Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

IMC hvað er það ?

Farsímafyrirtæki sem sett var upp á Akureyri með málamyndasenda á nokkrum stöðum fyrir norðan og austan. 6 fyrirfram greidd símakort. Hvað svo ? Ekki er fylgt eftir skilyrðum um dreyfingu sem fylgja leyfisveitingu fyrir farsímaleyfi og tíðniúthlutun. Hvað skyldi svo hanga á spítunni ? Það skyldi þó ekki vera að CIA sé á bakvið apparatið, hver veit ?

Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (11 af 11 )

Yfir-Risinn horfir á skjáinn, en hvað með þetta frost er ekki hægt að þíða þessa tölvu, eða allavega að minnka í henni frostið?

Þá þurfum við að hafa samband við FRANZA þeir sjá um þetta fyrir okkur segir starfsmannastjórinn. Hver á það segir yfir-Risinn. Við eigum það víst segir ræstingin. Hvernig veist þú það ? Ég sá það í bókhaldinu um daginn segir ræstingin. Yfir-Risinn horfir hugsi út um gluggan á kontornum, svo segir hann, hver á þennan jeppa þarna úti ?. Helvíti flottur bíll maður og bendir á jeppann sem er fyrir utan gluggan. Þetta er nú jeppinn þinn segir ræstingin. Nú er það segir yfir-Risinn, ég skal segja ykkur það. Hann snýr sér að ræstingunni veist þú bara allt eða hvað ?  Spyr svo ræstinguna, hvað mundir þú gera í þessu með frostið í tölvunni minni ? ef þú réðir einhverju.  Engin spurning segir ræstingin, ég mundi sameina þetta FRANZA og gera að deild í Risanum. Þá væri örugglega hægt að losa sig við eitthvert óþarfa pakk af launaskránni og það sem er ennþá betra, er að þá gætir þú bara hringt í innanhúsnúmer og fengið þíðu í vélina. Yfir-Risinn hugsar, hvað er ég eiginlega að gera með þennan starfsmannastjóra og hvað með alla ráðgjafana hjá Drullu og Túss, ræstingin getur þetta alltsaman og miklu meira.

Búið allavega í bili.


Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (10 af 11)

Einn morguninn þegar yfir-Risinn var að reyna að skoða bókhaldið í fína bókhaldskerfinu sem heitir víst SAPPA eða eitthvað svoleiðis, þá sá hann ekkert annað en tap sama hvernig hann barði á lyklaborðið, allar tölur voru í mínus. Hann hallaði sér aftur í stólnum og hugsaði, er einhver nýr Svenni kominn  í vinnu hjá okkur. Óðara var kallaður til starfsmannastjóri Risans og hann spurður. Ekki benda á mig sagði hann ég hef engan ráðið. Þá kom þar stelpan sem skúrar gólfin og sagði, í gær þegar ég var að skúra datt mér í hug að athuga bókhaldið, ég geri það stundum ef ég er búin snemma. Þá held ég að tölvan hafi frosið eða eitthvað svoleiðis. Það var bara tap á öllu sama hvað ég gerði. Yfir-Risinn horfði á ræstinguna og svo á starfsmannastjórann. Hóf upp vísifingur hægri handar og benti á ræstingun, en horfði á starfsmannastjórann, þessi stelpa á annað hvort að fara á stundinni eða fá kauphækkun. Starfsmannastjórinn sem hafði átt smá vingott við stelpuna hugsaði sig um um stund og sagði svo, ja Dabbi fékk 200 kall um daginn í kauphækkun. Er það ekki bara ágætt ?


Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (9 af 11)

Fjári flott ráð sögðu eigendurnir og glottu hver framan í annan. Hvernig er þetta eiginlega með að búta svolítið niður þetta apparat sagði yfir-Risinn einn bjartan vordag við sína næstráðendur.  Þeir horfðu á yfir-Risann með lotningu. Einn næstráðandinn sagði, er ekki ein eða tvær blaðsíður eftir í stílabókinni þeirra Drullu og Túss ? Auðvitað vissi yfir-Risinn það, hann var bara að athuga hvort sínir næstráðendur hefðu lesið heimaverkefnin. Það var eitthvað nöldur þegar Dabbi seldi okkur út af einhverju grunn-netadræsum. Getum við ekki losað okkur við þær ? Húrra sögðu allir undirsátarnir jú auðvitað seljum við þessar grunn-netadræsur, losum okkur við slatta af fólki, og græðum meira. Svo fór að Yfir-Risinn seldi grunn-dræsurnar losnaði við fullt af fólki. En það voru ekki allir sem föttuðu að það var hann sjálfur og hans fólk sem keypti.


Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (8 af 11)

Tíminn leið OG stækkaði breytti nokkrum sinnum um eigendur og nafn, en Risinn breytti bara um nafn á útlensku. Svona gengur þetta fyrir sig, Dabbi fékk leið á að stjórna Fjarskiptalandi og fór að naga blýanta í Svarta-kastala. Risinn fletti nokkrum síðum í stílabók Drullu og Túss. Við hverja síðu sem risinn las, sagði hann nokkrum gamlingum upp, flutti menn til sameinaði deildir og svið, sleit í sundur deildir og svið, allt eftir því á hvaða baðsíðu hann var þá stundina í stílabókinni góðu með ráðum og dáðum Drullu og Túss. Nú um stundir er gert nafnakall á hverjum morgni til að koma í veg fyrir að útkastað fólk sé að þvælast í fyrirtækinu.

 

Á næstu síðu í stílabókinni er ráðlagt að selja eitthvað af apparatinu til dæmis fasteigir, svo sameina megi fasteignir Risans og aðrar fasteigir nýju eigandanna. Svo er upplagt að hækka húsaleiguna, sérstaklega á því húsnæði sem hýsir fjarskipta-gróðurinn, það er ekki svo auðvelt að fara með hann annað. Ræturnar eru nefnilega pikkfastar í gólfunum. Þannig má minnka gróðann og þar með skattana sem Dabbi sagði að Risinn myndi borga ef hann yrði seldur.


Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (7 af 11 )

Risinn hélt áfram að klaga OG fyrir Pfar, og OG varð bara fúll á móti. Svona gékk þetta lengi fram eftir hausti, og þegar vetraði og fólkið í Fjarskiptalandi var hætt að gera sér rellur út af uppskeru Risans og OG, þá höfðu ráðgefarnir hjá Drullu og Túss fyllt nýju stílabækurnar af ráðum.

Ráðin voru, losið ykkur við sem flesta framkvæmdastjóra, forstöðumenn og deildarstjóra, ekki verra að fíra einhverju af þessu gamla liði sem ekkert kann annað en stinga upp í garðinum það er bæði ljótt í framan og allt of feitt, kemur illa út á mynd og fælir viðskiptavini frá því að kaupa fjarskipti hjá ykkur. 

 

Nú fór í hönd barátta meðan framkvæmdastjóranna hjá Risanum um það hverjir skyldu fara og hverjir skyldu vera. Svokölluð yfirstjórn sem í eru nýju eigendurnir og yfir-risinn réðu ráðum sínum. Þeir hlustuðu eftir slúðri og sögum um framkvæmdastjórana forstöðumennina og deildarstjórana, skoðuðu myndir af gamlingjum og sætum stelpum. Svo var Risinn endurskipulagður, bless bless bless varð algengasta kveðjan í nokkra daga. Menn tíndust heim á leið sumir súrari en aðrir.

Þegar spurt var afhverju ? var svarið, það stendur í stílabókinni.


Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (6 af 11)

Þegar runnið var af vinunum út í London, og kavíarinn var uppétinn, snéru þeir heim í Fjarskiptaland til að gefa Dabba góð ráð um það hvernig ætti að selja Risann.  Dabbi fékk glíu í augun þegar hann fékk að heyra þessi góðu ráð og gaf þegar út fyrirmæli um að selja og það í einum grænum. Ráðgjöfunum gaf hann brjóstsykur, súkkulaði, kók, og appelsín, auk þess fengu þeir nokkrar millur svo þeir gætu keypt sér eitthvað nytsamlegt.  Hann vissi jú sem aðrir vissu ekki að Dóri beið í ofvæni eftir peningnum, sem fengjust fyrir Risann. Dóra var nefnilega illt í vinstri síðunnu og vildi láta gera hátækni-sjúkrahús til að lækna sig. Við eigum nefnilega bara lágtækni-sjúkrahús. 

 

Allt gékk þetta eftir Risinn var seldur, menn sögðu halelúja og amen. Drulla og Túss skiptu um húsgögn, allir ráðgjafarnir fengu nýja kúlupenna og stílabók. 


Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (5 af 11 )

Vinirnir fóru til London í bíó og til að hitta vini sína þar. Vinirnir í London voru svaka klárir að selja svona fyrirbrigði eins og Risinn var. Þeir áttu meira að segja fyrirtæki sem bar svaka töff nafn, sem ekki nokkur leið að segja nema vera svaka mikið klár í ensku.  

Nú réðu þeir ráðum sínum út í London yfir kampavíni og kavíar. Við ráðleggjum ykkur lömbin mín að endurskipuleggja Risann, á þann veg að stofna nýjar stöður marga marga framkvæmdastjóra, enn fleiri forstöðumenn og helling af deildarstjórum. Síðan finnum við upp einhvar skemtileg nöfn fyrir alla þessar nýju stöður. Til dæmis er vinsælt nú til dags að kalla allt mögulegt afkomusvið svo eitthvað sé nefnt. En þetta á eftir að kosta helling af pening í laun til þessara framkvæmdastjóra og forstöðumanna og maður lifandi til deildarstjóranna, nöldraði einn af vinum Davíðs um leið og hann dreypti á kampavíninu. Það er nú einmitt trixið maður sagði ráðgjafinn. Fyrst er að auka útgjöldin eins og mögulegt er, síðan að selja Risann á spott prís, það er jú svo dýrt að reka apparatið með öllum þessum mannskap, og það hefur jú áhrif á verðið. Þegar búið er að selja,  þá henda nýju eigendurnir einhverjum af þessum framkvæmdastjórum, fortöðumönnum og deildarstjórum út um gluggan. Síðan geta þeir lokað einhverjum af þessum sjoppum  sem selja fjarskipti á markaðum. Maður lifandi, segðu ! Skál félagar skál. Þetta heitir að endurskipuleggja fyrirtækið, breyttar áherslur og guð má vita hvað. 


Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (4 af 11 )

Þegar fólkið klagaði þetta og vildi fá að vita fyrir fram hvað símtölin kostuðu, stakk Pfar hausnum í sandinn og sagði sorrý Stína.  Þá fór fólkið til Jóa í neytó, hann var þá nýkomin frá Risanum sem hafði boðið honum í kaffi og kleinur. Jói sagði sorrý Stína, déskoti voru kleinurnar góðar, maður fer nú ekki að jagast í Risanum út af þessu nöldri, það er svo ódýr uppskeran hér í Fjarskiptalandi miðað við í hinum löndunum að fólkið ætti að sjá sóma sinn í að vera ekki að nöldra yfir þessu. Nær væri að jagast út af verðinu á kéti og sméri.

 

Dag einn laungu seinna kom Dabbi fram á svalirnar heima hjá sér. Hann hóf upp raust sína og sagði að hann hefði ákveðið að selja Risann með manni og mús. En þar sem hann nennti ekki að standa í bisness sjálfur hefði hann fengið sérfræðinga til að selja fyrir sig. Svo taldi hann upp vini sína sem áttu að fá nokkrar millur fyrir ómakið.


Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (3 af 11 )

Meðan þessu fór fram hélt OG áfram að rækta símtöl og svoleiðis. OG setti niður allskyns fræ og fékk hin fjölbreyttustu símtöl og þjónustur upp sem hann fór með á markaðinn til að selja kjafta og afþreyingarfullum íbúum Fjarskiptalands. Velgengni OG fór sérdelis í taugarnar á fjarskiptarisanum, sem klagaði allt mögulegt  í Pfar. OG var líka pirraður út í Risann og klagaði á móti allt mögulegt.  

Risinn fór nú til Dabba sem öllu réði og sagðst alveg vera að klebera á þessum OG dvergi, hann væri sinkt og heilagt að stíða sér og kvelja með allskyns tilboðum og bellibrögðum sem gerðu ekki annað en rugla íbúa Fjarskiptalandssins. Nú væri svo komið að aumingja fólkið vissi ekket hvaða símtöl það ætti að kaupa sér til skemmtunar og hvað það ætti að borga fyrir þau.

Dabbi sagði við Risann, ef þú ert að þessu væli sel ég þig bara einhverjum sem getur kennt þér að lifa í svokallaðri samkeppni eða svoleiðis.

Eitt af því sem Pfar fyrirskipaði var að ekki mætti taka af fólkinu svokölluð símanúmer þótt fólkið vildi fá nýja símtala uppskeru frá hinu fyrirtækinu. Þetta varð til þess að fólkið vissi ekkert hvað símtölin sem það var að kaupa kostuðu. Ef fræið var sett niður hjá Risanum en uppskeran seld hjá OG kostaði það meira en ef fræið var sett niður hjá Risanum og uppskeran keypt hjá Risanum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband