12.2.2021 | 20:34
Valentínus
Í valdatíð Marcusar Aureliusar Augustusar Gothicusar, þekktur sem Claudius 2. Keisari í Róm frá 268 til 270 eftir Krist, urðu atburðir sem tengjast Valentíusi.
Það eru þrír Valentíusar sem sagnir eru um frá þessum tímum. Nú eru sumir sem vilja hafa það sem sannara reynist. Þetta er oft notað en ég vil hafa það sem skemmtilegra er, í svona efnum.
Claudius 2. var duglegur herforingi og vann marga frækilega sigra. Meðal frægra sigra sem hann vann var orrusta við Gota við Naissus sem síðar var í Júgóslavíu. Nú á valdatíma Claudiusar sem keisara, komu upp vandamál meðal hermanna. Ráðgjafar Claudiusar töldu að helstu vandræðin tengdust því að hermennirnir, það er þeir sem voru giftir eða trúlofaðir vildu heldur kúra undir sængurhorni kvenna sinna frekar en berjast við ókunnuga einhverstaðar úti í heimi.
Úr varð að Claudius bannaði hermönnum sínum að giftast eða eiga kærustur.
Nú kemur til sögunnar Valentínus sem þá var prestur í Róm. Valentínus þessi hafði sótt um að verða páfi en ekki fengið djobbið. Þess vegna var hann hálf súr út í kirkjuna og keisarann.
Nú tekur Valentínus að gifta hermenn Claudiusar á laun fyrir lítinn pening. Leyniþjónusta Claudiusar kemst að þessu og tilkynnir Claudiusi, sem varð æfur við og fyrirskipar tafarlausa handtöku Valentínusar. Svo reiður var Claudius að hann fyrirskipaði að Valentínus skuli verða laminn með hafnarboltakylfum þar til hann gefi upp öndina og síðan hálshöggvinn.
Valentínusi er nú hent í steininn og aftökudagurinn ákveðinn 14 febrúar árið 269 eftir Krist.Meðan Valentínus bíður barsmíðanna og axarinnar, kynnist hann dóttur fangelsisstjórans sem var blind.
Sagt er að þau hafi hist á laun í klefanum sem Valentínus var hafður í og verið innileg hvort við annað.
Nú rennur upp 14. Febrúar árið 269. Hafnaboltakylfurnar eru splunkunýjar sem nota á.
Valentínus fær góðfúslega leyfi til að skrifa bréf til dóttur fangelsisstjórans, sem hann gerir og undirritar það þinn Valentinus Þetta er talið fyrsta Valentínusarbréfið.
Dóminum er fullnægt en þá bregður svo við að dóttir fangelsisstjórans fær sjónina akkúrat þegar höfuð Valentínusar skilur við búkinn.
Það er af Caudiusi 2. að segja, að hann fékk svínaflensu í janúar 270 sem leiddi hann til dauða. Eftir dauða hans byrjaði 200 ára hnignunar tímabil Rómarveldis.
Frá sextándu öld hafa Bretar og Skotar haldið Valentínusardag hátíðlegan. En sagnir eru um að á 14 öld hafi þessi dagur verið hátíðisdagur elskenda og kærustupara í Evrópu.
Til Bandaríkjanna berst þessi siður með Breskum innflytjendum, og hafa Bandaríkjamenn verið einna iðnastir við að halda upp á daginn. Hingað berst þessi siður frá Bandaríkjunum og Danmörku um 1960 eða þar um bil.Valentin þýðir hinn heilbrigði og duglegi eða þannig.
Um 1950 fengu blómasalar og gullsmiðir í Danmörku þá geislandi hugmynd að tengja saman dánardag Valentínusar við blóma og gullsölu.
Hugmyndin þótti frábær, en þrátt fyrir það var það ekki fyrr en um 1960 sem Valentínusardagurinn hafði unnið sér sess í dönsku þjóðlífi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.