Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kæri Sigmundur Davíð (Simmi glópalán)

JoyfulAlien                                                                                                

Kæri Sigmundur Davíð (Simmi glópalán.)

Er eitthvert vit í því fyrir okkur að ganga í spillingarfélagið EB ?

Eins og þú hefur margoft sagt kæri Simmi glópalán svarið er nei.

Við eigum að greiða atkvæði um það hvort við vilum greiða atkvæði um að ganga ekki í EB alveg eins og þú og Bjarni gæsalappi sögðuð fyrir kosningarnar.

Spilling er sögð vera upp á marga milljarða eða svo í EB-löndunum, og því ekkert vit í því fyrir okkur Íslendinga að ganga þar inn, þetta er okkur sagt af hagsmunaaðilum sem hafa mestan hagnað af spillingunni á Íslandi. Hvernig væri nú ef einhverjir spekingar sem hafa bæði lært þríliðu og prósentureikning í Súpergaggó á Melunum og jafnvel í útlöndum sem kalla sig gjarnan prófessora, doktora og sérfræðinga í þríliðu-og prósentureikningi. Þegar þeir bulla þá fellur fjórflokksmafían á kné og lofar og prísar skýringar þeirra á fjármálum.

Hvernig væri að einhver þessara reiknimeistara reiknuðu út hver spillingin í EB er á hvern íbúa í EB-löndunum og svo  spillingin á Íslandi á hvern íbúa á Íslandi.

Ég á eftir að senda þér línu fljótlega Simmi minn.

Þín Magnea.


Kæri Bjarni gæsalappi

Hvaða rugl er þetta með krónuna ?  Halda menn að íslenska krónan verði einhverntíma gjaldgengur gjaldmiðill utan Íslands ? Pínulítil óstöðug með verðgildi sem fer eftir geðþótta LÍÚ mafíunnar. Nei svo verður aldrei. Danir sem festu gengi dönsku krónunnar gagnvart evrunni geta ekki greitt með henni utan Danmerkur nema í “grensubúðum” við landamæri Þýskalands og þá ekki á því sama gengi sem er þegar þeir kaupa evrur í Dönskum banka. Sama er með Svía, sænska krónan er ekki gild í öðrum EB löndum en Svíþjóð nema hvað það er hægt að borga með henni í stóru verslunarmiðstöðvunum í Kaupmannahöfn og í verslunum í Helsingör.

Svo er okkur talin trú um að krónan sú Íslenska sé svo góð að allt fari til helvítis ef við tækjum upp evruna. Evran er gjaldgeng í öllum EB ríkjunum og víðar. Íslensku krónuna er eingöngu hægt að nota á Íslandi.

Það hafa flestir vit á fjármálum nema Már, hann er ekki nógu klár.

Kveðja.

Magnea


MULLI

DevilNinja 

Ég man svo vel eftir Múlla eins og við strákarnir kölluðum hann heima í Mekka

Hann hét Abú Íkvasím Múhameð íbn Abd Allah al-Hasímí al-Kvarasjí. Hann er fæddur 20.apríl 570 e.k. í Mekka  Hann gat verið mesta hrekkjusvín þegar sá gállinn var á honum hann var oft kallaður hrekkjusvín og sumir sögðu að hann væri illa upp alinn. Hann var sonur ekki alltof  efnaðs kaupmanns sem seldi varning frá Indlandi meðal annars.

Faðir hans dó áður en Múlli (Múhameð) fæddist, og móðir hans lést þegar hann var sex ára. Honum var komið fyrir hjá Bedúínum í eyðimörkinni, ef hann hefði verið á Íslandi hefði hann verið sendur á Breiðuvík.

Hann  kynntist  menningu Bedúína, sem höfðu marga guði. Hver ætt hafði sinn guð til að tilbiðja og dýrka.

Síðar var hann sendur til föðurbróður síns sem var efnaður kaupmaður í Mekka. Þar komst hann í kynni við kaupmenn sem komu frá Austurlöndum fjær með varning eins og til dæmis krydd og silki.

Þessir kaupmenn sem meðal annars komu frá Indlandi fluttu með sér siði sem við teljum tilheyra Búddatrú.

Þannig hafði Múlli eins og ég kallaði hann, kynnst siðum Bedúína, Kristinna, Gyðinga og  Búddista þá ekki nema fertugur.

Hann var svekktur yfir því að allar ættir og smá hópar höfðu mismunandi skurðgoð að dýrka. Múhameð hafði oft hugsað hvað það gæti verið sterkt ef allir tryðu á einn guð og hefðu eitt tákn til að tilbiðja og dýrka. Maður talaði nú ekki um það ef hann stjórnaði þessu sjálfur.

Þegar hann var um fertugt, þá kvæntur ekkju sem var vel efnuð og fjórtán árum eldri en Múlli, fórum við saman upp í fjallið við Mekka sem heitir víst Híjarfjall eða eitthvað svoleiðis. Nú þar sem við ráfuðum í fjallinu komum við að helli, sem okkur fannst upplagt að hvíla okkur í, þar var skjól fyrir sólinni.

Við munna hellisins og inni í honum var einhverskonar sveppagróður. Við Múlli vorum með vínflösku með okkur til að dreypa á í hitanum og slökkva þorstann.

Múlli tíndi nú nokkra sveppi sem hann setti upp í sig. Ég var ekkert svangur og sleppti því sveppunum. Síðan fengum við okkur væna sopa úr flöskunni. 

Fljótlega rann á Múlla einhverskonar sveppa og áfengisvíma. Hann fór að muldra eitthvað sem ég skildi ekki. Mér fannst eins og hann væri að tala við einhvern en ég sá engann. Þegar rökkva tók rann af honum þessi víma. Við Múlli röltum niður í þorpið þá tók Múlli að boða betri siði og eina trú og  fækkun skurðgoða. Einn Guð eitt tákn.

Fólkið hló að honum og kallaði hann draumóra gæja. Farðu bara heim sögðu gömlu konurnar og lestu einhverja reyfara eins og til dæmis gamla testamentið. Múlli sem hvorki var læs né skrifandi fór volandi heim. 

Kvarasjí ættbálkurinn sem Múlli (Múhameð) tilheyrði hafði smá saman hætt flökkulífi og snúið sér að flutningum hverskonar varnings milli þorpa á Arabíu-skaganum. Þeir stofnuðu flutningafyrirtækið Múllaflutningar sem var svo endurskít og heitir nú Flytjandi.

Kvarasjí ættin réð í Mekka um þessar mundir.

Múlli (Múhameð) hélt uppteknum hætti og boðaði sameiningu ætta og bedúínaflokka undir einn guð sem hann sagði heita Alla.

Alla er bara annað nafn yfir það sem kristnir kalla Guð.

Smá saman söfnuðu þeir Kvarasjí menn saman flestum skurð-goðum ættflokkana. Það varð til þess að viðkomandi ættflokkar urðu að koma til Mekka til að dýrka þá, því þeir voru geymdir í Kaba, sem er heilagasti staður allra heilagra staða Múslima.

Gyðingar og Kristnir voru  mjög fjölmennir á Arabíuskaga á þessum tímum, og margar ættir röktu ætt sína til Ísmaels , elsta sonar Abrahams úr Gamla testamentinu.

Röð spámanna eins og segir í Gamlatestamentinu er;

1. Abraham 2. Moses 3. Noa 4. Jesus 5. Muhamed

Hinir raunverulegu eyðimerkur ættbálkar Bedúínarnir skiptu sér lítt af trúmálum. Hjá þeim skipti meira máli trúnaður við ættbálkinn heldur við einhvern guð.

Talið er að í Kaba hafi verið skóli sem kenndi hvernig átti að ræna úlfaldalestir sem komu að austan með verðmæti svo sem silki og krydd. Einnig var þar einskonar herskóli sem kenndi  bardaga og yfirheyrslu tækni. Þetta kom fylgismönnum Múhameðs til góða síðar þegar þeir útbreiddu Islam  um miðausturlönd. Segja má að þeir hafi lagt undir Islam öll lönd sunnan Miðjarðarhafsins og að auki Arabíu, Persíu, Babýlon, löndin á Balkanskaga einnig Sikiley og syðsta hluta Ítalíu. Spánn varð Islam að bráð síðast þessara landa, það tók þá ekki nema nokkra áratugi að leggja undir sig flest löndin um það  bil frá 630 til 713.

Múlli fór oft í verslunarferðir með föðurbróður sínum meðal annars til Sýrlands þar sem hann kynntist hugsunarhætti kristinna manna og menningu þeirra.

Þegar Múlli ( Múhameð) í Medína var 25 ára gekk hann í fyrsta sinn í hjónaband. Konan hér Khadíja.. Með Khadíja átti hann sex börn en aðeins eitt barnanna  dóttirin Fatíma komst til fullorðinsára.

Önnur kona Múhameðs hét Savda hann gekk að eiga hana skömmu eftir andlát Khadiju, þeim varð ekki barna auðið en lifðu ástríku lífi.

Aísja. Þriðja kona Múhameðs. Hún var sex eða sjö ára þegar hún trúlofaðist Múhameð. Hjónabandið var svo ekki fullkomnað fyrr en Aísja var 9 ára. Hræddur er ég um að barnaverndarnefndir nútímans hefðu eitthvað við þetta að athuga. Þess má svo sem geta að María Jesúmóðir var 12 eða 13 ára þegar hún var gefin Jósep, þá ófrísk af Jesú. Það þótti sjálfsagt í þá daga að gefa dætur sínar ungar.

Næst í röð eiginkvenna Múhameðs var Hafsa. Hún var um tvítugt þegar Múhameð kvæntist henni. Það var árið 624 ef ég man rétt. Faðir hennar var mikilsmetinn maður í hópi hinna fyrstu múslima og varð kalífi á eftir Abú Bakr, sem var annar tengdafaðir spámannsins.

Sænat frænka Múhameðs giftist Múhameð um svipað leyti og Hafsa. Sagan segir að á ferðalagi til Medina sem þá hét Jaþríb hafi Múhameð dáðst að fegurð Sænat. Þegar honum var sagt að þetta væri frænka hans, sagði hann „og hvað með það“ hún er mín og ég kvænist henni.

Sjötta kona Múhameðs hét UMM Salama, hún var 29 ára ekkja. 625 e.k. Hún hafði hryggbrotið bæði Abú Bakr og Úmar sem báðir voru verðandi Kalífar.

Sjöunda var svo Sænat Bin Jasj. Hún var áður gift ættleiddum syni Múhameðs. Sætti þessi ráðahagur gagnrýni fyrir þær sakir, en allt nöldur var kæft „og hvað með það sagði Múhameð“

Áttunda kona Múhameðs hét Júværía, hún var dóttir höfðingja ættbálks sem barðist gegn Múhameð. Hún féll í hendur Múslima, og kvæntist Múhameð henni af tómri góðmennsku og auðvitað fyrir það hvað hún var sæt. Illar tungur og öfundarpúkar töldu að hún hafi verið alveg einstök í rúminu.

Ramlah var sú níunda, var dóttir eins helsta höfðingja Kvarasjí- manna. Eftir ævintýri hennar og fyrri eiginmanns hennar í Eþjópíu, þar sem eiginmaðurinn snérist til kristinnar trúar skildu þau. Múhameð kvæntist henni meðal annars til að auðvelda henni að flytjast aftur til Arabíu.

Ræhana var sú tíunda í röð kvenna Múhameðs. Hún var Gyðingur. Eitthvað er á reiki hvort þau hafi verið gift eða hvort hún hafi bara verið hjákona Múhameðs. Þegar Ræhana neitaði að snúa til Múhameðstrúar skildu þau að skipum.

Safíja númer 11 í röð eiginkvenna Múhameðs.var einnig Gyðingur 629 þegar hún var 17 ára tók hann sér hana fyrir konu. Hún tók Íslamstrú, og kom talsvert við sögu valdabaráttunnar eftir lát Múhameðs.

Mæmúna 12 kona Múhameðs var hálfsystir Sænat Bin Khúsæma einnar af fyrri konum hans.

María var sú 13. Í röð kvenna Múhameðs. Hún var Kristin ambátt send Múhameð að gjöf frá embættismanni Býsansríkisins. Eitthvað fannst múslimum vera vafi á því hvort hún var eiginkona Múhameðs eða bara hjákona. 

Samkvæmt Kóraninum er leyfilegt að eiga fjórar konur. 

Múhameð jók ferðir sínar í hellinn á Hijarfjalli eftir að hann kvæntist Kadíju, enda þá fjárhagslega sjálfstæður vegna auðæfa hennar. Nú fór að bera á sérkennilegum frásögnum Múlla (Múhameðs), sem sagði að hann fengi heimsókn Gabríels erkiengils í hellinn á fjallinu það var um 610 e.k. Ég man það svo vel.

Auðvitað var þetta eitthvað rugl sem honum hefur dottið í hug í sveppa og rauðvínsvímu. Í fyrstu var ekkert mark tekið á þessu rausi í honum. En vegna ríkidæmis hans fóru einhverjir að spá í það hvort ekki væri hægt að græða á þessum hugmyndum um einn guð.

Meðal þess sem Múhameð sagði þegar hann kom af fjalli var að Gabríel erkiengill hefði farið með sig í ferðalag um himininn og jörðina gjörvalla. Ég fór ekki í þessa ferð með honum og man svo sem ekki til þess að hann skyppi frá meðan ég var með honum á fjallinu.

Þar sem Múhameð var hafður að spotti í Mekka í upphafi trúboðsins. Fluttist hann til Jaþrib sem síðar hlaut nafnið Medina.

Í Jaþrib átti Múlli (Múhameð) í útistöðum við Gyðinga. Þeir héldu því fram að Múhameð gæti ekki kallað sig einn af spámönnum þeirra því hann væri ekki Gyðingur. Múhameð svaraði því til að Abraham forfaðir allra „þjóða bókarinnar“ hafi heldur ekki verið Gyðingur. Þessum ágreiningi lauk með sigri fylgismanna Múhameðs yfir Gyðingum. Eftir það var síðasta Gyðingaættbálknum gert að snúa til réttra siða.  Karlmenn sem ekki vildu það voru hálshöggnir, konur og börn hneppt í þrældóm. Eitthvað voru þeir Mekka menn ósáttir við Múhameð, þeir höfðu setið um Jaþrib þegar Múhameð gekk í skrokk á Gyðingunum. Þegar Mekkamenn gerðu sér grein fyrir styrk Múhameðs, gerðu þeir griðasamning við hann, það var árið 628. Þar með máttu Múhameðstrúarmenn fara í pílagrímsferðir til Mekka, en þær höfðu legið niðri meðan óeining ríkti milli Múhameðs og Mekkabúa. 

Múhameð hélt uppteknum hætti, að ræða við Gabríel erkiengil í hellinum á Híjrafjalli. Nú fór smásaman fólk að leggja við hlustir og tileinka sér boðskapinn. Skrifarar tóku upp á því að skrifa niður það sem Múhameð hafði haft eftir Gabríel. Ekki er ólíklegt að skrifararnir hafi lagt eitthvað til þessara orðræða Múhameðs, enda hefur á stundum ekki verið runninn af honum sveppavíman þegar hann byrjaði frásögn sína.

Svo virðist sem margir hafi komið að skrifum frásagna Múhameðs um boðaða siði Islams. Það var svoleiðis að Alla sendi Gabríel í hellinn til Múhameðs með allskyns reglur og siði sem Múhameð átti að innleiða í nafni Alla íbúum jarðarinnar til eftirbreytni.

Þetta reglugerðafargan er ekki ólíkt því sem ESB er að innleiða í Evrópu og við Íslendingar erum skuldbundnir til að innleiða hjá okkur.

Þetta heldur áfram allt til ársins 632 þegar Múhameð gaf upp  öndina, 62 ára að aldri.

Kalífar hétu þeir sem stjórnuðu í Múslimasamfélögum. Það var Kalífinn Úsman þriðji Kalífinn eftir lát Múhameðs, sem lét safna saman öllum skrifum frásagna Múhameðs. Hann sorteraði úr þær frásagnir sem honum þótti eitthvað varið í.  Lét breyta sumum þeirra og færa til sinna viðhorfa. Þetta var hann að dunda við um 656 e.k. 24 árum eftir lát Múhameðs

Öllum öðrum var kastað á bál og brenndar svo þær væru ekki að þvælast í hugum Múslima.

Þarna var þá kominn bókin KORAN helgirit Múslima sem hefur að geyma að sagt er, orðréttar opinberanir sem Gabríel birti Múhameð í hellinum á Híjrafjalli.

Svo halda menn því fram að Kóraninn sé afrit af sömu skrifum á himnum, þvílíkt og annað eins.

Kóraninn geymir guðrækilegar hugleiðingar, boð og bönn Alla á flestum  sviðum mannlífsins, fyrirmæli um gott líferni í anda Alla og heimspekilegar útlistanir um lífið og tilveruna.

Koraninn svipar mjög til Gamla testamentisins. Gæti verið meira eða minna þýðing á því.

Koraninn skiptist í 114 kafla sem nefnast súrur og undir hverri súru eru vers sem kallast ayat. Súrunum er raðað eftir lengd þær lengstu fremst og þær stystu aftast. Fyrsta súran hefur sérstaka merkingu samsvarandi til faðir vorsins hjá kristnum. 

Aðallega eru tvær greinar Múhameðstrúar, Shitar og Sunnitar, hafa barist um völin í múslima samfélögum víðsvegar um heiminn. Shítar (15%) og Sunnitar (u.þ.bil 85% Muslima ) líta á hvora aðra sem villutrúarmenn. Shitar halda því fram að Kalífinn verði að vera afkomandi Múhameðs, en SunnitarKalífinn skuli vera kosinn.

Samkvæmt Koranum sura 4; vers 89 segir:

Ef þeir fara frá ykkur (hafna Islam), grípið þá og drepið hvar sem þér finnið þá.

Þetta gildir líka fyrir Kristna, Búddatrúar, Hindúatrúar sem sagt alla aðra sem ekki trúa á Islam.

Eftir lát Múhameðs varð Abu Bakr (faðir Aishu,þriðju konu Muhameðs sem honum var gefin þegar hún var þriggja ára)  fyrsti Kalifinn. Hann leysti allan guðfræðilegan ágreining með þeirri pólitísku ákvörðun að drepa alla sem vildu yfirgefa Islam eða vildu ekki aðhyllast Islam.

Þetta gildir enn í dag að drepa alla sem ekki vilja taka upp Íslam  sem sína trú. 

Islam breiddist út frá Arabíu til vesturs og náði yfir Egiptaland 661, og til norðurs yfir Bísanska heimsveldið. Bísanska heimsveldið náði yfir Sikeley, Sardínu, syðsta hluta Ítalíu, ríkin á Balkanskaganu . Tyrkland. Til austurs Sýrlands og Persíu.

Útbreiðsla Islams 661 til 750 til vesturs frá Egiptalandi náði alla leið til Spánar.

Nú er Islam til í flestum löndum, þó er mjög mismunandi hve útbreidd trúin er í hverju landi. 

Í norður Evrópu og á Norðurlöndunum hefur Múslimum fjölgað mikið og hafa þeir gert kröfur um að í þessum löndum séu teknir upp siðir Múslima, og jafnframt að lög þeirra sharia lög séu látin gilda yfir lögbrot svo og réttindi kvenna og annað sem  Múslimar vilja ráða yfir.

Þar að auki vilja þeir halda í sína siði og neita að aðlaga sig að siðum þess lands sem þeir búa í.

Afturámóti krefjast þeir þess að t.d. svínakjöt sé ekki á matseðli skóla sem börn þeirra sækja.

Á Norðurlöndunum er komin upp fjórða kynslóð Múslimskra innflytjanda sem ekki tala málið í viðkomandi landi. 

Útbreyðsla Islams hefur gengið með þeim hætti að fyrst setjast að hófsamir Múslimar sem stunda sínar trúariðkanir í sátt við þá sem fyrir eru í viðkomandi landi. Svo þegar þeir eru búnir að vera um tíma, setja þeir á stofn skóla sem kennir Islam. Næsta skref er að krefjast þess að þeir sem fyrir eru taki upp siði Múslima. Oft er börnunum beitt til þess, til dæmis með því að segja sem svo að ekki megi borða eitthvað sem þeir segja að sé bannað  til dæmis svínakjöt, apakjöt, kattarkjöt og hundakjöt. Lúðu, skötu og annan hreisturlausan fisk. Ekki er leyfilegt að drekka áfengi, ekki einu sinni rauðvín hvað þá meir.  En sjálfur Múlli (Múhameð) eins og ég man eftir honum var ævinlega með rauðvínsflösku við hendina, sérstaklega í fjallgöngum á Hijarfjalli. 

Næsta skref er svo stofnun herskárra Múslima innan safnaðarins, svo kallaðra Múslamista eða Islamista

Bræðralag Múslima í Egiptalandi er dæmi um slíkt, Al Kaida annað dæmi. Þessir túlka Kóraninn eins og þeim hentar best til að ná pólitískum og andlegum yfirráðum í viðkomandi landi. Þeir viðurkenna ekki lög landsins en krefjast þess að þeirra lög gildi, sem er Sharialög. Í Englandi og að ég held í Svíþjóð hafa Islamistar fengið því framgengt þeir megi hafa Sharia-dómstóla og dæma í símum málum samkvæmt Sharíalögum.

Islamistar standa fyrir hverskyns uppákomum til að innleiða sína trú. Að sprengja sig og aðra í loft upp í nafni Islam, er sérstök dyggð. Svona lagað kalla þeir heilagt stríð og lofa hverjum þeim sem sprengir sig í þágu Islams sjö hreinum meyjum á himni að lokinni sprengingunni. Sumir halda því fram að meyjarnar séu einungis þrjár, en hvað um það.

Hvað hafa þeir að gera með hreinar meyjar ef þeir hafa sprengt sjálfa sig í tætlur ? Ég bara spyr.

Á Íslandi er nú þegar kominn menningarmiðstöð Múslima (enn allt friðsamlegt). Næsta skref er að reisa Mosku, þar verður kennt um Islam og gefnar skýringar á Kóraninum, raunar er það þegar gert í menningarmiðstöð Múslima í Öskjuhlíð. Spurningin hverra skýringa ? Verða þetta túlkanir hófsamra Islama eða herskárra Islamista. ?

Hvorum hópi tilheyra þeir sem komir eru, Shia-múslimum eða Sunní-múslimum? Svo virðist sem báðir þessir hópar verði til í þeim löndum sem Islam hefur komið sér fyrir í.

Það er heilög skylda við Islam að snúa landsmönnum af villutrú til Islam með góðu eða illu. Það er í fullu gildi varðandi Ísland sem önnur lönd.

Það tók Múslima nokkra áratugi að leggja undir sig löndin sunnanvert við Miðjarðarhafið og Spán. Því má ætla að löndin í norður evrópu og norðurlöndin verði Islömsk svona eftir eitt til tvöhundruð ár, eða fyrr sé ekkert að gert. Hvað vill fólk ? 

Enn er Kristin trú fjölmennust trúarbragða (200 milljarðar aðhyllast Kristni), svo kemur Islam sem er yngst trúarbragða, ( 1,5 millarðar aðhyllast Islamstrú ) Elstu trúarbrögð eru Hindúatrú og Búddatrú sennilega um 2500 ára gömul eða svo.

Búddatrúin er sennilega fjórðu fjölmennustu trúarbrögðin talið að það séu um 350 milljónir sem tileinka sér þessa trú. 

Hvenær verðum við íslendingar  Islamstrúar ?Sick Wizard Ninja

13.desember er Lusiu minnst

Það gerðist um það bil árið 304 eftir Krist í þorpinu Syrakusa á Sikiley sem er eins og þið vitið stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu og stærsta sýsla Ítalíu .

Mamma Lúsiu sem hafði eldað sér fyllta önd daginn áður  en atburður þessarar frásagnar hefst.

Hún hafði  gleymt að setja sveskjur í fyllinguna.

Nú fær hún miklar innantökur og hjartverk.  Þetta mun hafa stafað af því að sveskjurnar vantaði í fyllinguna.

Það er ekki að orðlengja það, en dóttir hennar hún Lúsia varð skelkjuð mjög og taldi að móðir sín myndi deyja þá um daginn. Hún leitaði því til gamallar konu sem hét Agata, og var talin vita meira en flestir aðrir í þorpinu um innantökur.

Agata bruggar nú mjöð, sem við nú á dögum köllum verk og vindeyðandi. Móðir Lúsiu fær nú flösku með þessum miði og segir Agata að hún eigi að fá sér sopa á hálftíma fresti. Þetta gerir svo móðir Lúsiu samviskusamlega. Viti menn eftir fjórar inntökur, stendur sú dauðvona upp og segist þurfa að bregða sér frá.  

Heyrast nú miklir skruðningar frá prívati því, sem nú til dags kallað salerni, en í þá daga kamar. Þessu virðist ekki ætla að linna, og hefur Lúsia miklar áhyggjur af þessum hljóðum. Það var þá sem Lusia snýr sér til himins og heitir því að tilbiðja guð og vera hrein mey til æviloka, ef móðir hennar deyi ekki.

Í þessum heitstrengingum skeður það að hljóðin frá kamrinum hljóðna. Lúsia læðist að kamrinum og hvíslar ertu lifandi móðir mín ?

Hurðin á kamrinum opnast og móðir Lúsiu gengur út og segir, mikið var þetta nú losandi sem hún Agata bruggaði fyrir mig, bætir svo við, ég verð að muna eftir sveskjunum næst þegar ég geri fyllingu.

 

Nú gerist það að Lúsia segir frá heiti sínu við almættið, um að hún ætli ekki að missa meydóminn, en Lúsia var trúlofuð strák úr því hverfi í Syrakusa sem við myndum kalla Vogana hér á Íslandi.

Þegar strákurinn úr Vogunum fréttir þetta segir hann við Lúsiu sína, heyrðu Lúsia hvaða vitleysa er þetta sem ég heyri,  að þú sért hætt með mér og ætlir ekki að leyfa neinum að fara upp á þig.

Já minn kæri ég lofaði guði því, ef hún móðir mín myndi lifa.

Þetta líst mér ekkert á segir strákurinn úr Vogunum.

Lúsia sat við sinn keip,  og ekki nóg með það heldur fór að deila heimanmundinum sem hún átti að fá þegar hún giftist strákum, meðal fátæklinga.

Nú var piltinum nóg boðið Lúsia ekki lengur hans og heimanmundurinn gefin ölmusufólki sem í dag eru kallaðir atvinnuleysingjar.

Hann ákvað að hefna sín á Lúsiu og kærði hana til Keisarans í Róm sem þá var Constantin fyrsti fyrir að vera kristin.

Þegar Lúsia fékk stefnuna frá fógetanum, og sá fyrir hvað hún væri ákærð, þá stakk hún úr sér bæði augun og sendi kærastanum þau á undirskál.

Venjulega voru kristnir settir í Coloseum hringleikahúsið í Róm, og ljón og önnur óargadýr látin sjá um aftökurnar, til mikillar gleði og ánægju fyrir áhorfendur, sem yfirleitt voru mjög margir.

En fógetanum í Syrakusa þótti réttara að refsa Lúsiu með ævilangri þrælkun, þar sem hún var augnalaus og líklega ekkert varið í að setja hana fyrir óargadýr.

Þegar menn fógetans ætluðu að ná í Lúsiu, til að flytja hana í þrælabúðirnar, þá þá bregður svo við að þeir geta ekki hreyft hana.

Þeir ráða nú ráðum sínum um stund. Þá segir einn hermaðurinn, hvernig væri að brenna hana ? Þetta þótti mönnum fógetans heillaráð. Þeir bera nú eld að Lúsiu, en þá skeður það að eldurinn víkur frá henni . Þeir reyna nú ýmsar leiðir til að kveikja í Lúsiu en alltaf víkur eldurinn frá henni.

Það er að koma kvöld og samkvæmt vinnulöggjöf keisarans í Róm mátti ekki vinna eftir klukkan fimm.

Öll aukavinna hafði verið bönnuð árið 303 eftir Krist, svo nú voru hermenn fógetans að komast í mestu vandræði,

Hvað skyldi til til bragðs taka ? Þar sem klukkuna vantaði korter í fimm varð að hafa hraðann á.

Það var þá sem einn undirforingi í flokki fógetans dró sverð sitt úr beltinu og stakk því í háls Lúsiu, það varð hennar bani.

Lúsia þessi var svo tekin í dýrðlygatölu af páfanum í Róm löngu seinna.

Á Grand Kanarí heitir eitt þorpið meira að segja Santa Lusia, svo sjá má að þessi saga er ekkert bull sem ég hef sett saman.

Lúsiu er minnst 13.desember, þar sem það var talinn stysti dagur ársins  eftir Júlianska tímatalinu, sem Júlíus Cesar lét reikna fyrir sig um 46 fyrir Krist.

Eftir Gregoríska tímatalinu, sem Gregory 13 páfi innleiddi 1582 og við notumst við er stysti dagur ársins 22 desember.

Á Lúsiudaginn 13 desember er einhver falleg stúlka klædd í hvítan kirtil til marks um hreinleika hennar, Gjarnan er settur rauður lindi um hana miðja sem lafir niður á tær. Það táknar blóðið sem rann úr hálsi hennar á dauðastundinni.

Kertin sem sett eru í krans og síðan á höfuð Lúsíunnar er til að minnast þess að eldur vann ekki  á henni.

Lúsíur nútímans fá þó að halda augunum, og þurfa ekki að lofa neinu um meydóm sinn.


Kæra Vigdís ekki Gríms

LoLFrownÉg botna bara ekkert í þessu rafmagnskapla idjótum að ætla að leggja rafstreng til annarra landa frá okkar hreina og heilnæma landi. Veit þetta fólk ekki að rafmagn getur farið í báðar áttir ?

ég bara segi ekki meir “tell no more”

Hvað ef kjarnorku mengað rafmagn frá kjarnorkuverum Þýskalands kæmi til Íslands? Það er allsendis óvíst að spanhellurnar hennar Vigdísar þyldu það. Hvernig færi fyrir þvottavélinni hennar Vigdísar ef rafmagn frá kolaraforkuverum flæddi inn á íslansk heimili ?

Það er nú aldeilis óvíst að kolamengað rafmag sé gott fyrir þvottavélina þína Vigga mín. Ég ráðlegg þér að þvo upp í höndunum ef rafstrengurinn verður lagður, því það er næsta víst að leirtauið verði óhreint, ef uppþvottavélin fær kolamengað rafmagn inn á sig, svo maður tali nú ekki um mynstrið á Mávastellinu sem hreinlega gæti þurrkast út.

Ég stend með þér og segi nei við rafstreng til mengaðra útlanda.

Þín Magnea.  


Kæra Harðabirna

Hvað á þetta að þýða hjá sjóræningjanum að skamma þig fyrir að gera eitthvað sem þú villt ekki ? Auðvitað eins og við vitum bæði er ekkert vit í því að hætta uppboðum á íbúðum óráðsíufólks, sem setti þetta þjóðfélag á hausinn með kaupum á flatskjám og utanlandsferðum svo ég vitni í Davíð okkar og fleiri snillinga . Nei Harðabirna mín láttu sem þú heyrir ekki þetta sjóræningja bull og gefðu frekai í, og láttu þetta fók finna fyrir afleiðingum óráðsíunnar, það á ekkert gott skilið og getur bara búið á götunni. "Yes"

Sigmundur glópalán er þér örugglega sammála, bara að klára dæmið með uppboðum þá þarf ekkert að leiðrétta nema smá afskriftir til útgerðarinnar  vegna stökkbreytts hagnaðar.

Auðvitað verða þessir óráðssíu-aular laungu búnir að gleyma  þessu öllu saman þegar kemur að kosningum.

Ég bara segi það Harðabirna mín ásram og ekkert hik.

Bestu kveðjur

Þín Magnea    

Kæri Sigmundur glópalán

GaspNinja

Hvað eru þessir gaurar og gaurur að rífa kjaft þarna í alþingiskofanum við  Austurvöll yfir því að þú gafst skýrslu um stöðu skuldaleiðréttinga sumra heimila..

Heldur þetta lið sem kosið var til þingsetu eigi að vera með einhvern kjaft við ykkur Bjarna gæsalappa, ég mara spyr ? "yes I simply ask"

Skilur þetta lið ekki að því fleiri heimili sem boðin eru upp þeim mun minna þarf að leiðrétta.

10 nefndir og starfshópar eiga að sjá til þess að búið verði að bjóða sem flest upp svo ekki þurfi að hafa áhyggjur af  leiðréttingu til þeirra. Tær snilld segi ég bara. Enda sömu hugmyndafræðingar á ferð.

Sigmundur minn ekki láta það fara í taugarnar á þér þótt Bjarni gæsalappi og íhaldshjörðin hans hafi skroppið í kaffi meðan þú gafst skýrsluna góðu sem sagði akkúrat ekkert um skuldaleiðréttingu annað en það að verið væri að skoða möguleika á því hvernig væri hægt að leiðrétta forsendubrest  á kostnað svokallaðra kröfuhafa.

En svona bara fyrir þig, þú lætur það ekki fara lengra. Bakkabræður fengu afskrifaða 170 milljarða hjá Kaupþingi og Arion banka 2008. Bara þessi eina afskrift nægir til kaupa á 425 geislalækningatækjum. Það vantar bara eitt eða tvö svoleiðis tæki fyrir spítala landssins.

Simmi minn farðu varlega í umferðinni, ég er viss um að einhverjir öfundarpúkar sitja um að keyra yfir þig.

Sjáumst í næsta kokteilboði

Þín Magnea. 


Kæri Georg


InLove  Mikið varð ég feginn þegar ég heyrði að þú ætlaðir ekki að vera borgarstjóri lengur. Nú þarftu ekki lengur að þykjast vera einhver Jón Gnarr. Þú getur aftur farið að gangast við nafninu Georg Bjarnfreðarson, enginn feluleikur lengur með nafnið, þú ert flottur segi ég bara, áfram Goggi.

Ekki láta  helvítis íhaldið hafa taumana, þeir gera bara hverja vitleysuna eftir aðra. Betra að fá sjóræningja til að stjóra heldur en samfylkingar-vinstri-grænt-framsóknar-íhald.

Er ekki Björt Framtíð einhverskonar kokteill úr þessum fjórflokki ? ég bara spyr.

Georg minn elskulegur er það ekki áræðanlegt að þú verðir næsti forsætisráðherra? ég bara ætla að vona það „yes hope so“

Sæta stelpan sem var í fyrirsvari fyrir Besta Flokkinn, man ekkert hvað hún heitir, er flott, verst ef hún er hefur drukkið of mikið af þessum bjarta framtíðar kokteili. En það má láta renna af henni fyrir næstu kosningar.

Ég segi bara áfram Goggi, áfram Goggi, láttu úrtölupakkið ekki komast upp með neina vitleysu, vertu okkar maður við stóra stýrið, þegar Bjarni gæsalappi og Sigmundur glópalán hrökklast frá því.

Ég ef auga með þér vinurinn.

Þín Magnea


Kæri Kristján minn Júl.

CryingFrownSick 

Hvað er þetta fólk þarna á spítölunum að kvarta, er ekki nógu hlýtt inni hjá þeim eða kvað?

Þetta er sínöldrandi yfir öllu, það má ekki bila tæki svo þeir fari ekki í blöðin með það. Þeir eru alltof margir segja sumir, Þó það nú væri að þeir séu búnir að fatta netið, ég segi bara það. Er eitthvað að því að panta notaða varahluti á netinu, þeir eru miklu ódýrari þannig. Nei Stjáni minn ansaðu ekki þessu væli í fólkinu, stattu með þínum kjósendum og haltu áfram niðurfellingu skatta og afskriftum til bláfátækra útgerða.

Þetta spítaladót má sko bíða næstu stjórnar, þeir fá þá eitthvað að gera blessaðir. Haltu þér við staðreyndirnar, og kosningaloforðin

Þótt járnskip greiði 158 milljóna í arð og eigi 3,2 milljarða umfram skuldir í þessu  járnadrasli, þá borguðu þeir alveg helling í skatta og veiðigjöld. Þótt arðurinn væri 25 millum hærri en veiðigjöldin er engin ástæða til að grenja, svona á þetta bara að vera segi ég Kiddi minn.

Svo voru einhverjir þingmenn (ábyggilega kommar) að segja að þið ráðherrarnir hlustið ekki á vælið í þessu spítalafólki. Ríkisstjórnin bara hlustar ekki eða heyrir ekki segja þeir.

Ég segi bara, hvernig liti dæmið út ef ríkisstjórnin hlypi eftir allri vitleysinu sem þessum svokölluðu sérfræðingum dettur í hug? Þá væri ekki hægt að lækka veiðigjöldin og afskrifa skuldir þessara bláfátæku útgerða, eymingjarnir yrðu bæði svangir og ráðvilltir ef arðurinn minnkaði um einhverjar millur.

Kiddi minn dyrabjallan hjá mér var að hringja svo ég segi bara bless í bili.

Þín Magnea.


Kæra Vigdís Gríms.

LoLW00tHeart

Ég er vön að kalla þig Viggu, er það ekki í lagi?

Þegar ég heyrði þetta ómerkilega nöldur út í Lansann vegna  beddagjaldsins, datt mér eitt í hug.

Ég spurði kunningja mína hvort þeir vildu ekki möguleika á að vera tveir saman í rúmi á Lansanum ef þeir þyrftu að leggjast þar inn veikinda sinna vegna.

Jú sagði einn, hvenær ætlar Vigga að láta taka úr sér botnlanga næst? Ég er alveg til í að leggjast inn á Lansann og deila rúmi með henni. Það verður bara helmingur á hvort okkar, hræ ódýrt..

Fyrir afskriftir félaga vinar þíns og flokksbróður Finns Ingólfssonar FS7 eða Fikts ehf má borga 2 milljónir og fimmhundruð þúsund gistingar á Lansanum. Ef tvö eða tveir eru saman þá gera þetta 5 milljónir gistnátta. Öll þjóðin gæti gist í 14 nætur fyrir þessar afskriftir.

Já Vigga mín mér líst alltaf betur og betur á þetta, veit bara ekki hvar þetta endar „No end me frend“

eins og Ragnar reykhús sagði.

Haltu ótrauð áfram Vigga mín að finna upp allskonar gjöld sem hægt er að rukka þetta fólk sem þykist vera veikt en liggur bara á Lansanum í leti og ómennsku. Til dæmis skeinipappírsgjald, ljósaperuleigu það er alger óþarfi að glenna upp ljós fyrir þetta fólk sem er þarna að „hugga“ sig eins og danskurinn segir.

Vigga mín ég skrifa fljótlega aftur, bestu kveðjur

 

Þín Magnea 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband