Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sjóðirnir-2

 

Hverra hagur er að hafa lífeyrissjóðina marga ? Það er vitanlega stjórnenda þeirra  og þeirra sem hafa meirihluta í stjórn þeirra, en ekki þeirra sem eiga að njóta góðs af þeim þegar þeir ná aldri og hætta að vinna.

Nú sá maður að lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna var með neikvæða vexti uppá 25 % síðastliðið ár. Algjör snilld.

Ólafur hengdi riddarakross á Sigurð Einarsson Kauþings forstjóra fyrir framúrskarandi snilld í útrásinni. Væri ekki rétt af Óla að sæma forstjóra og stjórnendum lífeyrissjóðanna riddarakross fyrir framúrskarandi stjórn lífeyrissjóðanna og frábæran árangur í erlendum spilavítum ?

Hvað eru fulltrúar launþega í stjórn lífeyrissjóðanna að hugsa ? Það hefur ekki heyrst neitt svo ég muni um gamblið með fé sjóðanna , né skýringar á tapi þeirra. Taka fulltrúar sjóðfélaganna  ef til vill þátt í sukkinu? eða eru þeir blindir og mállausir?

Nú þegar almenningur er hvattur til að taka höndum saman og lækka launakröfur, fyrirtæki hvött til að skila gjaldeyri til landssins, þá segja stjórnendur lífeyrissjóðanna, okkur kemur þetta ekkert við og þið skuluð ekki gera ykkur neinar vonir um að við flytjum eignir okkar til landssins frá útlöndum.

Þá spyr maður sig, hvaða eignir eru í eigu lífeyrissjóðanna í útlöndum ? eru þær ef til vill verðlausir pappírar ? Ef til vill í fyrirtæjum útrásarvíkinganna ? Mannsins með krossinn og þeirra kumpána ?


Sjóðrinir-1

 

Snillingarnir sem ráðnir eða kostnir voru til að stjórna lífeyrissjóðum og fengu/fá litlar 2 millur á mánuði fyrir ómakið eru þvílíkir snillingar að engu tali tekur. Þeim hefur tekist að ná hvorki meira né minna en 1,7 % ávöxtum að meðaltali síðastliðin fimm ár, tær snilld.

Kristján tilvonandi formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því á útvarpi Sögu hve miklir stórsnillingar hafa verið við stjórn fjármála undanfarinn  áratug, ungir framsýnir snillingar í fjármálastjórn sagði hann.

Skúringarkonurnar  sem skúra skrifstofur lífeyrissfóðanna náðu 17,4 % ávöxtun á síðastliðnu ári og svipuðum vöxtum síðustu fimm árin. Þessar kerlingar hafa sko ekkert vit á peningum það er alveg ljóst, réttast að banna þeim að eiga sparifé.

Tölur um eingir og töp lífeyrissjóðanna eru svo háar að skúringakonan sem skúrar gólf VR-lífeyrissjósins skilur þær ekki hún veit ekki hve mörg núll eiga að vera í tölunni. En hún hugsaði með sér einn millarður er sennilega 1.000.000.000 ef ég margfalda með 1,7 og deili með 100 þá fæ ég 17.000.000 sem ég deili í með 365 þá fæ ég að ávöxtunin er  46.575  krónur á dag. Tær snilld.

En ef ég ætti einn milljarð á mínum reikningi þá lítur þetta svona út 1.000.000.000 margfaldað með 17,4 og deilt með 100 þá gerir það 174.000.000 deilt með 365 gera 476.712  krónur á dag. Bölvaður aulaskapur.

Þetta er náttúrulega engin vísindi. Þvottakerlingin hefur enga ánægju af þessu, það fylgir því engin spenna að að ávaxta sparifé sitt á einfaldan og öruggan hátt. Maður verður að fá kikk út úr því að gambla með peningana sérstaklega ef aðrir eiga þá og borga manni fyrir það, þó kaupið sé ekki nema tvær millur á mánuði.

Þvottakerlingin stalst til að lesa pappír sem lá á lífeyrissjóðsborðinu. Hamingja góða er þetta virkilega svona tautaði hún, eru peningarnir virkilega bundnir í hlutafé í baunkunum sem eru komnir á hausinn ?  Eru þetta virkilega eingir sjóðsins ?


Sjóðfélagar

 

Sjaldan er ein lygin stök sagði gamli maðurinn og tók í nefið.

Nú er að skýrast hverjir taka við af landráðamönnunum sem tekju hæstu einstakingarnir.

Það eru stjórnendur lífeyrissjóðanna sem hafa spilað póker með eingir sjóðanna undanfarin góðæri. Þessir menn eru nú launahæstir allra í landinu en hafa ekki til þess unnið, fjarri því.

Þá má einnig spyrja hvað eru stjórnvöld að hugsa? Ætla stjórnvöld að gera eitthvað í málinu ? Hvernig er kosið í stjórnir lífeyrissjóðanna ? Eru ekki þar fulltrúar launþega ?

Þeir hafa væntalega staðið að kosningu og ráðningu þessara höfðingja. Hafa þessir fulltrúar launþega ekki spurt þvottakonuna sem er með 140.000 á mánuði hvort eðlilegt sé að greiða forstjóra sjóðsins sem hún borgar í milljónir á mánuði ? Hvað hefur forstjóri lífeyrissjóðs að gera með sjö milljóna faratæki ? þarf hann ef til vill að fara til allra greiðenda í sjóðinn til að rukka ? Nei hann getur bara eins og þvottakonan labbað í vinnuna, tekið strætó  eða farið á sínum eigin bíl eins og flestir aðrir gera.

Það er kominn tími til að breyta hvernig valið er í stjórnir lífeyrissjóðanna, svo maður tali nú ekki um fækkun þeirra. Í 300.000 manna þjóðfélagi er feiki nóg að vera með einn lífeyrissjóð.

Þetta heyrir undir kratana í Samfylkingunni vænti ég.


Hannes mikli

 

Hann er mikill sögumaður þjófurinn í Háskólanum. Munkhausen er bara viðvæningur í samanburði við hann. Hann hefur nú fundið alla sökudólga efnahagsglundursins á Íslandi. Þeir eru auðvitað Baugsfjölskyldan hverjir svo sem aðrir? Bjarni Ármannsson nei nei ekki hann Björgólsfeðgar neinei ekki þeir,  Lárus Welding neinei ekki hann, Ólafur Ólafsson neinei ekki hann, Kjartan Gunnarsson neinei ekki hann,  voru það kannski  Halldór Kristjánsson og Sigurjón Árnason ? neinein ekki þeir.  En voru það þá Þorsteinn M og Þorsteinn Már Baldvinsson ? neinei ekki þeir. Voru það þá Ólafur Ólafsson, Finnur Ingólfsson, Sigurður Einarsson og Hreiðar Már ? neinei ekki þeir. Það voru Baugsfeðgarnir  og máské Hannes Smárason svona smá, ég Hannes veit þetta allt saman.

Hvað með Davíð og Halldór Ásgríms ? komu þeir nokkuð að þessu ? neinei ekki þeir.

Eins og kunnugt er þá varaði Davíð við þessu í mörg ár, allar götur frá því hann settist í bankasjórastólinn og lét setja mig í bankaráðið hjá sér. Jóhanna bara hlustaði ekki á hann og lét sem hún heyrði ekki aðvaranir hans.

Þetta skrifar Hannes „Fyrir skömmu var Jóhanna Sigurðardóttir dæmd fyrir valdníðslu í félagsmálaráðherratíð sinni. „ Hannes skrifaði ekki að fyrir skömmu var Björn Bjarnason, vinur Hannesar og Davíðs staðinn að því að brjóta jafnréttislög með skipun í dómarastöðu, þetta lögbrot Björns Bjarnasonar kostaði okkur skattgreiðendur einhverja 100-þúsundkalla í bætur. Hannes getur þess ekki heldur að Björn Bjarnason skrapp frá og bað dýralækinn í Hafnarfirði að skipa son vinar síns Oddssonar í embætti dómara þótt álit dómaranna hafi verið að aðrir umsækjenur hefðu verið hæfari. Hannes getur svo sem ekki munað allt.

Enn skrifar Hannes    „Nú virðist hún ekki hafa á öðru meiri áhuga en hrekja Davíð Oddsson seðlabankastjóra úr starfi, en hann er eini maðurinn í ábyrgðarstöðu á Íslandi, sem varaði við ofurvaldi auðjöfra og skuldasöfnun bankanna erlendis. Jóhanna Sigurðardóttir var ráðherra í hálft annað ár, áður en bankarnir hrundu. Hún bar fulla stjórnmálaábyrgð eins og aðrir ráðherrar. Hún hlustaði á viðvaranir Davíðs, en hafðist ekki að."     Hverjir voru það nú aftur sem hlustuðu á Davíð vara við áður Jóhanna kom að stjórn landssins. Voru það ekki Geir Haarde og frammarinn Valgerður og þeirra hyski sem hlustuðu en lyftu ekki einu sinni litlafingri , né höfðust að,  ég bara spyr?

Getur verið að sögumaðurinn Hannes hafi hlotið dóm í Englandi fyrir nýð og róg um landa sinn Jón Ólafsson ? Getur verið að sögumaðurinn Hannes hafi fengið dóm fyrir að stela orðum og nota í bók ? Getur verið að sögumaðurinn Hannes sé enn að kenna unglingum sem villast í Háskólann þrátt fyrir að hann sé dæmdur maður ? Ég bara spyr.     Alla er almáttugur.


ESB-Bjarni

Bjarni Harðarson er í stuði í dag. Það má ekki einu sinni horfa í áttina að Evrópu hvað þá tala við þessa ESB-kalla, það má ekki einu sinni spyrja þá hvað þeir heita. Bjarni segir meirihlutann hafa rangt fyrir sér, því á þjóðin alls ekki að greiða atkvæði um aðild að ESB. Enda hefur meirihlutinn haft rangt fyrir sér allar götur síðan Kristur var krossfestur forðum daga. Ef lýðnum verður leyft að kjósa kemur bara einhver steypa út úr því, það en nefnilega eins og olíuforstjórinn sagði

 "fólk er fífl "

Ég skil ekkert í Norðmönnum að láta lýðinn kjósa um aðild, vitandi það að hann hefur rangt fyrir sér. Eymingja Danirnir sitja uppi í ESB og eru hæst ánægðir, þótt til sé þar sértrúarsöfnuður sem er á móti ESB. Sama er með Svía. Hvorki Svíar né Danir eru tilbúnir að viðurkenna að þeir hafi glatað sjálfstæði sínu með inngöngu í ESB. Illu heilli erum við ekki löngu gengnir í ESB.

Við höfum tekið upp milli 80 og 90 % af regluverki ESB, en búum við máttlausa ríkisstjórn sem ásamt með vildarvinum sínum hefur sett þjóðina á hausinn. Betra hefði verið að vera alfarið undir ESB lögum og reglum, ég tala nú ekki um ef við hefðum verið "annexia" frá Danmörku.

 


Timburmenn

Allir landsmenn nutu góðs af góðærinu sagði Hólmsteinn það er enginn vafi. Fólk keypti bíla, flatskjái, hrærivélar, ísskápa, Barbídúkkur og fór meira að segja til útlanda. Allir græddu ekki bara fáir auðmenn eins og kommarnir halda fram. Nú er komið að timburmönnunum eftir þetta góðærisfillerí, allir verða að þjást og borga. En Hólmsteinn bara áttar sig ekki á því að stór hópur hafði ekki notið þessa svokallaða góðæris en situr uppi með timburmennina og skuldir sem útrásarvíkingarnir skildu eftir í rústum þjóðfélagsins. Bjössa finnst það helvíti hart að sitja uppi með  timburmennina án þess að hafa dottið í það.

Báknið burt

 

Hverjir voru það nú aftur sem settu teljarann í gluggan? Teljarann sem sýndi hvernig báknið ægilega eyddi skattpeningunum okkar. Báknið burt, báknið burt kyrjuðu ungu íhaldsbullurnar. Hannes nokkur var  framarlega í flokki þeirra sem vildu báknið burt.  Sá hinn sami Hannes hefur alla sína ævi þegið laun frá bákninu , hvað annað ? Sami Hannes  er enn á launum hjá Súpergaggó á Melonum sem rekinn er af bákninu, þrátt fyrir dóma fyrið þjófnað og mannorðsnýð.  Aðrir úr báknið burt kórnum hafa stjórnað landinu í átján ár. Á þessum átján árum hefur báknið aukist um 58 % báknið burt, báknið burt !!!!!


Martröð-6

 

Sturla frammari talaði en sagði ekkert nýtt, nema hvað allt sem aðrir gerðu væri ekki nýja Framsóknarflokknum að kenna heldur hefðu ljótir kallar  og kerlingar eins og Finnur, Ólafur, Halldór og Valgerður svo einhver nöfn væru nefnd ráðið ferðinni og komið öllu klabbibu á hausinn. Þó væri þetta allt helvítis íhaldinu að kenna eða svoleiðis. Orðið er laust ef einhver vill spyrja.

Það heyrðist í einum íhaldsbelg. Nú kemur Steingrímur okkur í moldarkofana, svo tökum við aftur við eftir kosningar og reddum þessu, Geir og Gerða leikaradóttir eru almáttug. Hann athugaði bara ekki að það voru þau Geir og Gerða  leikaradóttir sem þegar voru búin að koma okkur í moldarkofanna með stuðnini  frammara og svo áframhaldandi stuðningi Sollu samfylkingar-stirðu.

Hvernig stóð á þessu með hrunið ?

Einu sinni var daglaunamaður sem hét Björn kallaður Bjössi. Honum datt í hug eftir þrjátíu ára strit á mölinni að söðla um og græða peninga. Bjössi hafði aunglað smá sparifé sem hann átti í bankanum. Bjössi keypti  sér pallbíl með kælikassa á pallinum. Hann skrapp í Grundarfjörð,  hann hafði heyrt af gömlum manni sem dorgaði í tómstundum.  Hann ætlaði nefnilega að selja bændum í Borgarfirðinum og á Mýrunum ferskan fisk. Fiskinn keypti svo Bjössi þeim gamla sem var bæði á ellilífeyri og örorkubótum meira að segja líka með tekjutryggingu. Þar sem sá gamli hafði engan kvóta þá var fiskurinn sem hann seldi Bjössa raunverulega ekki til  á pappírnum. Sá gamli seldi Bjössa kílóið á tvö hundruð kall, sama hver tegundin var,  allt svart og sykurlaust eins og gefur að skilja.  Nú Bjössi heimsækir bændur og selur þeim fiskinn. Bændum þótti þetta uppátæki hið besta mál og Bjössi seldi ævinlega allt sem hann var með frá þeim gamla í Grundarfirði. Einn góðan veðurdag kemur hann á bæ sem hann hafði oft áður heimsótt og selt fisk. Bóndinn á þessum bæ hafði búfræðipróf frá Hvanneyri og kunni því að leggja saman og draga frá. Í heimsókn hjá honum voru dýralæknir úr Hafnarfirði og leikaradóttir að sunnan eins og sagt er. Bæði á vegum bláu handarinnar. Nú þar sem Bjössi setur á reisluna fisk og stillir þyngdina horfir á bóndinn og segir,  Þjú hundruð  og réttir bóndanum fiskinn.  Ertu nú viss Bjössi minn. Mér sýnist þú selja kílóið á lægra verði en þú kaupir það á. Hvernig ferðu að þessu ?. Ég næ þessu á magninu sagði Bjössi hreykinn. Skömmu seinna var Bjössi búinn með spariféið og fór á hausinn.

Himininn hafði verið heiður og skýr, en þegar hér var komið dróg upp á austurhimininn kolsvört ský svo dróg fyrir sólu. Skyndilega barst rödd úr skýinu sem sagði. „bankerne går fallit  og Island med" . Dýralæknirinn sem í þessu kom út, horfði til skýsins og það hrökk út úr honum „djöfullinn danskur"  Í því  kom Gerða leikaradóttir í dyrnar hún hafði heyrt hvað röddin sagði. Hún steytti hnefann móti skýinu og sagði stundarhátt, ég læt biskupinn og pávann skamma þig þú þarna Danske Bank, þið hafið ekkert vit á bankamálum allara síst bankamálum á Íslandi. Ég læt Geir senda einhvern til Köben til að lesa yfir ykkur bankafræðin.

Þau sátu á Saga class Solla Samfylkingar-stirða og Siggi KB á leið til Köben.  Solla snýr sér að Sigga og spyr hver er þetta fyrir aftan okkur sem er að tauta. Mér heyrist hann vera að tala um að kaupa flugfélög,  BA, SAS, IBERIA, AA og fleiri. Hafðu engar áhyggjur Solla mín þetta er bara Hannes Smárason á fylleríi.

Á blaðamannafundinn í Köben voru tveir blaðamenn mættir, annar var ungur blaðamaður nýbyrjaður hjá  Berlinske og hinn var gamall jálkur sem var frílands blaðamaður og skrifaði í slúðurdálka þeirra blaða sem höfðu svoleiðis. Sá ungi spurði Sigga KB hvernig farið þið að þessu þarna uppi á klakaskerinu, þið kaupið valútu á hundraðkall og seljið á fimmtíukall ? Siggi KB snéri uppá sig og svaraði.  Við náum þessu á magninu. Nú spurði sá gamli Sollu, hvenig farið þið að þessu kaupið á hundraðkall og seljið á fimmtíukall ? Solla horfði á ská á þann gamla, hugsaði sig um og sagði síðan. Þetta er nú tæknileg spurning hjá þér, það er best að þú snúir þér til Sigga KB hann getur áræðanlega útskýrt þetta. Bankarinir á Íslandi standa traustum fótum og engar líkur á að þeir halli sér. En þið þarna kunnið ekkert á íslenska bankastarfsemi og ættuð ekki að vera að rífa kjaft, þessu getur þú skilað til Danse Bank. Þar með sagði Solla „adjö" þessum merkilega fundi er lokið, takk fyrir komuna.

Sturla sagði takk fyrir í dag sjáumt á laugardaginn ef guð lofar.


Martröð-5

 

Sturla frammari setti fundinn á Klörubar og tilkynnti að Ómar Ragnarsson væri sérstakur gestur frammara á Klörubar. Sturla sagði að í raun væri Ómar framsóknarmaður en væri í fyrirsvari fyrir sértrúarsöfnuð um þessar mundir.

Ómar hóf upp raunst sína og talaði út í eitt um það hvað það væri mikilvægt að gera ekkert sem gæti verið skapað meiri orku til hagsbóta fyrir landið. Það ætti í staðinn að fjölga ferðamönnum og gera sem mest úr  hreinleika íslenskrar náttúru. Um efnahagsvanda þjóðarinnar hafði hann ekkert að segja nema bara að þetta væri græðgi eða eitthvað svoleiðis. Íslandshreyfingin er því áhugalaus um núverandi ástand og hefur engar lausnir fyrir okkur kjósendur. Það er því ekki gæfulegt að velja þá til að stjórna landinu. Ómar lýsti Gjástykki eins og það væru mestu gersemar sem landið ætti og mætti alls ekki hreyfa við svo miklu sem einum hraunmola. Rafmagnið eigum við að fá frá virkjunum eins og afi minn smíðaði og setti í bæjarlækinn, hann smíðaði margar margar túrbínur sagði Ómar. Það kom meira að segja ljós á perurnar í fjósinu, allavega svona stundum.

En  Ómar sagði ekki frá kömrunum við Dettifoss, en það var þannig að á annað hundrað ferðamanna kom til að skoða þetta náttúruundur sem Dettifoss er. Þegar fólkið kom úr rútunum var það alveg í spreng, það var nefnilega í hádegismat á hótelinu á Húsavík fyrir tæpum tveimur tímum. Sem sagt allir með krosslagða fætur og aðra hendina í klofinu. Þeir sem fyrstir komust á kamarinn komu augnabliki síðar út með brækurnar á hælunum og ælandi að auki, slíkur var viðbjóðurinn á kamrinum.  Þessi lýsing er því miður hérumbil alveg rétt. Ómar ætti að skoða sinn gang varðandi fjölgun ferðamanna. Fólkið spurði leiðsögumanninn sem var kona, hvert getum við farið til að pissa og gera meira ? Hún benti út í móa og sagði náttúran er stórkostleg.  Eftir þessar hremmingar var fólkið fegið að komast í rúturnar aftur.

How do you like Iceland spurði bílstjórinn. Shit sagði ferðamaðurinn. Hvað finnst þér um Dettifoss ? Hvaða foss ? Svo er það nú svipað með Dimmuborgir, engin aðstaða nema út í hrauni en þar eru afdrepin fleiri, bara að gæta sín þegar maður gengur í hrauninu að stíga ekki á þú veist.

Ómar hélt áfram alls ekki  mætti  virkja  jarðhitann. Á fáum áratugum yrði Hellisheiði orðin köld og þá yrðum við að kynda kofanna með olíu eða mó. Þegar hér var komið fannst mér Ómar vera eins og pretikari sértrúarsafnaðar, ekki ósvipað og Gunnar í Krossinum. Gunnar á eftir að kætast yfir þessari spá Ómars, því samkvæmt henni á eftir að frjósa í helvíti, og  Hvergerðingar rækta frostrósir í stað  tómata og agúrka.

Síðan hóf hann Ómar upp raust sína og flutti kvæði sem hann mundi nú ekki alveg hverig er en það var til í tölvunni  hans. Þegar hann hafði lokið sé af tók Sturla við hljóðnemanum og sagði þá verður þetta ekki meira í dag, hlakka til að sjá ykkur á laugardaginn kemur.


Martröð-4

 

Sturla talaði í tíu mínútur en sagði ekkert nýtt. Orðið er laust ef einhver vill spyrja um eitthvað sem ég hef ekki  sagt.

Þá er að rifja upp fyrir fundarmönnum hvernig þetta allt byrjaði.

Þá voru þeir Davíð og Halldór í forystu fyrir íhaldið og framsókn. Þeim til aðstoðar voru Geir Haarde og  Valgerður  Sverrisdóttir. Þau suðu saman áætlun um að einkavinavæða ríkisbankanna Landsbankanns og Búnaðarbankanns. Til að gera þetta trúverðugt fengu þeir félagarnir prófessor úr súpergaggó á Melonum sem veit ekki hvort hann sé æviráðinn eða ekki til að skrifa halelúja greinar í Moggann um kosti þess að einkavinavæða bankanna. Í baunkunum sagði hann liggja bara peningarnir dauðir, en með einavinavæðingu verða til meiri peningar sem rísa upp sprelllifandi og gera okkur öll rík. Í fyrstu var sagt svona til að róa lýðinn að bankarna ætti að selja almenningi  ekki bara einhverjum ríkum köllum. En það verður bara rugl úr því sagði sérfræðingurinn úr  súpergaggó. Þá verður þetta bara lásí banki sem enginn ræður yfir. Auðvitað á að finna alvöru fjárfesta svokallaða kjölfestufjárfesta og þeir eiga að vera á réttu pólitísku róli. Ekki neinir helvítis kommar eða kratar, þeir eiga að vera innvígðir íhalds- eða frammarar. Við látum þá hafa sinn hvorn bankann. Íhaldið fær Landsbankann og frammararnir fá Búnaðarbankann.  Það er nú ljóst að efnahagshrunið á Íslandi var ekki einungis vegna utanaðkomandi áhrifa heldur áttu bankarnir stærstan hlut í því. Íslandsbanki varð fórnarlamb  ævintýramanna  sem höfðu aðgang að nægu lánsfé. Og varð einn af þremur bönkum sem stóðu að ósköpunum. Það má segja að þrjú efstu lög stjórnenda bankanna þriggja séu ábyrgir hvernig komið er. Án aðgerða af hendi Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og ríkisstjórnarinnar var þetta mögulegt. Þeir sem stjórnuðu vitleysunni og voru í efsta lagi stjórnenda og mætti því kalla framkvæmdastjóra  glæpsins í Landsbankanum: Kjartan Gunnarsson, Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor, Halldór Kristjansson og Sigurjón Árnason. Fyrir Búnaðarbankann sem nú heitir Kaupþing, voru í efsta lagi stjórnenda: Ólafur Ólafsson, Finnur Ingólfsson, Sigurður Einarsson og Heiðar Már Sigurðsson. Í Íslandsbanka voru við stjórnina: Þorsteinn M Jónsson, Bjarni Ármannsson,  Þorsteinn Már Baldvinsson og Lárus Welding.

Þar að auki komu nokkrir skúrkar  við sögu og áttu sinn hlut í vitleysunni  meðal þeirra eru : Hannes Smárason, Jón Ásgeir  og Pálmi Haraldsson.

Stanslaust voru þjónustufulltrúar látnir ljúga ( óvitandi eða vitandi ) að viðskiptavinum bankanna og ráðleggja þeim hvernig þeir áttu að græða, þeim mun meira sem þeim tókst að selja af sjóðum og bréfum þeim mun meira fengu þeir í bónusa . Þetta gékk þannig fram á síðustu stundu fyrir hrunið, en þá voru stjórnendur bankanna og vildarvinir þeirra laungu búnir að flytja milljara af eigin fé í erlendri mynt í sjól í Karabíska  hafinu, Lúxemborg , Kípur og fleiri stöðum. 

Bankastjórar ganga um gólf, með seðlabúnt í hendi. Faðir þeirra sópar gólf, og flengir þá með hendi. Upp á stól stendur hann Dabbi,  níu nóttum fyrir þrot,  hann varaði við hruni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband