Kæri Bjarni Reykhás Ben Gæsalappi

Tounge Shocking Devil  

Mikið þótti mér þessi Reykhás sveifla glæsileg hjá þér. Auðvitað mótmælum við allir og pössum upp á að kerlingarnar fái ekki að vera með.  Það er göfugt að fylga sinni sannfæringu hver svo sem hún er hverju sinni. Auðvitað voru allir heiðarlegir Íslendingar á móti Icesave, þess vegna flutti vinur okkar svarti Pétur Blöd tillögu um að skjóta þessu bara á þjóðina. Auðvitað vildir þú það gæsalappi minn hvað annað svo sem ?

En það var svo vitlaust af Óla að skrifa ekki undir, hann hefur áræðanlega ekki skilið ykkur. Hann vissi þó að það þýddi þjóðaratkvæðagreiðslu. Auðvitað er það frammsóknar-vitlaust að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu. Miklu betra að semja uppá nýtt við tjallana og hollana, ég segi ekki annað. Þess vegna ert þú svo sjálfum þér samkvæmur. Ég segi enn og aftur elsku Bjarni minn Reykhás að snúast eins og vindhani í Icesave er bæði göfugt og gáfulegt og ættu fleiri að taka þig sér til fyrirmyndar.  Hver var aftur með leiðindar athugasemd um þig Bjarni minn? Eitthvað um að þú hafir verið með Wernerunum að gambla með Sjóvár tryggingarsjóðinn eða eitthvað svoleiðis. Ekki veit ég hvað þetta hyski er að tala um.

Jæja Bjarni minn ég læt þetta duga í bili.

Þín heittelskaða

Magnea


Kæri Tryggvi

InLove Devil  

Mikið þótti mér vænt um þig þegar ég frétti af því að þú hefðir ráðið vinkonu mína í rannsóknarnefndina þína sem sumir vilja meina að sé á vegum Alþingis. Við vitum nú að þetta er einkanefnd sem enginn þarf að svara fyrir. Bara dónar spyrja spurninga eins og til dæmis um eitthvert fyrirtæki  og kúlulán.  Hvað með það þótt hún Elín okkar hafi fengið kúlulán ?.hún er ekki sú eina sem fékk svoleiðs lán.

Hverjum er annars treystandi fyrir svona rannsókn nema vönum  mönnum og konum  sem hafa persónulega reynslu af sukkinu sem verið er að rannsaka, ég bara spyr.

Svo voru þetta ekki nema 117 millur, hvað er það svo sem í dag ? Þótt einhver banki þurfi að afskrifa þessa aura þá er það bara bankans og fólki kemur það sko ekkert við. Að vísu lendir reikningurinn hjá fíflunum í landinu en ég er glöð yfir því að fá að leggja mitt af mörkum svo Elín mín verði ekki að betla fyrir mat.

Þín einlæga

Magnea.

 


Kæri Jón V.

Wizard W00t Devil  

Mikið finnst mér dásamlegt að menn séu að vakna til vitundar og vilja gera minnsimerki um helvítis aulana sem eru sífellt að pissa á  efnahagsbálið sem gæsalappi og glópaláni segja að sé allt Steingrími að kenna. Fyrir 800 þúsund er örugglega hægt að gera veglegan minnisvarða með 33 nöfnum þeirra sem samþykktu þennan icesave samning, eins  vitlaus og hann  nú er.

Kæri Jón minn, finnst þér ekki ástæða til að gera líka minnisvarða með nöfnum þeirra sem bjuggu til Icesave vitleysuna ? Efst gæti til dæmis verið brjósmynd af Dabba og Dóra þar fyrir neðan brjóstmyndir af Geir H, Gerðu leikaradóttur, Valgerði frammara og Sollu. Svo þar fyrir neðan af: Wernerum, Ingólfssyni, Thorsurum, Ólafssyni,  Einarssyni, Ármannssyni, Smárasyni, Gissurarsyni, Welding,  Árnasyni, Kristjánssyni, Guðmundssonum,  Sigurðssyni  og svo mörgum öðrum sem unnu ötullega að falli Ísands undir öruggri styrkri stjórn Íhalds og Framsóknar. Ég sé fyrir mér þessa tvo minnisvarða í Garðinum bakvið alþingishúsið. Annar úr íslenku grágrýti hinn úr marmara frá Ítalíu.

Algjör gargandi snilld segi ég bara.

Hver var nú aftur að segja að slökkviliðið migi bensíni ? Ljótt ef satt er.

Elsku drengurinn minn ég vona bara að þú fáir nafnið þitt á minnsvarðan úr marmaranum.

Kær kveðja

Magnea


Kæri Jón Valur

Devil InLove  

Það er merkilegt fyrirbrygði þessi Jón Valur.

Hans skoðun er að það eigi að stinga slökkiliðinu sem er að reyna að slökkva óreiðubálið sem Framsókn og Íhaldið kveiktu í og gera eignir slökkviliðsmanna upptækar. Þetta er í samræmi við skoðanir evru-verkfræðingsins úr súper gaggó á melonum.

Þetta eru sko skoðanir sem mér líkar við ég segi það bara.

Auðvitað á að gefa upp sakir til allra frammara og íhaldsmanna og dreyfa uppteknum auði slökkilismanna meðal þeirra. Það þarf bara að gæta þess að gæsalappi og glópaláni fái stærri skerf an aðrir.

Wernerar, Weldingar, Ólafssynir, Ingólfssynir, Thorsarar, Einarssynir, Ármannsynir, Smárasynir, Bakkabræður og allir hinir geta nú andað léttara og fengið sér bjór og kampavín án þess að skattmann sé eitthvað að horfa yfir öxlina á þeim.

Þeir geta svo þegar þeir eru komnir á þing aftur lagt niður saksóknara og leiðindadómara sem eru að hrekkja þá.

Svona eiga bændur, verkfræðingar og guðfræðingar að hugsa. Jöfnuður fyrir alla nema helvítis fíflin sem eru að pissa á bálið. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af kjósendum, þeir eru fíflin sem kjósa alltaf yfir sig brennuvarga hvort sem er.

Þetta er nýárskveðja til ykkar ágætu landsmenn.

Magnea.


Kæra fréttastofa RUV

Wizard Bandit Ninja  

Hverjir eru skúrkar árssins spurði fréttamaðurinn.

Það eru þeir Björgúlfsfeðrar svaraði einn. Það er fréttastofur RUV sagír einn. Það eru útrásarvíkingar segir einn. Það eru þeir sem enn eru við völd hingað og þangað og neita að víkja fyrir þeim sem eru að reyna að taka til.

Þvílík fyrra segi ég og skrifa. Skúrkar ársins eru náttúrulega fólkið í landinu sem valdi þetta fólk til valda sem komið hefur okkur á kaldan klaka.

Það er ekki Björgúlfsfeðgum að kenna hvernig fór með Landsbankann og þau félög sem féllu með honum. Nei ekki aldeilis, þeir lentu bara svona í því.

Það er ekki  Wernerum, Einarssonum né Máfum að kenna hvernig fór með Kaupþingsbanka, nei þeir bara lentu í þessu.

Það er ekki Weldingum, Jónssonum, Smárasonum né Bakkabræðrum að kenna hvernig fór fyrir Glitnisbanka, nei þeir lentu bara svona í því.

Auðvitað eru kjósendur og vandamenn þessara heiðursmanna skúrkar ársins og raunar undanfarinna ára líka, allir auðvitað nema hann Dabbi minn sem varaði stöðugt við. Ekki er hægt að segja með neinu sanni að hann Halldór og hún Valgerður séu skúrkar ó nei, ekki aldeilis, þá eru þeir Bjarni gæsalappi Ben og Sigmundur glópalán ekki skúrkar, öðru nær.

Nei það eru auðvitað allir aðrir ei þeir sem eru skúrkar ársins og undanfarinna ára.

 

Magnea óskar öllum skúrkun nær og fjær farsælds komandi skúrkaárs.

 


Kæra Magnea

Sick Crying Devil  

Ég var á gangi á torgiu í Köge rétt fyrir jólin. Köge er eins og margir vita smábær á Sjálandi um það bil 60 km. sunnan Kaupmannahafnar.

Þar kem ég að sem seldar eru pylsur, það er sama og pölser, sem við kollum oft pulsur.

Ég hugsa gott til glóðarinnar að fá mér eina. Þar sem ég stend þarna við pylsusölunna gramsandi í smápeningum, sem eru raunar engir smápeningar á okkar mælikvarða núna 10 kall og 20 kall.

30 danskar krónur eru nefnilega  um það bil 730 íslenskar.

Nú þarna stend ég og tel peningana. Þá víkja  sér að mér eldri hjón. Maðurinn ávarpar mig spyr hvað klukkan sé. Ég segi honum það, og þá spyr hann hvaðan ég sé. Hann hefur greinilega heyrt á mæli mínu að ég var ekki Dani.

Ég segi honum það. Þá snýr hann sér að konuni og segir. Stakkels íslending. „Skal vi ikke bjude ham paa en pölse, han er sikkert fattig stakkels manden".

Ég hugsaði með mér hvort ég æti að segja þessu ágæta fólki að ég ætti fyrir svo sem einni pylsu, en lét það ógert og sagði bara takk fyrir.

Hjónin panta nú þrjár pylsur með tómatsósu, sinnepi og brauði.

Þarna stend ég við pylsusölunna á torginu í Köge ásamt þessu góða fólki sem ég hef aldei séð og þekki því ekki nokkurn skapaðan hlut og borða pylsu á þeirra kostnað.

Danska er útlenska fyrir mér sem ég kann svo sem ekki, þess vagna skrifa ég þetta bara eins og ég sagði og heyrði.

Þegar pylsuveislan er á enda segi ég. „Tak för pölsen. Konan segir velbekom, det var dæligt að bjuda po en".

Þá fór ég að hugleiða því í ósköpunum vorum við að segja okkur úr Danska heimsveldinu. Hefði ekki verið mikið betra að vera í sömu stöðu og vinir okkar í Færeyjum?  Þá hefðum við alvöru peninga sem Dabbi og co hefðu ekki getað mixað með. Alvöru banka sem Weldingar, Sigurðar, Björgúlfar og Jónar hefðu ekki getað rústað. Danskst fjármálaeftirlit sem stjórnað er af fagfólki, en ekki pólitískum aulum. Við færum í innanladsflugi til Köben hvað þá annað.

Við hefðum þjóðhöfðingja sem hægt er að bera virðingu fyrir, og ráðherra sem vissu svona nokkurnvegin hvað þeir væru að gera.

Gæsalappi væri á bensíndælu hjá N1, Hannes Hólmsteinn væri á atvinnuleysisskrá , Hannes Smárason væri sendill hjá Bónus, Wernesbræður væru að búa til magnýl hjá pabba sínum, Pálmi Haraldsson að telja skrúfur á lagernum í Byko, og svona mætti lengi telja.

Þvílíkur lúxus segi ég og skrifa.

Þetta læt ég duga í bili mín ágæta Magnea

Bestu kveður

Aðdáandi.


Lusia. ´desembersaga gleðileg jól

Halo Smile  

Það gerðist um það bil árið 304 eftir krtist í þorpinu Syrakusa á Sikiley sem er eins og þið vitið stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu og stærsta sýsla Ítalíu , að mamma Lúsiu sem hafði eldað sér fyllta önd daginn áður, en gleymt að setja sveskjur í fyllinguna, fékk miklar innantökur og hjartverk. Þetta mun hafa stafað af því sveskjurnar vantaði í fyllinguna.

Það er ekki að orðlengja það, en dóttir hennar hún Lúsia varð skelkjuð mjög og taldi að móðir sín myndi deyja þá um daginn. Hún leitaði því til gamallar konu sem hét Agata, og var talin vita meira an flestir aðrir í þorpinu um innantökur.

Agata bruggar nú mjöð, sem við nú á dögum köllum verk og vindeyðandi. Móðir Lúsiu fær nú flösku með þessum myði og segir Agata að hún eigi að fá sér sopa á hálftíma fresti. Þetta gerir svo móðir Lúsiu samviskusamlega. Viti menn eftir fjórar inntökur, stendur sú dauðvona upp og segist þurfa að bregða sér frá.  

Heyrast nú miklir skruðningar frá prívati því, sem nú til dags kallat salerni, en í þá daga kamar. Þessu virðist ekki ætla að linna, og hefur Lúsia miklar áhyggjur af þessum hljóðum. Það var þá sem Lusia snýr sér til himins og heytir því að vera hrein mey til æfiloka, ef móðir hennar deyi ekki.

Í þessum heytsrengingum skeður það að hljóðin frá kamrinum hljóðna. Lúsia læðist að kamrinum og hvíslar ertu lifandi móðir mín ?

Dyrnar á kamrinum opnast og móðir Lúsiu gengur út og segir, mikið var þetta nú losandi sem hún Agata bruggaði fyrir mig, bætir svo við, ég verð að muna eftir sveskjunum næst þegar ég geri fyllingu.

 

Nú gerist það að Lúsia segir frá heyti sínu við almættið, um að hún ætli ekki að missa meydóminn, en Lúsia var trúlofuð strák úr því hverfi í Syrakusa sem við myndum kalla Vogana hér á Íslandi.

Þegar strákurinn úr Vogonum fréttir þetta segir hann við Lúsiu sína, heyrðu Lúsia hvaða vitleysa er þetta sem ég heyri,  að þú sért hætt með mér og ætlir ekki að leyfa neinum að fara uppá þig.

Já minn kæri ég lofaði guði því ef hún móðir min myndi lifa.

Þetta líst mér ekkert á segir strákurinn úr Vogunum.

Lúsia sat við sinn keyp,  og ekki nóg með það heldur fór að deila heimanmundinum sem átti að fá þegar hún giftist strákum, meðal fátæklinga.

Nú var piltinum nóg boðið Lúsia ekki lengur hans og heimanmundurinn gefin ölmusufólki sem í dag væru kallaðir atvinnuleysingjar.

Hann ákvað að hefna sín á Lúsiu og kærði hana til Keisarans í Róm sem þá var Constantin fyrsti fyrir að vera kristin.

Þegar Lúsia fékk stefnuna frá fógetanum, og sá fyrir hvað hún væri ákærð, þá stakk hún úr sér bæði augun og sendi kærastanum þau á undirskál.

Venjulega voru kristnir settir í Coloseum hringleikahúsið í Róm, og ljón og önnur óargadýr látin sjá um aftökurnar, til mikillar gleði og ánægju fyrir áhorfendur, sem yfirleitt voru mjög margir.

En fógetanum í Syrakusa þótti réttara að refsa Lúsiu með ævilangri þrælkun. Því hljóðaði dúmurinn upp á það.

Þegar menn fógetans ætluðu að ná í Lúsiu, til að flytja hana í þrælabúðirnar, þá skeður það að þeir geta ekki hreyft hana.

Þeir ráða nú ráðum sínum um stund. Þá segir einn hermaðurinn, hvernig væri að brenna hana ? Þetta þótti mönnum fógetans þjóðráð. Þeir bera nú eld að Lúsiu, en þá skeður það að eldurinn víkur frá henni . Þeir reyna nú ýmsar leiðir til að kveikja í Lúsiu en alltaf víkur eldurinn frá henni.

Það er að koma kvöld og samkvæmt vinnulöggjöf keisarans í Róm mátti ekki vinna eftir klukkan fimm.

Öll aukavinn hafði verið bönnuð árið 303 eftir krist, svo nú voru hermenn fógetans að komast í mestu vandræði,

Hvað skyldi til til bragðs taka ? Þar sem klukkuna vantaði kotrer í fimm varð að hafa hraðann á.

Það var þá sem einn undirforingi í flokki fógetans dró sverð sitt úr beltinu og stakk því í háls Lúsiu, það varð hennar bani.

Lúsia þessi var svo tekin í dýrðligatölu af páfanum í Róm löngu seinna.

Á Grand Kanarí heitir eitt þorpið meira að segja Santa Lusia, svo sjá má að þessi saga er ekkert bull sem ég hef sett saman.

Þegar Lúsiu er minnst 13.desember, Er Lúsian klædd í hvítan kirtil til marks um hreinleika hennar, Gjarnan er settur rauður lindi um hana miðja sem lafir niður á tær. Það táknar blóðið sem rann úr hálsi hennar á dauðastundinni.

Kertin sem sett eru í krans og síðan á höfuð Lúsiunnar er til að minnast þess að eldur vann ekki  á henni.

Lúsiur nútímans fá þó að halda augunum, og þurfa ekki að lofa neinu um meydóm sinn.


Kæri Bjarni Ben.

HaloSick

Ég skrifaði þér smá bréf í nóvember mig minnir að það hafi verið þann 11.

Nú get ég ekki orða bundist yfir því nöldri sem ég hef heyrt um þig undanfarið.

Þetta nöldur er út af því að öfundar-kommarnir í framsókn og samfylkingunni þykjast vita eitthvað um þinn auð fyrir og eftir kreppu.

Mér finnst þetta alveg rétt hjá þér að skammast út í kommana og kratana fyrir ástandið í peningamálum landsmanna.

Bubbi frændi gerði það alltaf þegar hann hafði gert eitthvað af sér. Þá ösktaði hann á okkur frændsystkyni sín, það voruð þið sem gerðuð það.

Þá kom mamma og skammaði okkur, alveg sama hvað við sögðum. Bubbi fór bakvið sófann og þóttist ekkert hafa gert.

Hvað með það þótt þú hafir verið að vasast í bissness, það er áræðanlega ekki þér að kenna hvernig fór. Þetta Mileston kom þér og þínum sko ekkert við. Hvað þá heldur Innvik & co, né þá ekki heldur, KCAJ, BNT, N1, Máttur, SJ2, Skeggi, Þáttur International, Hrómundur, Hafsilfur, Racon Holding, og þá ekki Svartháfur sem illpennarnir segja að hafi verið leppfyrirtæki fyrir Racon og Vafning. Svo er fólk að hneygslast yfir því þótt þú segir elsku drengurinn að þú hafir ekki tekið neinn þátt í svindlveislunni miklu sem skuldsetti almúgann upp fyrir eyru.

Það var auðvitað einhverjum Morgan í Ameríku að kenna hvernig fór, helvítið að tarna átti sko ekkert með að rukka ykkur feðgana og Wernerana.

Öfundarpakkið og kommakratarnir horfa bara alveg framhjá því og kenna ykkur um allt saman.

En Bjarni minn þú skalt bara halda áfram að skammast út í Steingrím og hina kommana alla saman, þetta er auðvitað allt þeim að kenna. Ég er sannfærð um að evruverkfræðingurinn Halldór Jónsson getur reiknað ykkur alla frá þessu og komið því á hana Jóhönnu og kannski einhverju á hann Steingrím líka.

Jæja Bjarni minn ég læt þetta gott heyta í bili, ég skrifa þér aftur fljótlega. Mér finnst ljótt að kalla þig gæsalappa, en svona eru framsóknarmennirnir sem þú heldur að séu vinir þínir.

 

Bestu kveðjur, en passaðu að borða ekki of mikið af skuldasúpunni um jólin.

Þín einlæga Magnea. WizardDevilWhistling

 

 


Martröð 7

 

Í martröðinni fannst mér ég lesa bréf frá rannsóknarnefnd um bankahrunið.

Það var eitthvað á þessa leið.

Kæri Davíð minn, mér er það þvert um geð að ónáða þig frá skyldustörfum þínum á Mogganum, en mér er falið að leiða rannsókn á því hvernig stóð á því að Íslenska ríkið fór á hausinn. Þess vegna verð ég að spyrja þig og hann Haarde minn nokkurra spurninga. Sömu spurninga verð ég einnig að spyrja hana Valgerði Sverris og hann Halldór Ásgríms.

Meðfylgjandi er  listi yfir spurningarnar.

Ef einhverjar þeirra eru óþægilegar þá bara strikar þú yfir þær og býrð til nýjar, allt eftir þínum hugmyndum. Sem dæmi, ég spyr um það hvort þú hafir ekki vitað af því að bankakefrið myndi bresta og fara á hausinn?  Þá getur þú bara strikað þessa spurningu út og sett aðra í hennar stað. Hún gæti til dæmis verið svona.

Varaðir þú ekki við ofvexti bankanna ? Svarið er auðvitað,  jújú margoft. Þannig getur þú lagað til óþægilegar spurningar og gert þær bæði skiljanlegri fyrir alþýðuna og auðveldari fyrir okkur rannsóknarmennina.

Ég sendi ykkur eins og ég nefndi sömu spurningarnar, þið getið þá samræmt svörin svo ekkert stangist á og sé auðskilið jafnvel nefndinni sem öðrum.

Þar sem ég gef Alþingi bara upp fjölda spurninga þurfið þið að setja nýja spurningu fyrir hverja þá sem þið strikið út.

Ég bið enn og aftur margfaldlega afökunar á því að þurfa að ónáða þig Dabbi minn, sama gildir fyrir hina. Ég treysti engum nema þér til að leiða þau hin í þessu máli til að sannleikurinn komi undanbragðalaust fram.

Við þetta vakna ég. Konan er að pota í mig og segir ertu nú með eina martröðina enn ?

Ha ég svara ég, hvar er Dabbi minn ?

Heyrðu kona þú vaktir mig áður en ég gat lesið spurningalistann.

 


Arion

Whistling Devil Undecided  

Sagt er um Arion þennan sem  bankinn er kendur við,  og  sagður afkvæmi sjávarguðsins Poseidons og Demete sem er eins og allir vita var í líki hryssu þegar hann kom undir, hafi verið rænt af Sómölskum sjóræningjum. Eftir að Poseidon hafði neitað þeim um greiðslu lausnargjalds fyrir Arion fannst þeim illt í efni og lögðust í spegúlasjónir um hvað ætti að gera við þennan ránsfeng. Einn sagði bara eigum við ekki að hafa þetta einfalt og reka spjótið í geng um kauða. Annar taldi það af og frá, það myndi útbíja þilfarið  og hann nennti sko ekki að skúra það einu sinni enn, betra væri að henda honum fyrir borð og leyfa honum að drukkna drottni sínum. Aumingjarnir vissu ekki af faðerni Arions.

En Arion var mikill tónlistamaður sem hafði unnið til ótal verðlauna einkum fyrir söng en hann var mikill söngmaður. Meðal verðlauna voru Odiseifsverðlaunin eftirsóttu einnig var hann verðlaunaður af „ fésbók „ þeirra tíma og fastur þáttur með honum var einnig á „Twitter"  svo menn geta séð hverskonar snillingur var á ferð. En ótíndir sjóræningjar vissu náttúrulega ekkert um það.

Meðan ræningjarnir þráttuðu um það hvernig ætti að slá Arion af, stakk hann upp á því við þá að fá að syngja  svo sem eitt eða tvö lög fyrir þá. Þetta sögðu ræningjarnir í lagi sín vegna.

Nú tekur Arion upp gítarinn sinn og syngur nokkra vinsæla slagara. Söngur hans hljómar yfir hafflötinn og berst til eyrna höfrunga nokkurra sem eru svamlandi ekki langt frá.

Þegar Arion hefur tæmt sögdagskrá sína segir hann „ adjö „ við ræningjana og stekkur fyrir borð.

Sjóræningjarnir anda nú léttar þar sem Arion sjálfur valdi örlög sín án þess að útbía þilfarið með blóði sínu.

En höfrungarnir sem hlýddu á tónlist Arions hópuðust í kringum hann blakandi uggum og slettandi sporðum af hrifningu. Einn höfrunganna tók að sér að koma Arion að landi. Áræðanlega hefur Poseidon komið eitthvað þar við sögu.

Af sjóræningjunum fréttist ekkert meira, nema óljósar fregnir um að þeir hafi siglt skipi sínu í strand og farist allir með tölu.

Nú hafa íslenkir tekið uppá því að skíra banka í höfuðið á Arioni, og bankasjórinn tekur ekki í mál að afskrifa eitt eða neitt, segir bara, þið skuluð henda ykkur í skuldalaugina, ég kæri mig ekkert um að þið útbíið parketið mitt, hvað þá heldur allan marmarann i bankanum mínum með blóðinu úr ykkur, sem er ekki einu sinni bláleitt hvað þá meir.

Skyldi þessi banki eiga eftir að sigla í strand  eða lenda í ræningjahöndum?  Flott frímúraramerkið á bankanum !

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband