Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.5.2013 | 17:16
Kæru íslensku kjósendur.
Nú er Guð hættur að blessa Ísland, mikið var segi ég bara.
Var það ekki annars Geiri harði sem bað Guð um að blessa ísland ? Og hvað gerði
svo Guð ?Hann sendi Grím og Jóku, þau áttu að fyrir Guð sjálfan að
blessa Ísland. yes bles you"
Þegar ég vaknaði og frétti mér til mikillar ánægju að Grímsi
og Jóka væru hætt að blessa Ísland, hugsaði ég bara, það var mikið.Er þá Guð loksins
hættur að blessa Ísland ?
Núna einhverjum dögum síðar eru þeir Bjarni gæsalappa-vafningur
og Sigmundur glópalán byrjaðir að blessa Ísland, hvor Guð veit af því fylgir
ekki sögunni.
Mér er sagt og auðvitað er það dagsatt, að þeir hafi náð samkomulagi
um veigamikil mál.
Til dæmis er ákveðið að Sigmundar glópaláns fólkið fái að
kaupa Landsbankann, hvort þeir kaupa fyrir lánsfé frá ARI-JÓN banka fylgir ekki
sögunni, en er talið mjög líklegt.
Bjarna gæsalappa-vafnings fólkið fær á móti að kaupa
Landsvirkjun, en þar er meiri óvissa með fjármögnun, talið er að þeir fái lán
hjá útibúi gamla Landsbankans á Tortúla eða hjá útibúi DanskeBank á Kípur.
Svo er það með þessi tuttugu-prósent. Mér er sagt að það sé
líka samkomulag um þau. Þar er á þessa leið:
20% skuldugustu framsóknarnanna fá allar sínar skuldir
niðurfelldar, og mega nefna fjórar fjölskyldur sem verða að vera náskyldar
Sigmundi eða konunni hans, sem einnig fá niðurfellingu allra sinna skulda, og
það sem meira er þær eiga að fá í reiðufé sömu upphæð og felld er niður.
20% skuldugustu sjálfsstæðismanna fá líka allar sínar
skuldir niðurfelldar, að auki má Bjarni gæsalappa-vafningur ákveða
niðurfellingu skulda 15 vina og 20 vandamanna, sem fá svo í Evrum jafn háa
upphæð og felld verður niður. Það verður Seðlabankans að græja það.
Þið ágætu kjósendur, þið hafið bjargað Íslandi.
Þar með er þungu fargi létt af fólkinu í landinu. Heimilin í
landinu eru í góðum málum. yes in good mál" 20% svínvirka.
Þetta segi ég ykkur í trúnaði. Látið það samt leka á netið.
Kæru kjósendur meira verður þetta ekki í bili.
Ykkar Magnea.
24.3.2013 | 15:53
Kæra frú forseti
Mikið fannst mér hann Árni minn úr eyjum myndarlegur þar
sem hann stóð í ræðustólnum þínum niður í þingi. Mér sýndist á skjánum að til
umræðu væri eitthvað stjórnlaga rugl eða drög að stjórnaskrá fyrir okkur
vesalingana.
Það sem mér fannst svo skrítið að hann var að tala um
eitthvað allt annað yes something else". Það var alveg sama hvernig ég
hamaðist á fjarstýringunni, hann bara talaði um flugvelli ferjur og bókstaflega
allt annað en þessa stjórnarskrá sem var víst til umræðu. Hvernig er það nú frú
forseti, þegar ræða á eitthvert mál, á þá ekki að láta vaðalinn vera um það en
ekki eitthvað annað ? I simply ask" En elsku karlinn hann Árni hann er bara
svo sætur í jakkafötunum að mér var alveg sama hvað hann var að bulla þarna í
stólnum. yes bullshit" Ég sat bara fyrir framan sjónvarpskassann frá mér numin
og hlustaði á hvert orð, hann tafsaði og stamaði svo fallega á því sem hann var
að reyna að lesa af blöðunum sem einhver hafði skrifað á fyrir hann. Svo horfði hann með svo miklum glæsibrag bæði
til hægri og vinstri að hálfa væri nóg. Samt finnst mér að þú ættir að sjá til
þess að þau mál sem eru á dagskrá skuli rædd en ekki eitthvað allt annað. En
mér er sagt að hann Árni minn verði ekki á þingi eftir næstu kosningar, að
Bjarni gæsalappa-vafningur vilji ekki hafa fólk með sér sem ekki kann
almennilega að lesa skriftina hans.
Frú forseti viltu nú ekki gera það fyrir mig að skoða
þetta eftir kaffið, eða bara við þóknanlega hentugleika.
Þín Magnea.
11.3.2013 | 20:48
Kæri kjósandi.
Nú er alveg silfur klárt hvað við eigum að kjósa. Í silfrinu hans
Egils sagði nefnilega hann Illhugi að þessir alþingismenn sem eru á þinginu
núna yrðu ekkert endilega á þingi eftir kosningarnar í vor. so
what" Auðvitað eigum við að kjósa Bjarna gæsalappa-vafning, ég segi bara það XD.
En en en....... svo var líka frammari sem er svo sæt, man bara
ekki hvað hún heitir, held að pabbi hennar heiti Haukur. Hún talaði svo fallega
um tjaldborgir og lækkun skulda, afskriftir og svoleiðis. Auðvitað kjósum við XB what else"
En en en...... svo var þarna strákur frá einhverri Samfylkingu eða
þannig hann hét víst Skran eða Scram veit ekki hvort. Hann blaðraði í hring um
afstöður himintunglanna. Auðvitað eru það stjörnurnar sem ráða ferð í þinginu star
war" Auðvitað eigum við að kjósa XS
engin spurning no question".
En en en..... það gægðist einhver álfur upp fyrir borðbrúnina,
hann hefur sett allt upp í loft í þinginu mér er sagt að það sé Saarinn frá
Rússlandi. Hann segir bara að það eigi að slökkva á stjörnunum og kveikja á norður ljósunum svo ,menn sjái til
við að breyta stjórnarskránni. Auðvitað kjósum við XT hvað svo sem annað, eða hvað ?
En en en......Þessi Saar hefur hann lofað einhverju ?"promise". Já
bara að nefna það þá ætlar hann að gera svoleiðis.
En en en.... þeir grænu sem eru alltaf á bremsunum vilja ekkert
annað en hækka skatta og gjöld. Þau dansa brake dans í þinginu og eru svo
vængræn. Auðvitað höldum við uppi fjörinu og kjósum XV hvað annað ég bara spyr.
En en en en...... allir hinir hvað með þá ??. Ég segi þér það
seinna kæri kjósandi.
Þín Magnea
26.2.2013 | 11:39
Hagfræðingar
Hér sitja tveir hagfræðingar og ræða fjárhagsstöðu þjóðarinnar. Sá til vinstri hefur stýrt fyrirtæki sínu í 60 ár. Ævinlega notað tekjuafgang til að bæta búnað og styrkja fyrirtækið. Ekki látið glepjast af gylliboðum fjármála sérfræðinga. Aldrei greitt sér arð nema afkoma fyrirtækisins leyfði það.
Komið á laggirnar fimm útibúum sem öll blómstra þrátt fyrir misjaml gengi þjóðarbúsins.
Sá sem situr til hægri er með átta ára háskólanám í hagfræði í einum af 1000 bestu háskólum veraldarinnar og þótt víðar væri leitað. Til viðbótar er hann með doktorspróf frá virktum háskóla í Bandaríkjunum.
Allt sem hann hefur komið nálægt hefur farið lóðbeint á hausinn, hvort heldur fyrirtæki sem honum voru færð á silfurfati af Dabba og Dóra, eða stöndugir bankar sem hann fékk fyrir lítið, og þurfti aldrei að borga.
Myndin er tekin á Kanaríeyjum þar sem hagfræðingarnir dvöldu nokkrar vikur. Sá til vinstri fyrir arð af fyrirtæki sínu.
Sá til hægri fyrir skattfé í boði Seðlabankans.
25.2.2013 | 15:42
Kæri Bjarni gæsalappa-vafningur.
Þá er þessum landsfundi lokið Bjarni minn. Eins og ég hef alltaf haldið fram ertu lang flottastur og bestur. yes mr.gooslapp Ég skil bara ekki hvað þessi Harða Birna er að böggast.
Stundum vill hún vinna með öllum bæði sínu já-fólki og hinum sem alltaf eru að segja nei. Núna segir hún bara, þeir sem ekki eru með mér eru á móti mér og ég tala bara ekki við þá, samstarf hvað?coop Nei takk ekkert coop.
Déskoti er þetta flott hjá þér með skattalækkunina. Auðvitað er hægt að spara með því að segja upp þessu kommapakki sem Steingrímur vinstri-græni og Jóka samfylkingar hafa raðað inn í ráðuneytin undanfarin ár. yes
Ég skil bara ekki í þessum guðsmönnum sem vilja ekki segja í Jesú og Guðsnafni þegar þeir samþykkja eitthvað bull á þinginu. Geir Harði bað þá feðga að blessa Ísland ekki fyrir svo löngu yes God bless Iceland .
Mér finnst eins og Harða Birna sé til í áramótaskaup eins og Jóka hefur gert undanfarin áramót, nema hvað hún ætlar ekki að kalla það andvarp heldur átvarp, því eins og þú segir þá ætlið þið að láta Grím og Jóku éta allt ofaní sig sem þau hafa verið að bulla um ástand heimilanna. yes eat all the bullsit.
Auðvitað treysti ég þér Bjarni minn til þess að láta afskrifa þessar leiðindaskuldir, ég bara óttast að þeir sem eiga þær verði obbolítð súrir yfir því sour. Nú ef þeir verða fúlir þá er alltaf hægt að selja Landsvirkjun og Landsnet og borga þeim. Gott að losna við þessi kompaní út þjóðarein, ekkert nema vesen að reka þessi fyrirtæki.
Elsku Bjarni minn ég hlakka til sjá draumana um leiðréttingu ganga eftir, skrifa þér meira seinna.
Þín Magnea.
24.2.2013 | 08:45
BÚDDA
Það var fyrir 2600 árum síðan eða um það bil, að Siddharta Gátamai fæddist í bænum Lumbini sem nú er í Nepal.
Einhverju sinni ráfaði hann um með leirbrúsa í hendi, það sótti að honum svefn og hann lagði sig undir tré
Sumir telja að tréð hafi verið við Bodh Caya í Biharhéraði á Indlandi.
Hann fékk sér sopa úr leirbrúsanum, svo annan og annan, eftir nokkra stund datt hann útaf og sofnaði.
Hann dreymdi draum, í draumnum var íllska, hatur, græðgi, undirförli og lygi mannanna aðal efni, Siddaharta bylti sér og stundi, þetta er kallað martröð nú til dags. Svitinn spratt fram í andliti hans og líkama.
Budh er sagnorð úr indversku tungumálunum palí og sanskrít sem þýðir að vakna eða verða meðvitaður og einnig að skilja.
Þegar svo um síðir þegar Siddharta vaknaði drullu þunnur og með dúndrandi höfuðverk, skjálfandi í einu svitabaði, leit hann augum unglinsstúlku sem horfði á hann skelfingu lostin.
Fyrsta sem hann heyrði hana segja var budda, (hún var bara að spyrja hvort hann væri vaknaður og með meðvitund.)
Siddharta reis upp við dogg, horfði á stúlkuna nokkra stund, Honum sýndist stúlkan vera af öðrum heimi, slíkum ljóma stafaði af henni. Svo stundi hann Gáthama búdda. (Gáthamai er vaknaður)
Stúkan hljóp heim til mömmu sinnar og hrópaði budda, budda. Hver er vaknaður spurði mamma hennar? Kallinn undir trénu, þessi með leirbrúsann sem ég sagði þér frá í gær. Ég hélt hann væri dáinn, en hann er vaknaður og honum líður ekki vel. Eigum við ekki eitthvað til að gefa honum greyinu?
Mamma stúlkunnar tautaði, hvað ætli við eigum svo sem að skipta okkur af því þótt einhver fyllibytta vakni í garðinum okkar, honum var nær að drekka ekki frá sér ráð og rænu. Hérna gefðu honum vatnssopa, og seðu honum svo að snauta heim.
Stúlkan fer nú út í garðinn með vatn í könnu til að gefa Gáthamai. Hann er nú staðinn upp og er að segja eitthvað.
Ertu að tala við mig? Spyr stúlkan, bætir svo við, fáðu þér vatn að drekka, hún réttir honum könnuna.
Gáthamai horfir á stúlkuna, en henni finnst eins og hann horfi í gegnum sig, hann ræskir sig og segir. Mig dreymdi, að ég væri staddur í landi einhversstaðar þar sem var kalt og dimmt. Þar réð ríkinu flokkur fólks sem hafði bláan fugl í skjaldarmerki sínu. Forysta þessa flokks hafði það að markmiði að færa auðæfi fólksins í landinu til fárra útvalinna vina sinna. Þetta var gert með því að gefa þeim stöndug fyrirtæki sem þjóðin átti, svo sem banka, flugfélög, símafyrirtæki og fleiri góð fyrirtæki.
Þá var talað til mín:
Ekki stela, ekki taka til þín sem þér hefur ekki verið gefið.
Gáthamai heldur áfram að tala. Mig dreymdi mann sem sífellt skammaðist út í fólk sem ekki aðhylltist flokk hans. Hann meira að segja skrökvaði allskonar sögum um hann og varaði við honum og hans fólki.
Þá var talað til mín:
Ekki ljúga, alltaf að segja sannleikann.
Enn heldur Gáthamai að tala. Mig dreymdi að ég væri staddur í húsi þar sem margar konur voru samankomnar, þetta hús var kallað hús Sifjar, það var grænt að lit með einhverskonar merki sem var líka grænt. Þar fór fram nokkuð sem ég get ekki lýst almennilega en allir voru voða góðir hver við annan kysstust og svoleiðis.
Þá var talað til mín:
Ekki misnota á þér skrokkinn, með líkamlegum nautnum til dæmis kynlífi.
Gáthamai heldur áfram að segja frá. Mig dreymdi að ég væri í landi þar sem allir karlar voru vondir við alla af því að einhver hafði talið þeim hverjum fyrir sig trú um að hann ætti að ráða. Þar voru konur klæddar í einhverskonar flíkur sem huldu þær frá hvirfli til ylja svo ekkert sást nema í glyrnurnar á þeim. Ef einhverri þeirra fór út að pissa án þess að hylja sig alla þá var umsvifalaust kastað í hana grjóti þar til hún gaf upp öndina og dó.
Þá var talað til mín:
Ekki drepa, eða skaða tilfinningar annara.
Enn segir Gáthamai frá. Ég var staddur í veislu þar sem drukkið var vín með gullflögum í, þetta var í boði fólks sem hafði fengið einn af bönkunum að gjöf frá þeim sem réðu. Nóg var af víninu svo ég varð skruggu fullur alveg eins og í gær.
Þá var talað til mín:
Ekki drekka brennivín, eða neyta annars sem getur sljófgað huga þinn.
Gáthamai horfir sem fyrr á stúlkuna, nú finnst henni ekki eins og horft sé í gengnum sig. Hver ertu eiginlega? Ég er prins segir Gáthamai.
Ég segi þér stúlka mín að öll fyrirbrigði, huglæg jafnt sem hlutlæg, eru stöðugt að breytast. Huglæg og hlutlæg fyrirbæri verða til í margbreytilegu og flóknu orsakasamhengi, eftir lengri eða skemmri tíma taka þau að breytast þar til að þau hverfa og birtast í nýju formi. Öll huglæg og hlutlæg fyrirbæri hafa áhrif á önnur fyrirbæri í óendanlegum vef orsaka og afleiðinga. Þetta gildir fyrir öll fyrirbæri. Nirvana hefur ekki áhrif á neitt annað og er óbreytanlegt.
Vegna þess að öll fyrirbæri eru tengd í óendalegum vef orsaka og afleiðinga hefur tilveran ekkert upphaf. Allar lífverur hafa lifað í óendanlegri keðju af lífum, ekki svo að skilja að ein sál hafi endurfæðst frá einu lífi í annað, heldur, hugurinn endurfæðist í samræmi við karma sem hún hefur skapað sér. Hún fer frá einu tilverustigi til annars eftir því sem hún hefur unnið til með breytni sinni á hverju æviskeiði. Karma er lögmál orsaka og afleiðinga. Með mikilli einföldun má segja að góðar gerðir uppskeri góðan aðbúnað og slæmar gerðir leiði til slæms aðbúnaðar. Það er enginn guð sem dæmir eða verðlaunar, karma er algjörlega ópersónulegur kraftur. Lifandi verur móta sitt eigið líf með hegðun og hugsun. Að skaða aðrar lífverur ber með sér neikvæð áhrif sem móta þjáningar annað hvort í þessu lífi eða á næstu tilverustigum. Þjáningar heimsins orsakast bæði af skilningsleysi á þessu sambandi og röngum viðbrögðum við erfiðleikum Geir Hardi sagði þetta efnahagskrísu sem einhverjir vondir útlendingar hafa búið til. Af þessu verður sú óendaleg hringrás endurfæðinga fyrirtækja og þjáninga sem ég nefni samsara.
Lífverur endurfæðast á mismunandi gervum allt eftir karma hvers og eins. Sum gervi bera með sér mikla þjáningu og mannverur geta endurfæðst sem dýr. En ekkert þessara tilverustiga er eilíft heldur lítur áhrifa hnignunar, dauða og endurfæðingu. Við Halldór Ásgríms teljum það sérlega jákvætt að endurfæðast sem mannvera því sambandið og jafnvægið milli þjáningar og hamingju í mannlífinu opna möguleika á því að skynja eðli tilverunnar, sem hann skildi aldrei losa sig úr samsara og ná nirvana. Markmiðið er að ná stigi nirvana og komast þannig undan því að fæðast á ný. Ég veit bara um einn sem hugsanlega nær því, það er hann Grímur minn sem er bæði umhverfis grænn og ekur um á vinstri kantinum.
Ég legg mikla áhersla á þolinmæði og samúð með öllu lifandi og ekki síst ábyrgð og valmöguleikum hvers og eins. Það er einungis einstaklingurinn sem getur haft áhrif á sitt eigin karma, eins og Davíð Oddsson sagði þegar hann var í Seðló.
Stúlkan horfir nú í forundran á Gáthamai, segir svo, þú talar bara eins og spámaður. Ég ætla að kalla þig Búdda af því að þessi speki rann úr þínum munni strax eftir að þú vaknaðir.
Þannig var það að Siddharta Gátamai varð Búdda.
Stúlkan fer nú heim til mömmu sinnar sem var að baka pönnukökur og segir henni allt sem Siddaharta hafði sagt henni. Móðir hennar hlustaði af athygli. Nokkuð til í þessu segir hún, það væri nú hægt að búa til einhverja samfylkingu úr þessu. Hún skellir pönnuna einni ausu og segir um leið, bjóddu þessum Búdda þínum upp á kaffi og pönnsur.
Þannig varð Búddatrúin til. Hún hefur tekið breytingum og þróast á ýsa vegu, það hafa komið fram ýmis afbrigði og útfærslur á grunngildum þeim sem Búdda romsaði út úr sér við tréð.
Yfir kaffibolla og pönnukökum hjá mömmu stúlkunnar fóru þau mamman og Búdda að ræða uppskriftir af allskyns góðgæti. Smá saman urðu þau sammála um að fólkið í heiminum þyrfti að breyta um það sem þau kölluðu lífsstíl, til að losa sig úr samsara. (orðið lífsstíll var nýiðri á þessum tíma)
Mamman stakk uppá að þau gerðu aðgerðar lista fyrir svokallaðan almenning. Þetta leist Budda vel á, og smá saman varð þessi listi til, með skýringum:
1. Rétt ræða. Það er að tala til annarra af virðingu og á vingjarnlegan hátt, ekki ljúga, né baktala fólk og ekki etja mönnum saman.
2. Rétt breytni. Það er að halda siðareglurnar fimm og skilja þær.
3. Réttur ásetningur. Að taka ákvörðun um að hætta allri fjandsemi í garð annarra.
4. Rétt lífsviðurværi. Að valda ekki öðrum skaða í starfi sínu. Dæmi um skaðleg störf eru til dæmis að svindla í viðskiptum svo sem veita ólögleg lán eins og bankarnir gerðu, stela eins og Jón Ásgeir, Lalli Johns og Árni Johnsen, eða selja vopn til fátækra landa.
5. Rétt einbeiting. Hæfileikin til að einbeita sér að einu atriði í lengri tíma. Til dæmis eins og forða fé í skattaskjól.
6. Rétt hugarfar. Hæfileikinn til að vera meðvitaður um hugsanir sínar og gerðir hér og nú.
7. Rétt viðhorf. Skilja göfugu sannindin fjögur.
8. Rétt áhersla. Að vera óþreytanlegur í að ná hinum sjö markmiðunum.Þetta er nokkuð gott hjá okkur segir Búdda og fær sér eina pönnsu í viðbót. Meira kaffi? segir sú gamla.
14.2.2013 | 13:28
Valentínusardagur
Í valdatíð Marcusar Aureliusar Augustusar Gothicusar, þekktur sem Claudius 2. Keisari í Róm frá 268 til 270 eftir Krist, urðu atburðir sem tengjast Valentíusi.
Það eru þrír Valentíusar sem sagnir eru um frá þessum tímum. Nú eru sumir sem vilja hafa það sem sannara reynist. Þetta er oft notað en ég vil hafa það sem skemmtilegra er, í svona efnum.
Claudius 2. var duglegur herforingi og vann marga frækilega sigra. Meðal frægra sigra sem hann vann var orrusta við Gota við Naissus sem síðar var í Júgóslavíu. Nú á valdatíma Claudiusar sem keisara, komu upp vandamál meðal hermanna. Ráðgjafar Claudiusar töldu að helstu vandræðin tengdust því að hermennirnir, það er þeir sem voru giftir eða trúlofaðir vildu heldur kúra undir sængurhorni kvenna sinna frekar en berjast við ókunnuga einhverstaðar úti í heimi.
Úr varð að Claudius bannaði hermönnum sínum að giftast eða eiga kærustur.Nú kemur til sögunnar Valentínus sem þá var prestur í Róm. Valentínus þessi hafði sótt um að verða páfi en ekki fengið djobbið. Þess vegna var hann hálf súr út í kirkjuna og keisarann.
Nú tekur Valentínus að gifta hermenn Claudiusar á laun fyrir lítinn pening. Leyniþjónusta Claudiusar kemst að þessu og tilkynnir Claudiusi, sem varð æfur við og fyrirskipar tafarlausa handtöku Valentínusar. Svo reiður var Claudius að hann fyrirskipaði að Valentínus skuli verða laminn með hafnarboltakylfum þar til hann gefi upp öndina og síðan hálshöggvinn.
Valentínusi er nú hent í steininn og aftökudagurinn ákveðinn 14 febrúar árið 269 eftir Krist.Meðan Valentínus bíður barsmíðanna og axarinnar, kynnist hann dóttur fangelsisstjórans sem var blind.
Sagt er að þau hafi hist á laun í klefanum sem Valentínus var hafður í og verið innileg hvort við annað.
Nú rennur upp 14. Febrúar árið 269. Hafnaboltakylfurnar eru splunkunýjar sem nota á.Valentínus fær góðfúslega leyfi til að skrifa bréf til dóttur fangelsisstjórans, sem hann gerir og undirritar það þinn Valentinus Þetta er talið fyrsta Valentínusarbréfið.
Dóminum er fullnægt en þá bregður svo við að dóttir fangelsisstjórans fær sjónina akkúrat þegar höfuð Valentínusar skilur við búkinn.
Það er af Caudiusi 2. að segja, að hann fékk svínaflensu í janúar 270 sem leiddi hann til dauða. Eftir dauða hans byrjaði 200 ára hnignunar tímabil Rómarveldis.
Frá sextándu öld hafa Bretar og Skotar haldið Valentínusardag hátíðlegan. En sagnir eru um að á 14 öld hafi þessi dagur verið hátíðisdagur elskenda og kærustupara í Evrópu.
Til Bandaríkjanna berst þessi siður með Breskum innflytjendum, og hafa Bandaríkjamenn verið einna iðnastir við að halda uppá daginn. Hingað berst þessi siður frá Bandaríkjunum og Danmörku um 1960 eða þar um bil.Valentin þýðir hinn heilbrigði og duglegi eða þannig.
Um 1950 fengu blómasalar og gullsmiðir í Danmörku þá geislandi hugmynd að tengja saman dánardag Valentínusar við blóma og gullsölu.
Hugmyndin þótti frábær, en þrátt fyrir það var það ekki fyrr en um 1960 sem Valentínusardagurinn hafði unnið sér sess í dönsku þjóðlífi.
13.12.2012 | 09:50
LÚSÍA
Það gerðist um það bil árið 304 eftir Krist í þorpinu Syrakusa á Sikiley sem er eins og þið vitið stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu og stærsta sýsla Ítalíu .
Mamma Lúsiu sem hafði eldað sér fyllta önd daginn áður en atburður þessarar frásagnar hefst.
Hún hafði gleymt að setja sveskjur í fyllinguna.
Nú fær hún miklar innantökur og hjartverk. Þetta mun hafa stafað af því að sveskjurnar vantaði í fyllinguna.
Það er ekki að orðlengja það, en dóttir hennar hún Lúsia varð skelkjuð mjög og taldi að móðir sín myndi deyja þá um daginn. Hún leitaði því til gamallar konu sem hét Agata, og var talin vita meira en flestir aðrir í þorpinu um innantökur.
Agata bruggar nú mjöð, sem við nú á dögum köllum verk og vindeyðandi. Móðir Lúsiu fær nú flösku með þessum miði og segir Agata að hún eigi að fá sér sopa á hálftíma fresti. Þetta gerir svo móðir Lúsiu samviskusamlega. Viti menn eftir fjórar inntökur, stendur sú dauðvona upp og segist þurfa að bregða sér frá.
Heyrast nú miklir skruðningar frá prívati því, sem nú til dags kallað salerni, en í þá daga kamar. Þessu virðist ekki ætla að linna, og hefur Lúsia miklar áhyggjur af þessum hljóðum. Það var þá sem Lusia snýr sér til himins og heitir því að tilbiðja guð og vera hrein mey til æviloka, ef móðir hennar deyi ekki.
Í þessum heitstrengingum skeður það að hljóðin frá kamrinum hljóðna. Lúsia læðist að kamrinum og hvíslar ertu lifandi móðir mín ?
Hurðin á kamrinum opnast og móðir Lúsiu gengur út og segir, mikið var þetta nú losandi sem hún Agata bruggaði fyrir mig, bætir svo við, ég verð að muna eftir sveskjunum næst þegar ég geri fyllingu.
Nú gerist það að Lúsia segir frá heiti sínu við almættið, um að hún ætli ekki að missa meydóminn, en Lúsia var trúlofuð strák úr því hverfi í Syrakusa sem við myndum kalla Vogana hér á Íslandi.
Þegar strákurinn úr Vogunum fréttir þetta segir hann við Lúsiu sína, heyrðu Lúsia hvaða vitleysa er þetta sem ég heyri, að þú sért hætt með mér og ætlir ekki að leyfa neinum að fara upp á þig.
Já minn kæri ég lofaði guði því, ef hún móðir mín myndi lifa.
Þetta líst mér ekkert á segir strákurinn úr Vogunum.
Lúsia sat við sinn keip, og ekki nóg með það heldur fór að deila heimanmundinum sem hún átti að fá þegar hún giftist strákum, meðal fátæklinga.
Nú var piltinum nóg boðið Lúsia ekki lengur hans og heimanmundurinn gefin ölmusufólki sem í dag eru kallaðir atvinnuleysingjar.
Hann ákvað að hefna sín á Lúsiu og kærði hana til Keisarans í Róm sem þá var Constantin fyrsti fyrir að vera kristin.
Þegar Lúsia fékk stefnuna frá fógetanum, og sá fyrir hvað hún væri ákærð, þá stakk hún úr sér bæði augun og sendi kærastanum þau á undirskál.
Venjulega voru kristnir settir í Coloseum hringleikahúsið í Róm, og ljón og önnur óargadýr látin sjá um aftökurnar, til mikillar gleði og ánægju fyrir áhorfendur, sem yfirleitt voru mjög margir.
En fógetanum í Syrakusa þótti réttara að refsa Lúsiu með ævilangri þrælkun, þar sem hún var augnalaus og líklega ekkert varið í að setja hana fyrir óargadýr.
Þegar menn fógetans ætluðu að ná í Lúsiu, til að flytja hana í þrælabúðirnar, þá þá bregður svo við að þeir geta ekki hreyft hana.
Þeir ráða nú ráðum sínum um stund. Þá segir einn hermaðurinn, hvernig væri að brenna hana ? Þetta þótti mönnum fógetans heillaráð. Þeir bera nú eld að Lúsiu, en þá skeður það að eldurinn víkur frá henni . Þeir reyna nú ýmsar leiðir til að kveikja í Lúsiu en alltaf víkur eldurinn frá henni.
Það er að koma kvöld og samkvæmt vinnulöggjöf keisarans í Róm mátti ekki vinna eftir klukkan fimm.
Öll aukavinna hafði verið bönnuð árið 303 eftir Krist, svo nú voru hermenn fógetans að komast í mestu vandræði,
Hvað skyldi til til bragðs taka ? Þar sem klukkuna vantaði korter í fimm varð að hafa hraðann á.
Það var þá sem einn undirforingi í flokki fógetans dró sverð sitt úr beltinu og stakk því í háls Lúsiu, það varð hennar bani.
Lúsia þessi var svo tekin í dýrðlygatölu af páfanum í Róm löngu seinna.
Á Grand Kanarí heitir eitt þorpið meira að segja Santa Lusia, svo sjá má að þessi saga er ekkert bull sem ég hef sett saman.
Lúsiu er minnst 13.desember, þar sem það var talinn stysti dagur ársins eftir Júlianska tímatalinu, sem Júlíus Cesar lét reikna fyrir sig um 46 fyrir Krist.
Eftir Gregoríska tímatalinu, sem Gregory 13 páfi innleiddi 1582 og við notumst við er stysti dagur ársins 22 desember.
Á Lúsiudaginn 13 desember er einhver falleg stúlka klædd í hvítan kirtil til marks um hreinleika hennar, Gjarnan er settur rauður lindi um hana miðja sem lafir niður á tær. Það táknar blóðið sem rann úr hálsi hennar á dauðastundinni.
Kertin sem sett eru í krans og síðan á höfuð Lúsíunnar er til að minnast þess að eldur vann ekki á henni.
Lúsíur nútímans fá þó að halda augunum, og þurfa ekki að lofa neinu um meydóm sinn.
1.12.2012 | 13:24
Kæra Harða Birna
Það er nú aldeilis flott útkoman úr prófkjörinu. Þú bara
rúllaðir Bjarna gæsalappa-vafningi upp og tókst í nefið. Flott hjá þér að gefa
honum tækifæri til að hætta, en ég bara held að hann átti sig ekki á þessu
greyið. Elsku Harða Birna mín, passaðu þig á Illhuga hann getur gert þér lífið
leitt á næsta landsfundi.
Flokkurinn er nú aldeilis heppinn að hafa þig, ég segi
bara það. Nú skal tekið til, ég og við hinir vinir þínir segjum, hentu gömlu
verkfærunum og láttu þessa gaura sem eru með þér í þessu hætta öllu kjaftæði og
segðu þeim að segja eitthvað að viti í staðin fyrir að stunda þetta málþóf um
allt og ekkert. talk talk talk bla bla bla"
Harða Birna mín ég treysti á að þú látir verkin tala og
gefir frat í kjaftæðið í Illhuga og Bjarna gæsalappa. Svarti Pétur er skástur
af þessu liði sem þú kemur til með að sitja uppi með þegar þú hefur glansað inn
á þing.
Þú verður sko glæsileg í Forsætisráðuneytinu.
Vonandi sér Bjarni ljósið. Ég legg til að honum verði
boðið að verða aðstoðarmaður dýralæknisins í Róm, sem einu sinni var
fjárráðherra hér á Íslandi, en er nú í Róm að telja gullfiska í gosbrunnum
Rómarborgar á vegum Sameinuðu þjóðanna Yes UN"
Bjarni gæsalappi gæti til dæmis haldið á
rauðvínsflöskunni meðan dýralæknirinn telur fiskanna og jafnvel rétt honum
blýantinn, eða eitthvað yes something"
Harða Birna mín þú ert flottust það verð ég að segja,
láttu Illhuganna ekki spilla þér, ég og Soffía vinkona mín stöndum 100% með
þér.
Bless í bili Harða Birna mín.
Þín Magnea.
19.11.2012 | 13:58
Kæri Össur.
Þú ert bestur, engin spurning. Déskoti rúllaðir þú þeim flott
upp þarna í prófkjörinu, þótt búið væri
að strika út 300 af þínu fólki. Svona á að taka það. Hvað er annars að frétta
af henni Sollu frænku? Er hún enn í Arganistan að kenna talibönum hvernig þeir
eigi að umgangast konur? Eða er hún bara að steikja kleinur þarna austurfrá?
Ég skil bara ekkert í þér Össi minn er þú ætlar ekki að
taka slaginn um formanninn, það er nægur tími til að koma þessum 300 inn aftur.
Hver vill svo sem ekki komast til áhrifa i Samfylkingunni? Mér er spurn.Við
vitum það báðir Össi minn að Samfylkingin er sá flokkur sem kóaði með
Sjálfstæðisflokknum síðasta kjörtímabil hans, eftir að Frammsókn féll í ónáð.
Við munum það líka Össi minn að þú Jóka og Ingibjörg
voruð í hrun-ríkisstjórninni hans Geira Harda, hver annar en þú getur tekið við
forystunni af henni Jóhönnu fyrst Solla er í Aranistan ? ég bara spyr yes
simply ask me frend".
Láttu ekki prjónakerlingar trampa þig niður. Stattu
stífur frammi fyrir þessum kerlingum og sýndu hvað í þér býr, Össur Össur
Össur, ég heyri hrópin á flokksfundinum, þau eru í hjarta mér Össur Össur
Össur, fólkið kallar á þig.
Ég hef alltaf sagt. Þeim mun fleiri loforð sem svikin eru,
þeim mun meira er eftir til að lofa. Þú hefur svo sannarlega úr mörgum sviknum
loforðum að velja. Við sláum skjaldborg utan um þig Össi minn svo enginn komist
að þér til að svívirða þig. Þegar þú ert orðinn formaður Samfylkingarinnar og
tekur við blómvendinum frá Sollu þá munum við vinir þínir þér til heiðurs hrópa
ferfallt Fock-shit, fock-shit, fock-shit, fock-sit" eins og tískan verður þá að
hrópa.
Elsku kallinn minn, þetta er bara fyrsta innlegg mitt í
baráttuna fyrir betra þjóðfélagi.
Þín einlæga Magnea.