24.4.2016 | 11:14
Kæri Simmi glópalán
Framsker 24. apríl 2016
Kæri Simmi glópalán.
Ég bara skil ekki þetta, þú sem ert alsaklaus látin taka pokann og fara í sveitina. Hvað með hina 600 þurfa þeir ekki líka að pokast eitthvað ? ég bara spyr.
Hvað sagði Bjarni gæsalappi þegar þú sagðir honum frá svikahröppunum "traitors" í sjálfgræðisflokknum ? Varð hann ekki alveg æfur af reiði ?
Nei Simmi minn það eru engir svikarar í flokknum hans Bjarna.
Að eiga félag á Tortúlu er ekki sama og eiga félag á Tortúlu. Sko ef engin starfsemi er í félaginu á Tortúlu þá er þetta ekki félag á Tortúlu heldur eitthvað allt annað. Maður talar nú ekki um það, ef þetta félag sem er ekki félag af því að það hefur enga strafsemi, og hefur verið í afskráningarferli í meira en þrjú ár.
Það sjá allir Simmi minn að þetta er bara eðlilegt og ekki hægt að jafna við félagið sem konan þín og þú eigið eða eigið ekki á Tortúlunni. Jæja Simmi minn alltaf í boltanum ?
Það er kominn nýr leikur fyrir börnin óheppnu foreldrana sem ekki fengu að græða á daginn og grilla á kvöldin, hann er svona:
Hvað gerðir þú við peningana sem Simmi sendi þér frá Tortúlunni?
þú mátt ekki segja: já, nei, svart né hvítt.
Bara grín Simmi minn.
Þín einlæga Magnea.
8.4.2016 | 10:16
Kæri Bjarni gæsalappi
Mikið er ég feginn að þú og vinkona okkar hún Nordal skuluð vera alsaklaus og hafa ekkert gert á Tortúlunum annað en smá. Nokkrir tugir milljóna, hvað er fólkið eiginlega að nöldra, ég bara spyr ? Það vita allir að íbúðir í Dubai eru ekki gefnar. Það er enginn sem heldur því fram að þið hafið ekki borgað skatta af þessum snúningum. Þess vegna Bjarni minn er þetta allt saman löglegt.
Nöldrið í þessum svokallaða almenningi er bara af öfund og engu öðru. Gæsalappi minn kæri þetta pakk verður laungu búið að gleyma þessum Tortúlum þegar næstu kosningar verða. Þið sjálfgræðismenn þurfið ekkert að óttast þið fljúið inn eins og vant er.
En eymingja Simmi glópalan, hann er botnfrosinn í augnablikinu, en vorið er að koma með hitaköstum sem bræða ísklumpinn sem hann er í.
Bjarni minn elskulegur ég bið að heilsa ykkur alsaklausum.
Þín Magnea.