Höfuðlausn Jóns

Höfuðsker 29.jan. 2021

 

Kæri Nonni Ásgeiri minn.

Það er mikið að þú látir verða af því að skrúbba fyrir þínum dyrum. Láttu ekki sögur sem ganga um þig halda fyrir þér vöku, það eru meira og minna helvítis lygi sprottin af öfund út í velgengni þína. Það er ekki að spyja að því hvað þetta öfundapakk lætur frá sér fara, allt bara öfund og ekkert annað.

Það er rétt hjá þér að láta semja þér höfuðlausn, eins og Egill gerði fyrir margt laungu. Eins  og þú segir ertu bæði ljúfur og góður drengur, hjartahlýr, áreiðanlegur og heiðarlegur í viðskiptum, skiptir ekki skapi þótt borin sé lygi á þig.

Þessi Sullenbergur eða hvað hann nú heitir, honum var andsskotans nær að eiga svona flotta kærustu. Hann hafði einga ástæðu til að fjúka upp þótt þú klappaðir henni á kinnina.

Nú bíð ég spennt hvort þú og Einsi Kára fáið ekki Nóbelinn fyrir þessa höfuðlausn. Egill fékk að halda sínum haus í denn, en það var bara vegna þess að bretarnir skildu ekki kvæðið.

Þessir öfundapúkar eru jafnvel að tala um einhverja veislu, með gullflögum í kampavíninu sem þeir halda að hafi kostað hálfan milljarð. Þvílíkt bull, þú sagðir að veislan hafi ekki kostað neinn hálfan milljarð, því trúum við auðvitað.

Þegar höfuðlausnin hefur verið lesin af þorra landans þá mun myndast hjarðónæmi, og þar með ekkert að hafa áhyggjur af. Elsku drengirnir ég bíð spennt að lesa þessa höfuðlausn Nonna og Einars.

 

Þín Magnea


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Svo er bara að bruna á næstu Orkustöð og kaupa bensín hjá honum!!

Sigurður I B Guðmundsson, 30.1.2021 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband