Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.6.2009 | 21:38
Eva
8.6.2009 | 20:53
Dóttir Móses
12.5.2009 | 21:07
Persónuleg ábyrgð ?
Pabbi hvað er persónuleg ábyrgð ? spurði drengurinn. Það er þegar maður ábyrgist eitthvað sjálfur, svaraði pabbinn.
Já þú meinar ef ég fæ lánaðann tíkall hjá þér og tími ekki að setja vasahnífinn í pant, þá skulda ég þeir tíkall og verð að borga hann, en ef ég borga ekki þá á ég vasahnífinn minn áfram og þú færð ekki neitt, er það ekki ? Jú eitthvað í þá áttina.
Drengurinn páraði á blað: fimmtíuogáttamilljarðar deilt með áttatíuog fimm 58.000.000.000 : 85 =682,352,941 rúmlega. Hvað ertu að reikna drengur ?
Jú sjáðu Björgúlfur er 85 kíló, hann er persónulega ábyrgur fyrir 58 milljörðum, það þýðir að kílóverðið í Björgúlfi er 682 milljónir 532 þúsund 941 króna rúmlega ég sleppi aurunum.
Ég er 48 kíló og þar af leiðandi er ég 32 milljarða 752 milljóna 941 þúsunda og 168 króna virði, hvar er næsti banki ?
Þá er búið að finna út hvers virði við erum Magnea mín, ekki satt ?
12.5.2009 | 16:02
EB-Frakkland & Þýskaland.
Ég skrapp til Frakklands og Þýskalands og átti hálfpartinn von á að sjá atvinnuleysingja í hópum ráfa um görtunar með horinn niður á höku, betlandi fyrir svo sem einni kartöflu eða svo. En viti menn þarna gekk fólk um upprétt og ekki sjánlegt að kreppa ríkti þar. Vörur flæddu út úr verslunum, vöruvalið hef ég sjaldan séð meira. Það er ekki að sjá að frelsi þessa fólks hafi verið tekið af því af EB, heldur er þetta fólk frjálst í EB.
En eftir áratuga stjórn íhaldsins og framsóknar gengur atvinnulaust fólk um götur hér á landi með hungurverki í maganum og horinn niður á bringu. Það bíður eftir ölmusu frá Rauðakrossinum og öðrum hjálparstofnunum sem gefa illa stæðum bita til að slá á mesta hungrið. Og ástandið fer versnandi ef eitthvað er.
Ungi maðurinn sem getur ekki litið franan í neinn hvorki vini né ættingja, vegna sektarkendar yfir því að hafa fengið uppáskrift fyrir körfuláni. Lánið hefur margfaldast og ungi maðurinn á ekki möguleika á að standa í skilum. Aðspurður segir hann að þjónustufulltrúi bankans hafi ráðlagt honum að taka frekar körfulán en venjulegt bankalán í krónum, það væru svo hagstæðir vextir og gjaldeyririnn á svo hagstæðu verði, það er bara ekkert vit í öðru sagði fulltrúinn.
Ungi maðurinn hefur sett eina fjölskyldu á hliðina, og sektarkendin er að sliga hann. Hvað er með þá sem settu þjóðina á hausinn? Það heyrist ekki í þeim þeir segja ekki orð hvað þá að þeir skammist sín. Samviska þessara glæpamanna er engin.
Svona er þetta nú Magnea mín
26.4.2009 | 10:53
Sigur Sjálfstæðisflokksins
20.4.2009 | 10:48
Meðalmennskan
Varist meðalmennskuna. Það var fróðlegt að heyra rökræður um hvað ætti að kjósa næstkomandi laugardag.
Ef við kjósum ekki Sjálfstæðisflokkinn þá verður Ísland eins og Kúba, allir lenda í meðalmennsku, engin hvatning til að gera eitthvað nýtt, engin hvatning til að læra, hér verða allir án menntunar nema kannski fólkinu verði kennt að lesa svo það viti hverja það eigi ekki að kjósa næst.
En ef við kjósum Sjálfstæðisflokkinn þá verður allt miklu betra, Þá fá allir sem kjósa flokkinn námslán sem þeir þurfa ekki að borga, þá fá útvaldir að "gambla" með fé meðaljónanna sem vinna við hin óæðri störf, svo sem trésmíði, múrverk, rafmagn, sorphirðu, hjúkrun, skúringar svo eitthvað sé nefnt. Þá verða engir skattar lagðir á gamla fólkið, þótt það eigi sand af peningum. Þá þurfa þeir sem settu landið á hausinn ekki að hafa áhyggur af einhverju bjánalegu eins og til dæmis rannsókn á því af hverju landið fór á hausinn og hvert allir peningarnir fóru. Þá verður gæsalappi krossaður fyrir björgunarstörf í þágu þjóðarinnar nema ekki þeim óæðri.
Því skuluð þið ekki taka mark á neinu nema auglýsingum gæsalappa sjálfs og setja exið fyrir framan D-ið. D-ið þýðir nefnilega drottinn blessi þig.
Svona er þetta nú Magnea mín
19.4.2009 | 12:25
Komandi tímar
Samfylkingin er í klóm fuglsins, Vinstri grænir eru í sínum dal og úr augsýn fuglsins.
Framsókn er að klofna, Sjálfstæðisflokkurinn er að klofna. Klofningar Framsóknar sameinast annarvegar klofningi Sjálfsæðisflokksins og hinsvegar Samfylkingunni. Forysta Samfylkingar og Vinstri grænna eru að ná saman, meðan grasrót flokkanna á enn nokkuð í land með það.
Frálslyndir og aðrir saumaklúbbar skipta ekki pólitísku máli um þessar mundir.
Svona er þetta nú Magnea mín
16.4.2009 | 13:11
Hvað er í boði
Samfylkingin bíður skjaldborg um heimilin, greiðsluaðlögun og lengingu lána ásamt vaxtabótum. Ekki úskýrt á mannamáli.
Vinstri grænir boða launalækkanir hjá opinberum starfsmönnum og skattahækkanir, ekki útskýrt nánar, ekki sagt um hverjir eigi að lækka í launum og hve mikið, né hvaða skatta eigi að hækka og hve mikið.
Sjálfstæðisflokkurinn boðar fjölgun starfa um 20.000 lækkun skatta og skoðun á því hvað kom eiginlega fyrir. Ekki okkur að kenna segir gæsalappaformaðurinn, allt honum Óla að kenna af því hann vildi ekki skrifa undir fjölmiðlalögin. Hvernig á að búa til 20.000 störf er ekki skilgreint, hvar eigi að fá tekjur til að greiða óráðsíuskuldir sjálfstæðis- og frammsóknar hetjanna er ekki skilgreint, en stefnt skuli að því að greiða skuldirnar á næstu árum.
Frjálslindir ætla að redda heimilunum og þeim sem skulda meira en þeir geta borgað með því að veiða fleiri þorska og senda þá svöngu á handfæri út að sexbauju.. Svo ætla þeir að skoða og skoða, afnema kvótann og skoða meira.
Framsókn bíður uppá 20 % veislu aðallega fyrir pabba og N1. Þeim er andskotans sama um það hvernig ósköpin byrjuðu, enda allt aðrir þá í forystu flokksins og nú ungir frískir menn.
Borgararnir bjóða blóm og góðæri sem ekki er skilgreint nánar. Þeir eru örugglega á bandi litla mannsins en hvað þeir ætla að gera er í þoku.
Ástþór er eini frambjóðandinn sem ætlar að framkvæma og það strax ekki seinna en það. En hvað hann ætlar að framkvæma og hvernig það á að redda óráðsíuskuldunum er óljóst.
x-A-B-C-D-E-F-G-O-P-Q- frjálst val, breytir engu hvað valið er
15.4.2009 | 09:28
Sjóðirnir-4
Það er merkilegt hvað hægt er að bjóða fólki af vitleysu. Ég sá fréttabréf frá Stöfum lífeyrissjóði, sem gefið er út nú í apríl 2009. Meðal þess sem kemur fram er að framkvæmdastjórinn hefur í laun kr.1.395.000 á mánuði eftir 10 % lækkun. Einhver myndi segja að þetta væru allgóð laun miðað við árangur.
Því nafnávöxtun sjóðsins 2008 var -10,6% lesist mínus tíu komma sex prósent. Raunávöxtun sama árs var -23.1 % lesist mínus tuttugu og þrjú komma eitt prósent.
Lagt verður til á næsta aðalfundi að greiðslur til lífeyrisþega verði lækkaðar um 6 % ásamt því að áunnin réttindi verði einnig lækkuð.
Rekstarkostnaður fyrir árið 2008 var 101.800.000 lesist eitthundarð og ein milljón og áttahundruð þúsund krónur. Fyrir hreina snilli hækkaði ekki rekstrarkosnaður um meira en 4 % umfram verðlagshækkanir á árinu.
Einnig kom fram í fréttablaðinu að Gunnari Gunnarssyni raf, þætti ekkert varið í páskaeggin frá Helga í Góu.
Þvottakonan náði 17,4 % ávöxtun á sinu sparifé, enda hefur hún ekkert vit á peningum og þar að auki hefur hún enga árangurstengingu.
7.4.2009 | 23:56
Sjóðirnir-3
Ég "googlaði" lífeyrissjóði, og tók púlsinn á þeim 14 fyrstu sem upp komu á netið.Hér eru þrír þeirra og það má sjá snilld stórnenda þeirra við ávöxtun þeirra. Hinir eru með svipaða raunávöxtun þ.e. nærri núllinu og margir í mínus.
LSR lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna aðal menn í stjórn 8, starfsmenn 44, rauávöxtun 2008 -25,3 %
Tær snilld. Þvottakonan fékk 17,4 % ávöxtun á sitt sparifé.
Lífeyrissjóður Verslunarmanna, aðal menn í stjórn 8, starfsmenn 30, rauávöxtun 2007 1,1 % Tær snilld. Þvottakonan fékk 17,4 % ávöxtun á sitt sparifé.
Lífeyrissjóðurinn Gildi. aðal menn í stjórn 8, starfsmenn 23, raunávöxtun 2007 2,4 % Tær snilld. Þvottakonan fékk 17,4 % ávöxtun á sitt sparifé.
Svona má lengi telja en þeir fjórtán sjóðir sem ég skoðaið höfðu samtals 87 aðal menn í stjórn og starfsmenn þessara 14 sjóða eru 177 talsins.
Nú spyr ég er eitthvet vit í þessum fjölda sjóða ? Er ekki hægt að hafa þetta einn sjóð með einni stjórn og færra starfsfólki ? Eða sem allra best væri að setja þessa starfsemi inn í Tryggingastofnun ríkisins. Það sem þyrfti að gera er að setja lög sem kæmu í veg fyrir að ríkið ráðstafaði sjóðnum í annað en til þess sem honum er ætlað að gera.