25.12.2020 | 12:49
kæri Bjarni
Örey 24.des 2020
Kæri Bjarni minn gæsalappi.
Enn og aftur eru hælbítarnir komir í hælana á þér, er ekki nóg á þig lagt að draga vinstri eitthvað um ..............
Ég er að heyra ýmsar útgáfur af óhappinu sem þú lentir í niður í miðbæ, en ég trúi ekki hverju sem er sagt um þig Bjarni minn, ó-nei ó nei.
En að þú hafir króast út í horni lengst frá dyrunum út, því trúi ég. Það hafa áræðinlega verið helvítis kommar sem vörnuðu þér útgöngu elsku drengurinn. Þetta er mér sagt að þetta væri grímulaus listasýning svo ég er ekki hissa þótt fólk væri ekki með grímur. Of corse yes
Þetta fólk sem ruddist inn og hrakti þig út í horn og hélt þér þar til lögreglan kom til hjálpar, eru helvítis kommar og ekkert annað, bölvaðir séu þeir og það á Þorláksmessunni sjálfri.
Ekki nóg með það, þetta pakk var búið að drekka úr öllum nema tveimur eða þremur sprittbrúsum sem voru þarna til að spritta hendur og olnboga.
Hvað gera menn svo sem annað en kyssast og svoleiðis þegar partýið er búið og tími til að fara heim að lúlla, ég bara spyr? Svo er löggan kölluð allskonar eins og til dæmis nasistar. Þvílíkur dónaskapur segi ég bara. Ég er ekki hissa þótt þeir þurfi hærri laun blassaðir.
Elsku Bjarni minn þessir hælbítar, sóðakjaftar og kommar, þeir eru áræðanlega að spá í hver eigi að taka við keflinu af þér. Þeir halda virkilega að þú eigir að fá þér aðra vinnu. Þeir trúa því sjálfir þótt enginn annar geri það að þú þurfir þess. Elsku vinur þetta var ekki þér að kenna.
Ég óska þér gleðilegs grímulauss árs elsku drengurinn.
Þín einlæga Magnea.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.