Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.11.2008 | 11:28
Hryðjuverk
Hvenær fremur maður hryðjuverk og hvenær fremur maður ekki hryðjuverk ?
Ef litið er á skilgreiningu hugtaksins hryðjuverk t.d.á Wikipediu, þá er þetta að finna þar.
"Hryðjuverk er umdeilt hugtak án nokkurar almennt viðurkenndrar skilgreiningar. Algengast er að hryðjuverk sé talið hver sú árás sem af ásetningi er beint gegn almennum borgurum til ógnunar sem framin er í þeim tilgangi að ná fram stjórnmálalegum eða öðrum hugmyndafræðilegum markmiðum. Um það er deilt hverjir fremji hryðjuverk (hvort að ríki geti framið hryðjuverk) og að hverjum þau geti beinst (t.d. hvort að árás á hernaðarleg skotmörk geti verið hryðjuverk). Þarna geta komið upp árekstrar við önnur hugtök á borð við stríð og skæruhernað. "
Í ramhaldi er að finna í almenum hegningalögum eftirfarandi grein 100a.
"Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum, þegar verknaðurinn í ljósi eðlis hans eða með hliðsjón af aðstæðum þegar og þar sem hann er framinn getur skaðað ríki eða alþjóðastofnun alvarlega:
Að framanskráðu vakna spurningar um hvort herra Brúnn og mister Darling hafi ekki bara metið stöðuna hárrétt, það er að á Íslandi hafi verið framin hryðjuverk, ekki bara á íslenskum almenningi heldur einnig á sparifjáreigendum í öðrum löndum, einkum í Englandi og Hollandi. Sé það rétt mat þá þarf að finna finna þessa hryðjuverkamenn og draga þá fyrir dómara svo hægt sé að dæma þá fyrir glæpinn.
Undirbúningur og skiplag þessara hryðjuverka hófst á flokksskrifstofum blárra og grænna þegar þeir ákváðu að gefa sér bankana í formi einkavinavæðingar. Síðan þá hafa forsprakkarnir safnað til sín liðsmönnum til að framkvæma hryðjuverkin. Þeir gerðu valdastofnanir að plat fyrirbærum með ráðningu einfeldninga í Fjármálaeftirlitið og aðal terroristinn tók að sér Seðlabankann. Þeir komu sér einnig upp í bönkunum svokölluðum greiningardeildum sem höfðu það hlutverk að ljúga að sparifjáeigendum. Einnig voru ótal sérfræðingar svokallaðir látnir ráðleggja fólki um sparnað og vörslu sparifjár. Stofnaðir voru sjóðir sem sagðir voru hver öðrum öruggari geymslur fyrir sparifé, svo ekki sé nú talað um ávöxun, hver sjóðurinn öðrum betri hvað það varðar.
Hvar eru fermingarpeningarnir spurði unglingurinn ? Peningurinn sem ég mátti ekki nota til að kaupa skellinöðruna í fyrra. Hann er í sjóði fimm sem er svo öruggur var svarið, og þar færðu svo mikkla vexti að þú getur keypt þér kadilakk eftir nokkur ár.!!!!!!!!!!!!!!
Það er akkúrat.
6.11.2008 | 17:54
Illdragsíll-20
Greinar visna og falla af. Laufin fölna. Korn-og fræbankarnir fara allir sem einn á hausinn og Haardi segir fuglunum að nú séu framundan erfiðir tímar. Dabbi segir ég sagði ykkur þetta. Grænu fuglarnir segja við sögðum ykkur þetta. Rauðu fuglarnir segja við vöruðum ykkur við, þetta er það sem þið vilduð þegar þið einkavinavædduð korn-og fræ. Bleiku fuglarnir segja þetta kom okkur verulega á óvart, okkur var sagt að það væri allt í þessu fína hjá korn-og fræ bönkunum. Útrásarfuglarnir flýja í önnur tré með sitt persónulega korn og fræ. Þeir hafa komið því undan til trjáa sem eru einhverstaðar sem enginn veit hvar. Haardi segir, við verðum að rannsaka þetta allt saman heilstætt. Við verðum að skipa valinkunna fugla til að rannsaka þessi mál öll. Við höfum þegar skipt um stjórnir í korn-og fræ-bönkunum. Við höfum hent út óráðsíufuglunum sem kollkeyrðu samfélagið okkar í tréinu. Við höfum skipað í stjórnir nýju bankanna fólk úr næst efsta lagi gömlu bankanna. Stálheiðarlegt fólk sem veit ekki hvort það á 190 milljónir eða ekki. Á þessu má sjá að við höfum tekið myndarlega á þessu máli öllu. Svo ætlum við að ræða við Gíganten um að fá nokkur korn og eitthvað af fræum svo við getum keypt svo sem einn eða tvo flatskjái. Hólmsteinn fer um allt tréið og segir fuglunum að Haardi sé að vinna í lausnum á korn-og fræ málum þeirra. Þeir verði að standa saman það sé nauðsynlegt að þeir blaki vængjunum á vinsamlegan hátt hver framan í annan og syngi sín fegurst lög. Nújá fórnar höndum og segir við Skuldaskil, ég held bara að þú takir við hér, er ekki eitthvað eftir af vatni lífsins? Skessurnar detta í það og Níðbítur tautar, ekki deigur dropi í rótinni. Gíganten gjóar augunum á tréið og tautar, á ég, á ég ekki, á ég, á ég ekki ?.
Hér er Amen eftir efninu sama hvað Bjarni Haarðar segir
6.11.2008 | 11:41
Illdragsíll-19
Andkoti og djöfull er það fyrsta sem Dabbi segir þegar Haardi hefur sagt honum frá maðknum sem sestur er í réið og er á góðri leið með að sjúga úr því allan lífskaraftinn. Ég var búinn að segja þetta segir Dabbi við Haarda, ég varaði ykkur við þessum maðki fyrir laungu, þið bara hlustuðuð ekki og nú er allt að fara í þennan ormskjaft eða hvað þetta nú er. Haardi reynir að rifja þessi varnaðarorð sem Dabbi segist hafa viðhaft. En það er sama hvað hann reynir honum er lífsins ómögulegt að muna eftir þeim. Hvað er til ráða spyr Dabbi ? Við verðum að biðja Giganten um hjálp segir Haardi. Djö, segir Dabbi veistu ekki að þessi Gigant gleypir allt sem hann kemur nærri. Það hafa mörg tré orðið fyrir þeirri ógæfu að biðja Giganten um hjálp, og nærri öll hafa verið gleypt af honum. En ef hann getur eytt orminum þá er það skömminni skárra en láta tréið visna og missa allar greinarnar. Þessi Gígant er svo frekur að engu lagi er líkt segir Dabbi, ég yrði ekki hissa þátt hann ræki mig af greininni minni, undir því yfirskini að hann þyrfti að komast að til að eyða orum af henni, og hvert á ég svo sem að fara ? Þú ferð bara í frí á meðan, gætir fengið að gista í Valhöll eða í einhverju skálkaskjólinu, nóg er af þeim. Á ég sjálfur Dabbi að húka í einhverju skálkaskjóli eins og ótíndur förufugl meðan þessi Gígant leggur undir sig tréið ? Tja við eigum ekki marga möguleika, frændtré okkar í austri segjast eiga eitur gegn þessum ormi en þeir eiga bara ekki nóg. Þeir segjast geta bætt við ef Giganten setur kraft á sínar dælur og úðar tréið duglega. Hvað eigum við að segja hinum fuglunum í tréinu ? Látum Hólmstein íkorna þvæla einhverju í Árvak, sama hvað er bara einhvert bull, allt er nógu gott fyrir þessi fífl.
4.11.2008 | 20:39
Illdagsíll-18
Andkoti og djöfull er það fyrsta sem Dabbi segir þegar Haardi hefur sagt honum frá maðknum sem sestur er í réið og er á góðri leið með að sjúga úr því allan lífskaraftinn. Ég var búinn að segja þetta segir Dabbi við Haarda, ég varaði ykkur við þessum maðki fyrir laungu, þið bara hlustuðuð ekki og nú er allt að fara í þennan ormskjaft eða hvað þetta nú er. Haardi reynir að rifja þessi varnaðarorð sem Dabbi segist hafa viðhaft. En það er sama hvað hann reynir honum er lífsins ómögulegt að muna eftir þeim. Hvað er til ráða spyr Dabbi ? Við verðum að biðja Giganten um hjálp segir Haardi. Djö, segir Dabbi veistu ekki að þessi Gigant gleypir allt sem hann kemur nærri. Það hafa mörg tré orðið fyrir þeirri ógæfu að biðja Giganten um hjálp, og nærri öll hafa verið gleypt af honum. En ef hann getur eytt orminum þá er það skömminni skárra en láta tréið visna og missa allar greinarnar. Þessi Gígant er svo frekur að engu lagi er líkt segir Dabbi, ég yrði ekki hissa þátt hann ræki mig af greininni minni, undir því yfirskini að hann þyrfti að komast að til að eyða orum af greininni, og hvert á ég svo sem að fara ? Þú bara ferð í frí á meðan, gætir fengið að gista í Valhöll eða í einhverju skálkaskjólinu, nóg er af þeim. Á ég sjálfur Dabbi að húka í einhverju skálkaskjóli eins og ótíndur förufugl meðan þessi Gígant leggur undir sig tréið ? Tja við eigum ekki marga möguleika, frændtré okkar í austri segjast eiga eitur gegn þessum ormi en þeir eiga bara ekki nóg. Þeir segjast geta bætt við ef Giganten setur kraft á sínar dælur og úðar tréið duglega. Hvað eigum við að segja hinum fuglunum í tréinu ? Látum Hólmstein íkorna þvæla einhverju í Árvak, sama hvað er bara einhvert bull, allt er nógu gott fyrir þessi fífl.
4.11.2008 | 13:52
Illdagsíll-17
Enn heldur veislan áfram. En það eru blikur á lofti, greinar visna og sumar detta af. Helst eru það greinar efst og neðst í téinu. Þær bláu eru fljótar að visna, það er kominn maðkur í tréið. Hvurslags er þetta segir Haardi, greinarnar bara hrinja undan fótum minna fugla og annarra. Ég verð að kalla til trjáfræðinga frá öðrum trjám. Haardi kallar á Dabba eftirlismann og spyr hann um þessa visnu greinar sem eru að falla af tréinu. Ha hvaða greinar spyr Dabbi ? Nú sérð þú ekki allar greinanrar sem fallnar eru ? Nei er þetta ekki bara einhver áróður úr rauðfuglum ? Enn detta greinar af tréinu, við verðum að fá sérfræðinga úr öðrum trjám til að segja okkur hvað sé að segir Haardi við Dabba. Iss þetta er ekkert segir Dabbi, en við getum svo sem spurt einhveja ef þér líður betur með það. Þannig var að Haardi bláfugl var farinn að leggja eyrun við nöldri þeirra bleiku sem hann að vísu fyrirleit en varð að notast við fylgi þeirra til að halda stjón trésins. Hann athugr nú hvort skólabróðir hanns úr flugskólanum sé við símann. Sá býr í austurtréi langt langt í burtu. Hallu segir Haardi er du hjemme ? Jaja segir skólabróðirinn, er ikke alt i orden herr Haardi ? Nej det er noget galt med mitt tre, grenerne fallar af, har du nogen forkarning pa dette ? Nej men de har hent oss for mange år siden, Jaso hvad var det galt med treerne hos dig ? Det var noget med en orm som spiste allt mugligt. Man mener at de var en orm som man kaller blograedgi, det er meget farlig orm. Hvad kan jeg göre ? Du ma söge hjelp hos Giganten det er eneste muligheden. Hvis Giganten vil hjelpe kan vi ogso hjelpe lit. Takk, tusind takk kere ven. Haardi leggur á. Alltaf traustur vinur segir Haardi. Best að segja Dabba frá þessu.
4.11.2008 | 11:46
Illdagsíll-16
Tíminn líður fuglarnir eru meira og minna á filleríi, kaupandi flatskjái, jeppa, tappatogara og hrærivélar svo eitthvað sé nefnt og maður tali nú ekki um ferðalög í suðlæg tré, þar sem menn lifa í lúxur og vellystingum. Allt leikur við fuglana stóra og smáa. Bláfuglarnir Dabbi og Haardi horfa saman yfir greinar trésins. Heyrðu Dabbi segir Haardi eru þessar greinar að upplitast, Haardi bendir á greinar þar sem bláfuglarnir sitja á. Dabbi gjóar fráum fálkaaugunum í áttina sem Haardi benti og segir, ég sé það nú ekki, þú þarft að láta athuga sjónina í þér Haardi minn. Áfram líður tíminn, sama hegðun í bláfuglum og flestum öðrum í tréinu, stanslaus gleði , nóg af korni og fræum. Enn eru nokkrir fuglar neðarlega í tréinu að nöldra um að allt sé að fara fjandans til. Þeir halda því fram að greinarnar séu að visna unir fótum þeirra. Sumir hafa orð á því að best sé að forða sér í suðlægari tré eða til frændtrjáa okkar í austri. Þvílík ósvífni segja forystufuglar útrásafuglanna sem fá tonn af korni og fræum á hverjum mánuði, fyrir að standa vörð um viðskiptafrelsið, meðan vejulegir smáfuglar fá 10 grömm fyrir mánaðar strit. Svona er þetta nú. Árvakur horfir áhyggju fullum augum á rótina. Viskubrunnurinn laungu þurr og rótin að visna Á sama tíma situr Níðbítur við sína rót, ég hef áhyggjur af þessu tautar Níðbítur. Rótin bara að skrælna og enginn vökvar, hvað er eigilega að kerlingunum. Eru þær dottnar í það aftur og enn ? Skessurnar þjár þær Foræði, Nújá og Skuldaskil sitja við Viskubrunninn og dæla úr honum til að vökva með rætur trésins, en það kemur engin viska lengur úr brunninum, heldur eitthvað sem þær skilja ekki. Hvaða bull er þetta eiginlega segir Foræði ? Þetta er bara eitthvert bláleitt glundur segir Nújá, það drepur bara ræturnar að vökva með því. Skuldaskil horfir niður í brunninn og segir ég sé enga visku í brunninum. Hvað gerum við núna ? Ég sé ekki betur en ég fái þetta allt saman í hausinn segir Skuldaskil.
4.11.2008 | 11:12
Illdagsíll-15
Íkorninn Hólmsteinn brunar niður tréið til fundar við Árvak. Á leiðinni heyrir hann á mál nokkurra smáfugla. Rauður fugl er á tali við bleikan. Þetta gengur aldrei til lengdar segir sá rauði, hvað gengur ekki segir sá bleiki. Nú þessi útrás. Nú hvað með hana ? Já sjáðu til þeir eru farnir að geyma korn og fræ fyrir fugla í öðrum trjám, og jafnframt farnir að slá út á það eða bara kaupa allskyns drasl til dæmis fuglafélög, Hummera og allt mögulegt. Hvar eiga þeir svo að fá korn og fræ til að skila til eigendanna ef þeir vilja fá sitt til baka ? Ég bara spyr. Þú ert nú svo svartsýnn segir sá bleiki, auðvitað reddast þetta, það hefur alltaf gert það. Hólmsteinn heldur áfram ferð sinni til Árvaks. Neðarlega í tréinu heyrir hann að það sé einhver furðufugl að tala um efnahagmál trésins. Þetta var ég búinn að marg segja ykkur sagði furðufuglinn, þetta gengur aldrei til lengdar sama hvað Dabbi og spekingarnir í eftirlitinu segja, það er engu líkara en þeir séu vangefnir, þeir fatta bara ekkert hvernig korn-og fræ viðskipti virka. Þetta tré á áræðanlega eftir að visna og deyja og það alveg á næstunni. Kornið er að mygla og fræin spíra ef ekkert verður að gert þá verður þetta ónýtt og einskis virði. Þá vill enginn sjá þetta, en hvar er svo kornið og fræin sem útrásarfuglarnir fóru með í önnur tré ? Fáum við eitthvað af því til baka þegar allt er orðið ónýtt hér í tréinu, ég bara spyr ? Hólmsteinn heldur áfram ferð sinni til Árvekurs til að koma fréttinni frá Dabba í eftirlitinu til skila. Ertu kominn Hómsteinn minn segir Árvakur, ég trúi að þú flytjir einhverjar fráttir ofan úr téinu er það ekki ? Jú segir Hólmsteinn, Dabbi biður fyrir kveðjur til þín og þinna skrifþræla. Dabbi biður um notaleg skrif um snilli sína við stórnun á korn-og fræ. Þú átt sérstakega að taka það fram að allt sé í þessu fína varðandi gengi korns og fræ og allt sem sagt er annað sé bull og vitleysa, svo máttu bæta því við að þeir sem eru að nöldra séu bara að öfundast út í velgengni annarra.
2.11.2008 | 12:50
Illdagsíll-14
Hólmsteinn íkorni þeytist milli greina og nemur slúður til að flytja Dabba sem nú situr á eftirlitsgreininni hátt uppí tréinu. Hólmsteinn segir fuglarnir í tréinu eru orðnir órólegir, sérstaklega þessir hag-fuglar og sumir viðskipta-fuglarnir líka. Þeir eru eitthvað að segja að við séum komnir með of miklar birgðir í önnur tré. Þeir segja að úrásarfuglarnir séu farnir að slá út á birgðirnar sem þeir hafa safnað í austurtrjánum.
Dabbi snýr uppá sig þú segir það Hólmsteinn minn, það er bara ekkert að marka þessa hag-fugla það veit ég sko, þetta eru bjánafuglar sem þykjast vita eitthvað af því þeir lærðu prósentureikning í súpergaggó eða í vestur trjánum eða eitthvað. En sumir eru bláir segir íkorninn. Eru þeir bláir í gegn eins og Haarde stofninn spyr Dabbi ? Það eru nú ekki margir svoleiðis segir Hólmsteinn þeir eru flestir í að græða ýmist hér í tréinu eða í austurtrjám þetta eru aðallega útrásarfuglar, en það eru nokkrir grænir innanum bætir svo íkorninn við. Hvað segja þeir bleiku og rauðu ? Þeir eru flestir snarvitlausir sérstaklega þeir rauðu, þeir bleiku virðast ýmist vera með eða á móti, snúast bara og vinglast fram og aftur. Akkúrat tautar Dabbi þá er víst óþarfi að hafa áhyggjur. Má bjóða þér í glas Hólmsteinn minn ? Já takk vatn, þú veist þetta með bragðinu. Skál mikið er þetta hressandi eftir öll hlaupin um tréið. Nú þurfum við bara að matbúa einhverskonar frétt til að láta Árvak setja á pappír fyrir fugla trésins. Hólmsteinn minn þú finnur út úr því er það ekki ? Jú ætli það ekki segir íkorninn Hólmsteinn. En Hólmsteinn fréttin á að vera um efnahagsundur og vel heppnaða korn-og fræstjórnum mína, og að það sé engin hætta á ferðum. Bullið í hagfuglunum sé bara öfund út í stefnu mína í korn-og fræmálum, allt sem ég spáði hefur ræsts fullkomlega. Við erum engum öðrum fuglum lík fyrir snilli í korn-og fræstjórnun, og þetta er allt mér að þakka, gleymdu ekki að láta Árvak geta þess í fréttini.
1.11.2008 | 16:13
Illdagsíll-13
Það þorir enginn að mótmæla Dabba hann er svo ákveðinn og klár. En teikn eru um válega tíma framundan. Þær skessurnar við Heimskubrunn eru farnar að hafa verulegar áhyggjur. Foræði segist óttast mest að missa forræði yfir atburðum þessarra útrásafugla og þeir séu komnir langt út fyrir þau mörk sem við höfum lifað innan og haga sér alveg eins og þeir séu einir í tránum, þeir eyða og spenna kaupa meira að segja heilu fuglafélögin í öðrum trjám hvað þá meira. Þeir eru líka sífellt að bjóða í veislur og lúxus einhverjum auðfuglum sem þeir halda að séu vinir þeirra. Meira að segja fá þeir söngfugla úr öðrum trjám til að hafa ofanaf gestum sínum, allt flítur í vatni lífsins og öðrum eðaldrykkjum. Nú já getur ekki orða bundist og tekur undir orð Foræðis, ég hef miklar áhyggjur út af þessu öllu, ég verð að segja það. Þessi ósköp verða skráð á minn reikning þar sem þau eru að gerast núna. Ég veit bara ekki hvað ég get gert í málinu. Fuglarnir fara bara í önnur té ef ég hasta á þá, ekki er það nú gæfulegt. Þeir hóta meira að segja að fara með allt kornið og fræin með sér ef ég hætti ekki þessu nöldri. Ekki verður þetta skárra hjá mér segir Skuldaskil. Ég sé minn tíma koma með mestu hörmungum sem yfir þetta tré hefur gengið alveg frá því sáð var til þess. Þá verða skuldaskil sem aldrei fyrr og ég veit bara ekki hvernig ég get afgreitt þetta allt saman. Verð sennilega að fá aðstoð frá einhverjum vönum svona ástandi.
31.10.2008 | 19:04
Illdagsíll-12
Velsæld ríkir og bláum og grænum fuglum fjölgar, en rauðum og bleikum fer heldur fækkandi. Þeir marglitu setjast helst á greinar þeirra bláu og grænu frekar en þeirra rauðu og bleiku. Furðufuglunum kemur ekki saman um hvar þeir eigi að vera í tréinu svo þeir bara væflast um upp og niður. Svona gengur þetta í langann tíma mörg ár meira að segja. En greinin sem Dabbi yfir-bláfugl situr á heldur áfram að visna, sama er að segja um margar aðrar greinar bæði bláar og grænar. Svo skeði það einn daginn að greinin sem Dabbi sat á datt af tréinu. Yfir-fálkinn Dabbi varð því að forða sér frá falli með því að taka flugið. En hann hafði ekki þurft að beita vængjunum í langan-langan tíma svo það reyndist honum erfitt að fljúga. Hann vissi heldur ekkert hvert hann ætti að fara því hann var ekki í neinum tengslum við aðra fugla trésins, nema örfáa bláfugla sem voru eins og hann bláir í gegn. Svo fer að hann sest á gilda grein ofarlega í tréinu, því hann vill jú sitja þar sem hann hefur góða yfisýn, aðeins er ein grein ofar sem er óvisnuð, en þar situr Norskt afbrigði bláfugls sem kallað er Haarde afbrigðið. Þetta afbrigði er harðgert eins og nafnið bendir til og því varð Dabbi að setjast á grein neðar hvort sem honum líkaði betur en verr. Þar sem hefur verið lengi mikill og náinn vinskapur með þessum bláfuglum kom þeim saman um að Haarde fuglinn sæi um daglega stjórn á fuglum trésins en Dabbi væri einskonar yfir stjórnandi og liti til með korn-og fræ bönkunum. Í orði kveðnu undir stjórn Haarde fuglsins en í raun ekki. Eina hlutverk Dabba var því að ákveða hverjir vextir ættu að vera á kílóaumunni og hvaða gengi ætti að vera á ervunni og dallinum. Þar sem hann Dabbi vissi ekkert um ervur, dalla og aumur fékk hann sér spjald eins og er notað í pílukasti. Þetta spjald hefur margar tölur og reiti. Til að ákveða vexti kílóaumunnar og ervunnar kastaði hann pílum á spjaldið einu sinni í mánuði. Hann skrifaði svo hjá sér töluna á reitnum sem pílan lenti í og það var talan sem hann ákvað að væru vextir, eða gengi ervunnar og dallsins. Stundum lenti pílan í hurðinni fyrir ofan eða neðan spjaldið, þá bara sleppti hann úr og sagðist ekki breyta neinum vöxtum og engu gengi. Þegar bláfuglar sem héldu að þeir væru vinir hans, nöldruðu út í þetta fyrirkomulag , sagði Dabbi bara að þeir hefðu ekkert vit á þessu og ættu bara að halda kjafti. Ég er lögfróður en þið ekki. Þótt þið hafið lært prósentureikning í Súpergaggó er ekki þar með sagt að þið hafið eitthvart vit á þessum málum, og ef þið ætlið að vera með einhvern kjafthátt eða leiðindi við mig þá bara "súa" ég ykkur eins fuglarnir fyrir vestan gera þegar einhver móðgar þá. Svo læt ég vini mína í Hæstugreinum dæma ykkur burt úr trínu.