Illdragsíll-3

Nú kemur íkorninn Hólmsteinn að Heimskubrunninum. Þá eru þær þar fyrir allar skessurnar þrjár, Foræði, Nújá og Skuldaskil. Það leynir sér ekki að þær eru drullu þunnar allar saman. Íkorninn spyr hvort hann megi ekki fá smá dreitil úr Heimskubrunni, því Níðbítur sé svo þystur, rótin sé þurr og enga vökva að fá við rótina. Skuldaskil réttir Hólmsteini flösku og segir, honum veitir ekkert af þessu. Hvað er þetta spyr Hólmsteinn ? Þetta er skal ég segja þér vinurinn minn, vatn lífsins hvorki meira né minna. Á er það segir Hólmsteinn, og smakkar á vatninu. Déskoti er sterkt brað af þessu vatni segir Hólmsteinn og fær sér annan sopa. Er nú alveg víst að þetta sé vatn ? Já já segir Nújá þetta er aquavite sem er vatn lísins ef marka má orðabók bibba. Fáðu aðra flösku með þér segir Skuldaskil og drekktu ekki of mikið af þessu á leiðinni. Við biðum fyrir bestu kveðjur til Níðbíts. Með það er Hólmsteinn þotinn til fundar við Níðbít. Nú situr Níðbítur við rótina og undrast hve Hólmsteinn er lengi í sendiförinni. Ætli aulinn hafi villst tautar Níðbítur. Það er af Hólmsteini að segja að honum fannst jörðin ganga í bylgjum undir sínum fjóru fótum, og undraðist mjög. Þá kom að því að Hólmsteinn sá allt að þrjár greinar í stað einnar sem á vegi hans var. Hólmsteinn vissi ekkert hvar hann var og enn síður í hverja átt bæli Níðbíts var. Þar sem hann ráfar um í þéttu laufi milli greina í tréinu rekst hann á gamlan mann. Gamli maðurinn horfir á Hólmstein og spyr, ert þú ekki hérinn sem flytur fréttir upp og niður ? Nehei ég er íkorni segir Hólmsteinn. Voðalegt er að sjá á þér útganginn segir gamli maðurinn, engu líkara en þú sért fullur.

Tréið Illdragsíll-2

 

Nú þýtur ikorninn Hólmsteinn upp eftir téinu allt upp að geininni sem furglinn Davíð situr á. Hvað er að frétta spyr fuglinn ? Kerlingarnar duttu í það og gleymdu að vökva. Í mannheimum er allt að verða snarvitlaust út af þessum línum sem  Foræði sleit á fylleríinu, sérstaklega eru Bísarnir fúlir út í kerlingarnar. Ég heyrði líka þær raddir úr laufinu að Bísarnir vilji meina að þú hefðir átt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir þetta óhapp. Fuglinn Davíð snýr uppá sig og tegir gogginn upp í loftið, ég, átti ég að gera eitthvað ? Svo er sagt segir Hólmsteinn íkorni.

Eins og ég hafi ekki verið búinn að vara kerlingarnar við, marg búinn að segja þeim að hætta þessari drykkju, bauðst meira segja til að panta tíma á Vogi fyrir þær. Þeim er ekki viðbjargandi þessum dræsum. Með það sama er Hólmsteinn íkorni þotinn niður tréið til Níðbíts að segja honum að fuginn Davíð sé saklaus, og hann hafi varað við drykkju kerlingana. Rótin er hálf þur segir Níðbítur, nennirðu að sækja mér nokkra dropa í Heimskubrunninn ég er svo fjári þyrstur. Ekkert mál segir Hólmsteinn og er þotinn með það sama til að sækla hressingu í Heimskubrunninn

Tréið Illidragsíll-1

 

Skuldaskil nennir ekkert að spekúlera í þessum bönkum í Bísalandi, hún veit ekki einu sinni hvar í fjármálaheiminum það er þetta Bísaland, aldrei heyrt á það minnst. Nújá hefur aftur á móti áhyggjur af þessu, þar sem skuldlínurnar slitnuðu óvart og í fylliríi þeirra skessana. Nújá  segir við hinar verðum við ekki að bæta þessum bönkum skaðann ? Vertu ekki að hafa áhyggur af þessu við spinnum bara nýja þræði sagði Foræði ekkert mál.

Hvernig væri að leggja þráðinn milli banka og láta lánalínuna liggja frá aðalbankanum til þessa Bísalands ? Svo er bara að skrúfa frá og láta flæða á milli. Hvað með fuglinn spyr Nújá ? Við bara leggjum slúður milli greina íkorninn sér um að fræða fuglinn.

Nújá síður saman slúður fyrir fuglinn og leggur milli greina. Íkorninn Hólmsteinn er einmitt á leið frá  fuglinum til Níðbíts með skilaboð frá fuglinum. Hann nemur slúðrið en heldur samt áfran á leið sinni til Níðbíts. Hann segir við Níðbít, fuglinn heldur að greinin sem hann situr á sé að fúna og óttast að hún detti af tréinu. Níðbítur horfir á Hólmstein íkorna og segir. Hafa nú helvítis kerlingarnar dottið í það einu sinni enn og gleymt að vökva ?


Tréið Illidragsíll

 

Tréið Illidragsíll gengur upp í gegnum viðskiptaheiminn allan. Angar hans ná til allra skúmaskota viðskiptaheimsins. Tré þetta hefur þrjár rætur. Ein þeirra er í mannheimum, ein í hugarheimi og ein í viðskiptaheimi. Við þá rót sem er í viðskiptaheimi er brunnur nokkur sem heitir Heimskubrunnur, þjár skessur búa þar í grend og hafa það að starfa að ausa vatni úr Heimskubrunni á rót trésins Illigragsíl. Skessur þessar heita Foræði, Nújá og Skuldaskil. Foræði er elst og hefur á forræði sínu fortíðina, næst henni kemur Nújá sem hefur forræði yfir nútíðinni og þá kemur sú sem heitir Skuldaskil, hún á að sjá um framtíðina. Við eina rótina er er púki sem Níðbítur heitir hann er stöðugt að naga rótina sem er í mannheimi. Á efstu grein trésins situr fogl nokkur sem Davíð heitir, hann er fráeygður mjök og sér allt sem fram fer ukringis trénu. Þar sem sumar greinar trésins eru þétt vaxnar á Davíð erfitt að sjá hvað þar fer fram, Því hefur hann tamið sérstakan njósnara sem heitir Hólmsteinn. Hólmsteinn þessi er í líki íkorna. Hann fer um tréið frá Níðbít til Davíðs og ber Davíð slúður um þá sem leynast í þykku laufi trésins.

Skessurnar  Foræði, Nújá og Skuldaskil hafa í tómstundum sínum spunnið allmikinn vef sem þær hafa með göldrum tengt við sérhverja peningastofnum í viðskiptaheiminum. Þannig er einn þráður í þessum vef tengdur einni peningastofnum. Þræðirnir í vefnum eru kallaðir lánalínur. Nú þegar þráður slitnar fer viðkomandi peningastofnum á hausinn, svo einfalt er það nú. Dag einn sitja þær við Heimskubrunninn og drekka Vodka af stút, þá segir Foræði hey stelpur eigum við ekki að gera smá grín, og í þeim orðin sveiflar hún Vodkaflöskunni en gætir ekki að því hve nærri hún er vefnum. Það er ekki að sökum að spyrja tveir þræðir slita og einn en nánast í sundur. Ææ segir Foræði, þar fóru tvær lánalínur, hvert skyldu þær liggja ? Nújá rekur þræðina til banka á Bíslandi, hún segir djö...  þeir liggja báðir á sama stað og þessi sem er hálf slitinn líka. Þegar Nújá ætlar að laga þenna þriðja þráð vill ekki betur til en hún togar of fast í hann en meiningin var að hnýta hann sama aftur, úps ææ þar fór hann líka. Nújá kallar á Skuldskil og biður hana að taka við, síðan fær hún sér einn í viðbót úr Vodkaflöskunni.


vjer tikynnum niðurstöðu rannsóka

 

sérfæðingahópurinn sem skipað var að finna út hvers vegna þjóðin er á hausnum hefur lokið störfum og skilað eftirfarani niðurstöðu

við fundum engan hér á landi sem beinlínis hefur komið að peningamálum með þessum hræðilegu afleiðingum

nú er að finna lausnir segir dabbi sem hafði yfir umsjón með störfum vinnuhópsins sökudólgarnir voru einhverjir bússar og aðrir fjárglæframenn í ameríku ég hringdi í þá og sagði fyrir okkar hönd að þeir ættu að skammast sín þeir voru eitthvað að tauta um darlíng en ég fattaði ekki hvað þeir voru aðsegja um darlinginn.

ég þakka hópnum fyrir vel unnin og ígrundaða niðurstöðu

vjer þökkum dabba fyri þessa frábæru skýrslu og skilum kveðjum okkar til allra sem komu að þessari frábæru skýrslugerð.


vjer tikynnum

 

vjer kvetjum til sparnaðar eitt af því sem hægt er að spara er blek því hef jeg ákveðið að skrifa ekki stóra stafi nú  þegar fífl þessa lands eða eins og vjer heyrðum í útvarpi fárra landsmanna skóflulýður er kominn á suðupunkt vegna einhverra ljótra ameríkana sem settu þjóð vora á hausinn með hjálp einhverra sem enginn veit hverjir eru nauðsynlegt er að fá þetta athugað rannsakað og skigreint því er nauðsinlegt að það fari fram athugun skoðun heilstæð rannsókn og nákvæm greining á þessum atburðum til þessa verks höfum vjer valið bestu áræðanlegustu vönduðustu og færustu sérfræðinga til að spara ennfrekar blek eru styttingar og gælunöfn notuð til dæmis er davíð kallaður dabbi bjarni ármann kallaður bármann og svo frammvegis hér er listinn yfir sérfræðingana sem setja á til verksins

siggjónárna, kjatgunnars, bjöggiguð, bjöggibjögg, hallij, steinm, bármann, steinmár, lalliwellingur, ólióla, finningól, siggieini, hreiðarmási, sérstakir ráðgjafar eru hannsismái, jónsiásgeirs og pálmihall.

verkstjórar og eftirlit verður á höndum ekki minna valinkunnra manna en þeir eru  dabbi, hansihólm, halliásgríms og raggiarnalds

vjer kvetjum fíflin og skóflulýðinn til að bíða með tjöru- og fiðurkaup þar til niðurstöður þessa valinkunna vinnuhóps  um orsakir vanda þjóðarinnar eru kunnar


Svart

 

Mig vantar tilfinnanlega evrur sagði maðurinn. Ég þekki mann sem gæti reddað þér um nokkrar sagði kunninginn. Nú er það. Já hann á heima í Skuggastasundi númer 66 eða 99, ég man þetta ekki alveg. En hann er með herbergi á evrustu hæð til hægri og vinstri.

Maðurinn sem var í þörf fyrir evrur heimsótti þennan náunga sem vinurinn hafði bent honum á. Þetta var þá enginn annar en Svarti Pétur sem margir kannast við úr miðbænum. Einu sinni eigandi Raupklinks sem stundaði lánastarfsemi með meiru. Þig vantar evrur sagði Svarti Pétur. Já tilfinnanlega svona eins og þúsund eða svo. Ekkert mál sagði Svarti Pétur. Hér eru þær. Hvað á ég að borga spurði maðurinn ? er ekki gengið 152 krónur á evruna ? Jú í bankanum kannski sagði  Svarti, en ég hef nú hugsað mér 400 kall það er gengið hjá mér  "teik itt or líf itt"  Maðurinn sem var í sárri þörf fyrir evrurnar varð að púnga út 400.000 fyrir evrurnar eitt þúsund á Svarta Pétursgengi.

Svoa var þetta líka á árunum frá 1950 til 1960 og jafnvel fram á fjöunda tuginn.

En Bjarni Harðar segir þetta bara í fínu lagi, leiðtoginn sem kom þessum vandræðum á er nú ritari út í heimi á evrulaunum.

Svo eiga fíflin ekkert með að vera á ferðalögum, síst í útlöndum.


Eftir hverju er eiginlega verið að bíða ?

 

Af hverju í andskotanum er ekki búið að reka skúringa kerlingarnar og afþurrkunar kerlingarnar  ég bara spyr ? Það þarf að taka í lurginn á þessu hyski sem gerir ekkert nema hræra í skítnum. Við viljum sjá ríkistjórnina bretta upp ermarnar og moka þessum óþverra út úr Seðlabanka þjóðarinnar og það áður en vinna þess hefst í kvöld og hananú.

Eru verkalýðsfélögin hand ónýt í svona málum að láta skúringarnar fara með allt til andskotans ? Hvað á það að þýða að blaðra einhverja vitleysu þó svo hún hafi sést á vinnuborði í bankanum ? Og setja illindi gang í öðrum löndum. Eimingja tjallarnir fengu fyrir hjartað og trúðu því að hryðjuverkasveit frá Íslandi ætlaði að leggja undir sig eyjuna þeirra. Allt út af einhverju minnisblaði um að borga ekki reikninga í útlöndum, sem þvottakerlingin blaðraði um. Geirhadur varð að hringja í Alla Darling og segja honum að þetta hafi verið tómur misskilningur hjá kerlingunni hún hafði ekki fattað hvað stóð á minnisblaðinu. Það var nefnilega innkaupalisti sem einhver hafði skrifað. 1 kg. sulta einn poki af hrísgrjónum nokkrar kartöflur og te frá Englandi, en ekki borga núna, heldur seinna eða aldrei. Kerlingarræksnið hún Svetlana sem er illa læs og lesblind að auki gat einhvernveginn böglað þessu þannig út úr sér að tjallarnir héldu að þeir fengju ekki borgað. Svona er að vera með útlendinga í skúringunum. Nú Alli Darling sagði bara "don't vorrí " Geiri minn ég kippi þessu í lag, en hentu þessari skúringu út Geiri minn það á ekki að bíða með réttar og skynsamar ákvarðanir.

Til upplýsinga fyrir lesendur. Nöfn skúringanna verða ekki gefin upp af tillitsemi við ömmur þeirra og afa , en þetta er áhöfn Seðlabankans sem er til húsa í Svarta Kastala. 101 Reykjavík.

 

Bankastjórn 

Davíð Oddsson, formaður
Eiríkur Guðnason
Ingimundur Friðriksson

 

Bankaráð, kjörið af Alþingi, 13. júní 2007:

Aðalmenn

Halldór Blöndal, formaður
Jón Sigurðsson, varaformaður
Erna Gísladóttir
Ragnar Arnalds
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Jónas Hallgrímsson
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ( kosin 3. október 2007 í stað Jóns Þórs Sturlusonar)

Varamenn
Halla Tómasdóttir
Birgir Þór Runólfsson
Tryggvi Friðjónsson
Sigríður Finsen
Guðný Hrund Karlsdóttir (kosin 3. október 2007 í stað Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur)
Ingibjörg Ingvadóttir
Valgerður Bjarnadóttir 


Hverjir eu vinir okkar ?

 

Á dauða mínum átti ég von en ekki Rússum. Nú kemur í ljós hverir eru raunverulegir vinir, eða hvað ? Ekki eru það ljótu kanarnir sem hafa sett allt á annan endann, ekki eru það norrænir frændur okkar sem á sunnudögum segja um okkur  "litlu vinir okkar í norðri"  nei af öllum í heiminum þá eru það Rússar !

Hefur Hansi Hólm verið spurður eða Dabbi hefur hann verð spurður hvort megi taka við nokkrum evrum úr hendi Rússanna? Væri ekki ráð að senda Dabba og já-menn hans í Svartakastala til Síberíu með viðkomu í Moskvu, þeir þyrftu ekkert frekar að koma aftur. Hansi Hólm gæti skrifast á við þá á MSN eða talað við þá á Skype. Geirhardur gæti svo farið til USA og rétt þar upp hendina hjá Sameinuðu þjóðunum eftir merki frá Bússunum sem ráða og hafa ráðið utanríkisstefnu Íslendinga. Þeir segjast vera vinir okkar nema þegar við þurfum á vinum að halda þá erum við bara ósýnilegir.


Sökudólgarnir.

 

Við skulum ekki leyta að sökudólgum sagði stofnandi og fyrrverandi eigandi Raupklinks. Við eigum að finna lausnir. Lausnir fyrir sökudólgana væntanlega, því ekkert heyrist í þeim. Það er svo sem ekki von, því þeim kemur þetta bara ekki lengur við. Þeir hafa meira en nóg að gera við að koma ofurlaununum, starfslokafénu og kaupréttargróðanum í skjól í útlöndum, og mega því ekkert vera að neinu snuddi hér.

Hverjir voru það svo sem grófu grunninn að þessum vandræðum ? Jú voru það ekki sjálfstæðis- og frammsóknarmenn, þeir voru á vaktinni þegar rennt var í sökklana. Nú sitja frammsóknarmenn og hneigslast á ástandinu og láta sem þeir viti ekkert og vilja allra síst að kafað sé í fortíðina. Spilaborgin sem reist var á handónýtum sökklunum er hruninn. Því miður höfðu fíflin ( fólk er fífl sagði fyrrverandi forstjórinn ) flutt inn í höllina og eru nú að reyna að grafa sig út. Þeir sem stórna fjármálum okkar eru sammála Raupklinksstofnandanum  sem er sammála Dabba og Geirhardi. Þetta er allt saman einhverjum ljótum ameríkönum að kenna. Á meðan eru allir BÁrmannarnir í útlöndum og hía á okkur. Eins og stólpípan sagði, það á að frysta þessa kalla eða allavega aurana þeirra meðan farið er í saumana á því hvernig  þetta ástand í peningamálum varð til. Það er einungis að hluta til vegna ljótu kallana í Ameríku.  Afganginn eiga stuttbuxnastrákarnir sem eyddu sjö árum í Súper Gaggó á Melonum við fótskör Hansa Hólm.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband