæligt að bjuda po en".
Þá fór ég að hugleiða því í ósköpunum vorum við að segja okkur úr Danska heimsveldinu. Hefði ekki verið mikið betra að vera í sömu stöðu og vinir okkar í Færeyjum? Þá hefðum við alvöru peninga sem Dabbi og co hefðu ekki getað mixað með. Alvöru banka sem Weldingar, Sigurðar, Björgúlfar og Jónar hefðu ekki getað rústað. Danskst fjármálaeftirlit sem stjórnað er af fagfólki, en ekki pólitískum aulum. Við færum í innanladsflugi til Köben hvað þá annað.
Við hefðum þjóðhöfðingja sem hægt er að bera virðingu fyrir, og ráðherra sem vissu svona nokkurnvegin hvað þeir væru að gera.
Gæsalappi væri á bensíndælu hjá N1, Hannes Hólmsteinn væri á atvinnuleysisskrá , Hannes Smárason væri sendill hjá Bónus, Wernesbræður væru að búa til magnýl hjá pabba sínum, Pálmi Haraldsson að telja skrúfur á lagernum í Byko, og svona mætti lengi telja.
Þvílíkur lúxus segi ég og skrifa.
Þetta læt ég duga í bili mín ágæta Magnea
Bestu kveður
Aðdáandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.